Alþýðublaðið - 24.07.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.07.1926, Blaðsíða 1
ðublaðið Gefið úi af AíþýduíIokkDum 1926. Laugardaginn 24. júlí. 170. tölublað. Erlend sf mskeyti. Khöfn, FB., 23. júlí. Stjórnarmálin frðnsku. Poincaré myndar stjórn? Frá París er símað, að Poincaré myndi líklega stjórn og verði ráðuneyti hans þjöðlegt sam- steypuráðuneyti með stuðningi hægri miðflokkanna og nokkurs hluta gerbótamanna. Ríkissjóður- inn hefir að eins yfir að ráða þrjátíu milljónum dollara, nefni- lega afgangi Morgans-lánsins. Ameriska auðvaldið setur Frökkum skilyrði. Frá Washington er símað, að fullyrt sé, að stjórnin hafi til- kynt Frökkum, að engin lán verði fáanleg, nema varanleg stjórn verði mynduð og skuldasamning- urinn samþyktur. Byggingar-hneýksli. Margra vikna verk ónýtt. Það er komiö upp heldur lag- legt stand með byggingu lands- spítalans. Það hefir komið í ljós, að mikill hluti af steypunni í kjallarahæð spitalans hefir ekki harðnað nema dálítið að utan, en þegar komið er inn úr skelinni, má klóra steypuna niður. Menn vita ekki, hvernig í þessu liggur, og halda sumir, að þetta stafi af slæmu sementi, en aðrir fullyrða, að sandinum, sem nöt- aður hafi verið, sé um að kenna. Sé það jarðsandur, og muni vera í honum- jarððsýrur, «*er varni hörðnuninni. Þetta er enn ekki útkljáð, og er verið að leita orsakarinnar með rannsókn á steypuefninu, en ó- vandlega virðist hafa verið til steypunnar stofnað, hvernig sem í þessu liggur, og dýrt verður þetta vafalaust ríkissjóði. Vonandi er, að gengið verði vel frá rannsókn á þessu, svo að slík slysni endurtakist ekki. Innlend tíðindi. Akureyri, FB., 23. júlí. Árferði. Votviðrasamt undanfarið. Ligg- ur taða víða undir skemdum. 1 nótt snjóaði í f jöll. Síldveiði sára- litil síðustu dagana vegna óhag- stæðrar veðráttu; Gestakoma. „Fylla" er hér með landvarnar- ráðherra Dana og nokkra þing- menn. Fóru þeir til Mývatns í morgun. Isl Dægurflugur eftir Þorstein Qislason. (Reykjavík, Prentsmiðjan Acta, 1926.) II. Flugur þessar kunna þá list að vera í samræmi við umhverfið. Þær suða á dönsku, þegar það á við. Haab og Skuffelse. Saa tror jeg, at vi kan magte den islandske Politik. For Isefjord skriver vi særskilt, for der er jeg Bolsjevik. Man siger, vi kan ikke skrive, og Abonnementerne*) gaar. Jeg er saa ganske forbavset^ og mister mit sidste Haar. Velsé þeim flugum, sem lyfta sér frá jörðu og heija"augu sín í himnana. — Dægurflugur gera það, og er þá dýrð þeirra mest^ *) Kaupendurnir, Á Þorláksmessu. Löng er nótt, en ljósin björt langt fyrir ofan ský. Saltarinn er sunginn sólna höllum í. Heyrist vítt uiti vetrarbraut veizlugleðin há. Sætir söngvar óma siöstjörnunni fré. Englar fljúga' um allan heim út með Þorláks hrós. Fyrir sálmasöngvum sveiflast norðurljós. Allir saman síðar meir syngjum við með þeim, þvi við ætlum allir í þann fagra heim. III. Þannig kemst skáldið að orði í formála ljóða'nna: — — „Vil ég heldur gefa þær (vísurnar) út sjálfur en að þær yrðu síðar, ef til vill, fleiri eða færri, gefnar út meira eða minna afbakaðar. Allar hafa þessar gam- arrvísur verið sungnar — þegar þær voru nýortar, sumar oft, og hafa upphaflega ekki verið til annars gerðar en' að skemta mönnum í svip. — Fer því fjarri að ætlun mín sé að styggja nokkurn með birtingu kvæðanna, enda munu allir sjá, aö hér heffr aldrei verið um ann- ifð en græskulaust gaman að ræða." Skýringar fylgja kvæðunum, og eru þær nauðsynlegar ungu fólki, sem ekki þekkir atburðina. — Flugur að flugum vega fljúg- andi alt í kring; en hver einasta fluge ábyrgjast verður sinn sting. Hallgrlmtir Jónsson. Til sildveiða. Búist er við, að togarinn- Austri fari síðdegis í dag vestur til síld- veiða. Hann á að leggja veiðina upp á Onundarfirði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.