Alþýðublaðið - 30.10.1926, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.10.1926, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Kopíci verður hjá nefndinni af- tcik (flt. aftök). Þetta nýyrði er bæbi ilt og óþarft. Nefndin flask- ar hér á því sama og flestir aðr- ir, sem fást við nýyrðagerð, að reyna að láta nýyrðið taka yfir allar merkingar útlenda orðsins. Það er oft svo, að útlent orð veröur að þýða með tveim eða fleiri íslenzkum orðurn, eins og líka tvö eða fleiri útlend orð má þýða með einu orði íslenzku. Hér er að ræða um hættulegt sker í siglingaleið þýðanda. Nýyrði þetta tel ég óþarft vegna þess, að til eru a. m. k. þrjú almenn og góö íslenzk orð um þetta sarna: sam- rit, eintak og eftirmynd. Bæta mætti við sammynd (sein reyndar er óþarft). Af þessari tillögu neíndarinnar flýtur sögnin aftaka (kopíera), sem er aftaka-leiðinleg. Samrita má segja um skrift og teikningar, sammynda eða eftir- myndct um ýmislegt annað. Dnplicat kallar nefndin tuítcik, enda þótt samrit sé orðið algengt í notkun og vinsælt. Kassaapparat vill nefndin að heiti fémuni eða fétali. Ég er hræddur um, að þessum afkvæm- um nefndarinnar verði ekki lífs auðið í íslenzku. Hvernig væri að þýða blátt' áfram danska orðið og segja sjódfœri? Það er engin forláta-tillaga, og ég vona, að nefndin geti fundið aðra betri. Operproduktion 'vil.l nefndin kalla ofbod. Mér finst nærri stappa, að þetta sé blátt áfram röng þýðing og líkust því, sem væri hún gerð í ofboði. Ég sé enga nauðsyn á því að tákna þetta hugtak með einu orði, þótt danska og fleiri mál geri það. Við getum hæglega sagt o/ mikil framleiðsla og (ef eðá þegar það á við) of mikid frambod. Nefndin hefir ekki gengið fram hjá orðinu píanö, og var það að vonum, svo hvimleitt sem þeíta orð er. í orðasafninu stendur: pí- anó, yman (af ymur, ymjd; sbr. oryan). Mér lízt ekki gæfulega á þessa tillögu nefndarinnar. Sam- anburðurinn við ofgan spáir ekki góðu. Rithöfundar hafa í 100 ár reynt að halda á lofti orðinu orcj- an, en allur almenningur segir orgel, svo að naumast heyrist annað. (Org nisti er aflur alment.) Alveg sömu útreið fékk þetta orð í Svíþjóð. Lærðir menn reyndu að / halda við orðinu organ um langt skeið, en gáfust upp um miðja 17. öld. Þá höfðu alþýðuorðin org og orgel sigrað að fullu. Væri ekki betri eldri tillagan slagharpa? Samanburðurinn við orgcm er at- hugayerður að öðru leyti. Hann gefur í skyn, að stofninn í 'origdn sé org, sama sem óhljód. En það er fjarri sanni. Organ er tökuorð, sem flækst hefir urn fjölda mála allar götur neðan úr forngrísku og á að hafa þýtt þar nálega sama og uerkfœri. Sójabaimir vill nefndin kalla sojubaunir. Hér hefir nú nefndin tekið útlent orð, eins og ég hefi áður bent á að vel mætti gera. En þetta orð er nú samt ekki mein- laust. Það er sem sé álitamál, hvort hér er ekki verið að innleiöa i íslenzkuna nýtt rímhljóð (oj), sem ekki hefir verið þar til áður. Fyrir eru 13 rímhljóð (stofnhljóð í rími), og ég vil ekki leggja til, að því 14. sé bætt við nema að vandlega yfirlögðu ráði. Því verð- ur ef til vill svarað til, að oj-rím- hljöð sé fyrir í orðum eins og logi, bogi, o. fl. En ég neita því. Þótt g sé orðið áfsleppt þarna í framburði, þá lifir enn meðvit- undin um það í hug hvers ís- lendings, sem hefir sæmilegan málsmekk. Þegar ég sá þessa skrá yfir orð úr vidskiftcimálinu, ætlaði ég að rífa fyrst í mig þá bitana, sem mig hafði lengst munað í, sem sé góð íslenzk orð í staðinn fyrir an og pro (per eða pr.), debet og creclit. Ég léita að an;. út segir nefndin. Ég leita að pr.; inn segir nefndin. Ég leita að kredit; lán- scda segir nefndin. Ég leita að clebet, og finn ekki. Rýrari mátti eftirtekjan ekki vera. Ég verð nú að efast um, að út og inn séu hagfeldari orð en jrá og til, sem ég hefi notað nokkuð og vil meina að séu jafngóð og og ensku orðin to og by. Þessi ’orð mætti jaínvel hafa að yfir- skrift yfir talnadálkum í staðinn ■ fyrir clebet og credit. Ég sé ekki, að þau séu neitt lakari þar en þýzku orðin Soli og Haben. En * lánsala verður naumast notuð til þessa. Firma kallar nefndin sýslan. Það er harla ónóg þýöing og getur ekki átt við nema stundum. Annars er firma lögfest orð í fieymsla á reiðhjólum „Örnin“, Laugavegi 20 A, tekur reið- hjól til geymslu. Reiðhjól eru geymd í herbergi með miðstöðvarhita. Ath: Öll reiðhjól eru vátrygð gegn bruna, þjófnaði og skemdum. Sími 1161. Simi 1161. íslenzku og virðist vel inega halda sæti sínu. Pólera vill nefndin kalla að skygna og vitnar til, að alt af hafi verið sagt að skygna spæni. Það er að vísu rétt. En með því var aldrei átt við það að pólera spæni, heldur þaÖ, að gera spæni glœja eöa gagnsœja. Þessi merk- ing orösins finst víðar. Gott skygni er kallað, þegar loft er vel gagnsætt. í staðinn fyrir pól- eradur mætþ, ef til vill, segja skygndur. En væri ekki skygdur fult eins gott? Annríki hamlar mér að fara lengra út í þetta mál nú, og er þó nrargt ótalið, sem ástæða hefði verið til að minnast á. Nefndin segir í fornrála fyrir orðaskránni, að ekkert orð hafi verið tekin i safnið án þess, að sérfræðingur í þeirri grein hafi goldið þvi samþykki. Þetta er undarleg klausa. Allur þorri orð- anna í skránni er þess eðlis, að ákvörðun um þau gat ekki oltið' á annari sérfræði en málfræðinni. En þá sérfræði þurfti nefndinekki að sækja til annara, sízt til kaup- sflslumanna. Væri fróðlegt að vita, hvers konar sérfræðingar hafa samþykt orð eins og krydd- sýli (ansíósa), jardbik (asfalt), sœtabraiið (biscuit), ritblý (blý- antur), loðkpagi (búi), steinlím (cement), forstjóri (direktör), legu- bekkur (dívan), dritlíki (gúanó), hégómi (humbug), hvítagull (pla- tína), afsláttur (rabát), tittur (siifti) o,- fl. Nei; þessi sérfræð- inga-„autorisering“ gefur verkurn nefndarinnar ekkert gildi. Mér er nær að halda, að hún hefði verið beíur farin án þeirra aðstoðar. Nefndinni ber þökk og virð- ing fyrir það starf, sem orðaskrá þessi er sýnishorn af, þó ekki sé þar alt óaðfinnanlegt. Og verk hennar verður vafalaust mikill fengur íslenzkri tungu,-þegar þvi er lokið. P9■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.