Alþýðublaðið - 30.10.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.10.1926, Blaðsíða 3
30. okt. 1926. ALÞÝÐUBLAÐi# 3 krydda (plattmanasía) milska (súkkulaði) sálda (sigtegaze) símylja (semoulegrjón) slynga (slauía) svifta (sjalúsía) varmilska (overtrækschokolade). Það verður vissulega örðugt að koma á almennri notkun sumra þessara orða, og pau eru alt ann- að en lífvænleg, enda sum alveg óþörf. Ég sé ekki betur en slípi- vél megi halda sér óbreytt, og krydda er varla betra en eldri tillaga glasald. Mönnum, sem fást við mál- hreinsun, hættir tii að dæma út- læg öll erlend orð (frá síðari tím- um). En það getur oft verið var- hugavert, óþarft eða jafnvel skað- legt tungunni. Síðan land petta byggðist, hefir íslenzkan tekið að sér grúa útlendra orða, sem fyrir •löngu eru orðin svo samgróin tungunni, að það væri hrein lim- lesting á málinu að útrýma þeim, enda má víst fullyrða um ýms gömul tökuorð (t.d.pappír og penni, prestur og kirkja), að engum kem- ur það til hugar. En hví skyldum við ekki nú, eins og fyrir nokk- urum hundruðum ára geta tekið orð úr erlendum málum óbreytt eða lítið breytt og gefið þeim fæðingarrétt í íslenzkri tungu, henni til hagsmuna, þegar orð- in eru svo gerð, að þau samlagast tungunni fullkomlega? Nefndin hefir gert tillögur uni breytingar á nokkrum orðuiii, Ée'm ég tel varhugaverðar éía með öllu óþarfar. Ég tek hér upp nokkur þeirra, sem orðin eru tungutöm almenningi og fara flest sæmilega í íslenzku máli. TiIIög- ur nefndarinnar eru i svigum. biaðgull (gullhimna) blýantur (ritblý) demantur (glitsteinn) framkalla s. (vekja) gaffall (matkvísl) kítti (kríti) koníak (kúníak) kústur (kvöstur) mótor (hreyfilI) plett (silfrin) rúsína (þrúga) skonrok (harðbökur) skúffa (trygill) sódi (þvol) sport (leikur) svampur (njarðarvöttur) trekt (gina) viský (bretaveig) vatt (fóðurbaðmull, fatatróð). Sumar þessar tillögur eru ekki frá nefndinni, heldur eldri. En reynslan hefir sýnt, að alrnenn- ingur vill ekki þýðast þær. Ef tekið yrði upp nafnið kríti, myndi fæðast af því sögnin ctd kríta (kítta), sem ræki sig óþægilega á aðra almenna merkingu þess orðs. Hreyfill er að visu fallegt orð. En það er illa fallið til sam- setninga, sem mjög þarf á að halda um slík höfuðorð. Þvol (sódi) á engan stuðning í sænska orðinu tvál, eins og nefndin gef- ’ttr í skyn, því það þýðir sápa al- ment. Mörg af þessum orðum eiga eins vel við íslenzku eins og orðin filma og portvín, sem nefndin hefir þó réttilega látið halda sessi. Margir hafa spreytt sig á að þýða orðið sport. En af þeim tillögum, sem ég hefi heyrt, er tillaga nefndarinnar fráleitust. (Lítum t. d. á sportmadur, sama sem leikmadur, Sportfélag Reykjavíkur sama sem Leikfélag Reykjavíkur.) Kakaó vill nefnd- in kalla mil (hvk.). Þetta nýyrði verður lengi að ná alþýðuhylli. Væri ekki betra að segja blátt áfram kakó? Nefndin gerir tillögu um að dynamit verði nefnt tundur. Það er í sjálfu sér ágæt tillaga. Þó er þar við að athuga, að dynainit er að eins ein tegund sprengi- efna, en tundur ætti að taka til allra sprengiefna. Gross vill nefndin kalla tylf- ing. Ég efast um að það sé betra en stórtylft, sem komið er í notkun áður. Lás vill nefndin að komi í stiað- inn fyrir krani. Það er góð þýð- ing stundum, t. d. vatnslás. En hún er ónóg. Ég geri ekki ráð fyrir, að nefndin vilji kalla kola- kranann við höfnina kolalás. Djarfsýsla (spekulation) kann að vera gott orð. En ég efast unt langa og góða framtíð þess i málinu. ókólnir (síbrennari) og óglóda 1. (glödefri) eru falleg orð og standa á görnlum merg. En því er orðið ókölnir og margir þess líkar löngu horfnir úr mæitu máli, að alþýða manna hefir ekki felt sig við þau, — þótt þau óþjál í notkun. Og ég er hræddur um að fara mundi á sörnu leið, þó reynt yrði að efla þau til ríkis að nýju. Síbrennir og glódlaus eru ekki lakari en mörg önnur, sem enginn amast við. Og auk þess þarf mjög sjaldan að talra til þeirra. Síbrennir er ekki frænd- laus í málinu, sbr. „ulfgrennir hefir unnit“ í vísu Egils, og fleiri mætti nefna. Svipað er að segja um teikni- gerdar (bestik). Gerðar er fornt og fallegt orð að vísu, en stirð- legt nokkuð og ólífvænt. („Hvar eru teiknigerðárnar þínar? Ég gleymdi teiknigerðunum mínum.“) Skárra held ég að væri teiknifœri (sbr. skriffæri). Mætti líka nota það í eintölu (sbr. hljóðfæri. „Ég fékk nýtt teiknifæri“). Alúminíum vill nefndin kalla álm (hvk.). Eldri tillögur eru: ál og áll. Væri ekki alúmín skárra, sem ég hefi rekist á í nýrri kenslubók ? Skilti verður skjöldur hjá nefndinni. Eldri tillaga fskildi finst mér betri. Skriveunderlag (d.) vill nefndin kalla ritfell. Eldri tillga er rit- speldi. Lasting vill nefndin kalla gljá- lín. í iðnmáli bókbindara er gljá- lín notað í staöinn fyrir danska orðið Glansshirting. Kalikó vill nefndin kalla léreff. 1 iðnmáli bókbindara er notað lín. Þar er þetta orð rótgróið og tungutamt. Fer það veí í sam- setningum, t. d. línband. Annars er kalikó sama og shirting, sem nefndin kallar nisting. Gaze þýðir nefndin sallalín, grisjungur. Þetta hefir í iðnmáli bókbindara um 20 ára skeið verið nefnt gisna, og varla nefnt ann- að, — tungutamt og þægilegt í samsetningum. Kalkerpappír kallar nefndm blápappír. Það er nú svo, að al- mennastur litur á þessum pappír er blár (eða svartur, sem að fornu getur merkt sarna og blár). En þegar þess er gætt, að svona pappír getur verið með öllurn lit- um regnbogans og talsvert not- að af honum hvítum (í hannyrð- um), þá getur þetta nýyrði kornið dálítið hjákátlega fyrir (sbr. orö kaupmannsins: „Ég vil fá þetta prentað með rauðri svertu"). Af- drepspappir og snmritspappír eru lítii úrbót, og ætti nefndin að at- huga þetta að nýju.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.