Alþýðublaðið - 16.07.1926, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.07.1926, Blaðsíða 4
4 frjálsa samkeppni. Að eins virð- ist Kr. A. eins og öðrum flokks- mönnum hans það vera aðalatrið- ið, að ekki sé gert neitt það í máli þessu, er miðaði Alþýðu- flokknum til hagsbóta. Er sú af- staða íhaldsmanna skiljanlég og í fullu samræmi við stjórnmála- þroska þeirra og réttsýni. Eins og við bjuggumst við, mun Kr. A. tregur að fara í mál við okkur út af réttmætuni ummælum okkar í hans garð fyrir þetta sér- staka frumhlaup hans. Héðinn Valdimarsson. Stefán Jóh. Stefánsson. Riissar og Þjóðverjar. í. Gömul viðskifti og ný. Bismarck var frumkvöðull og frömuður að bandaiagi Þjóðverja og Austurríkismanna, því, er seinna, eftir að ítalía bættist í hópinn, varð að þríveldasamband- inu. En Bismarck gekk þess ekki dulinn, að með bandalagi þessu fylgdi hætta. Hættan var sú, að með því móti yrði Rússland knúð íil sambands við andstæöingana, og að Þýzkaland þannig gæti komist í þá óþægilegu aðstöðu að verða að verjast á tvær hendur — bæði að vestan og austan. Járnkanzlarinn reyndi því af öllum mætti að afstýra þessari hættu. Hann var nákunnugur rúss- neskum háttum og rússnesku stjórnarfari og kunni til fullnustu að leika á þá strengi, er líklegir væru til að finna enduróm við hirðina i Pétursborg. Hann not- færði sér skyldleika keisaraætt- anna — Vilhjálmur í. \nar föður- bróðir Alexanders II. —. Hann benti á stjórnarfar beggja ríkj- anna, er að ýmsu leyti svipaði saman, — Þýzkaland var þrátt fyrir állar stjórnarskrár ekki fjarri því að vera einveldi —. Hann minti á sameiginlega hagsmuni hirðanna, afstöðu beggja gagnvart hinni alþjóðiegu verkalýðshreyf- ingu, sem farið var að bóla á. í fám orðum: Bismarck hafði góð spíl á hendinni og hann kunni að fara með þau. Hann gerði leynisamning við Rússland — þenna erkifjanda' Austurríkis — jafnframt því, að ALÞÝÐUBLAÐIÐ hann var tritr og dyggur banda- lagsmaður Austurríkismanna. Á þann hátt hugðist hinn mikli stjórnkænskumaður hafa trygt land sitt gegn yfirvofandi hætturn. En þetta tvöfeldnispil hans var í sjálfu sér hættulegt og ekki öðr- um hent en þaulæfðum spila- mönnum, ;— alls ekki pólitískum viðvaningum. Þegar svo Bismarck skyhdilega var rekinn á dyr og öll stjórn- málaafskifti af hönum tekin, var ekki við öðru að búast en að glundroði kæmi í spilið. Nýju mennirnir með Vilhjálm II. í broddi fylkingar voru of sérgóðir og einráðir til að kæra sig um öldunginn. Þeir ráðfærðu sig ekki einu sinni við hann, og er það þó almenn kurteisisregla, þegar skift er um framkvæmdarstjóra jafnvel í smáum hlutafélögum, eins og Bismarck seinna komst að orði. Eftirmenn járnkanzlarans gáfu upp tvöfalda spilið hans. Leyni- samningurinn við Rússland var eklti endurnýjaður. Afleiðing þess var ef til vill gróði fyrir stórpólitík Evrópu, hreinni línur, hreinskilnari póli- tík en verið hafði. En fyrir Þýzka- land urðu þessar afleiðingar að tapi. Þær leiddu til bandalags milli Frakka og Rússa. Það, sem Bismarck hafði óttast og gert sitt ítrasta til að sporna við, — það kom nú á daginn. Á því fékk Þýzkaland að kenna í heimsstyrjöldinni miklu. Áður en styrjöldinni lauk, en eftir byltinguna í Rússlandi, komu fulltrúar Rússa og Þjóðverja sam- an til friðarsamninga í Brest-Li- tovsk. Þá var Þýzkaland enn svo voldugt, að það gat sett Rússum hina hörðustu friðarskilmála. Trotski gekk að þeim, þótt óálit- legir væru. Var það án efa vitur- lega ráðið, eins og þá stóðu sakir. En engar vináttutilfinningar gat þó sá friðarsamningur alið í rúss- neskum brjóstum í garð Þjóð- verja. Seinna mættu þessar tvær þjóð- ir þéttskipaðri fylkingu sameigin- legra fjandmanna. Eftir bylting- úna í .Þýzkalandi og Versala-frið- inn var ekki lengur neitt regin- djúp staðfest á milli þeirra. Væntu þá margir þess, að þær myndu snúa bökum saman eins og bræður í baráttunni við sam- eiginlega fjandmenn. Or því varð þó ekki, en samt jöfnuðu þær við- skifti sín nokkru seinna með frið- % samlegum samningi í Rapollo 1922. Var það hinn heimsfrægi rithöfundur og stjórnmálamaður Walther Rathenau, sem mætti þar fyrir hönd Þjóðverja, Rússland — þetta blóði drifna bolsaland, þar sem morðvargar1 einir og mann- ætur bjuggu (sbr. borgarablöðin) — var þá þegar hætt að vera sú grýla, er allir fældust. Það mætti þar sem eitt af stórveldum Norð- urálfu, sem allir urðu að taka til- lit til. Utanríkisráðherra Rússa, Tschit- scherin, sem ær maður vitur og stjórnkænn, hefir lagt kapp á að efla og varðveita gott samkomu- lag við Þjóðverja. Vesturveldin hafa, eins og kunnugt er, verið Rússurn alt annað en vinveitt, en þetta hefir eðlilega hlotið að þoka þeim saman, Rússum og Þjóð- verjum. Eftir Locarno-fundinn, þegar sýnt var, að saman mundi draga með Þjóðverjum og vestur- veldunum, þannig, að Þýzkaland gengi inn í Þjóðabandalagið, gerði Tschitscherin sér ferð til Berlínar til þess að vara Þjþð- verja við Locarno-samningunum, sem hann álitur að muni leiða til * tjóns fyrir bæði ríkin. Nokkurn sýnilegan árangur bar þó sú ferð ekki. Stresemann hinn þýzki sat fastur við sinn keip, að sættast við vestur-veldin og að koma Þýzkalandi inn í bandalagið. Á fundi Þjóðabandalagsins í Genf í vetur lá svo fyrir umsókn um upptöku Þýzkalands. Við vitum, hvernig fór um sjó- ferð þá; sáttabrautin reyndist þyrnum stráð. Er þangað kom, mátti „andinn frá Locarno", sem um skeið hafði verið svo magn- aður, að hann ærði margar ein- faldar sálir (einnig hér á landi), ,svo að þær töluðu tungum, muna sinn fífil fegri. Nú var mjög af honum dregið. Og þótt hann aldrei nema hafi verið reiðubú- inn, þá reyndist nú, sem oftar, holdið veikt hjá stjórnvitringun- um. Víst er um það, að ekkert heyrðist frá þeim fundi annað en þras og þref og „orð innantóm". Afbrýðin og öfundsýkin milli þjóðanna gengu' þar Ijósum log- um, og hagsmuna-togstreitan var í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.