Alþýðublaðið - 30.10.1926, Blaðsíða 5
ALHÝ0UBLAÐIÐ
fi
Usau eSagiim og vegimi.
Næturlæknir
,er í nólt Guðmundur Guðfinnsson,
Hvg. 35, sími 1758, og aðra nótt
Friðrik 'Bjjörnssoi'n, Thorvaldsens-
stræti 4, simar 1786 og 553.
Næturvörður
er næstu viku í lyfjabúð Reykja-
víkur.
Díana.
Fundur á morgun kl. 2. Munið
jólasjóðinn!
409 ár
eru á morgun, síðan Marteinn
Lúther festi upp skjalið með 95
mótmælagreinunum gegn aflátssölu
á hailarkirkjuna í Wiltenberg og
hóf þar meö siðbótarkenningu sína.
Fyrirlestur
flytur Þórbergur Þórðarson á
morgun kl. 3 í Nýja Bíó. Efni:
Lifandi krisiindómur og ég. Vissara
mun vera að tryggja sér aðgöngu-
miða í tíma.
Afmæli.
Einar Benediktsson skáld verður
62 ára á morgun.
Snjór
féll hér í Reykjavík í nótt. 1
morgun var dálítil snjókoma í Vest-
mannaeyjum.
„Spanskflugan“
verður leikin á morgun. Aðgöngu-
verð er lækkað.
Skipafréttír.
„Island" kom í morgun vestan um
iand frá Akureyri. Það fer í kvöld
tit útlanda.
Veðrið.
Hiti mestur 1 stig, minstur 7 stiga
frost. Átt víðast vestlæg, hæg. Víð-
ast þurt veður í morgun. Lítil loft-
vægisi:egð um Vesturland á leið til
suðausturs. Útlit: Hægur vindur um
alt land. Snjókoma, einkum á Suð-
vestur- og Vestur-landi í dag, en á
Suðurtandi í nótt. Þurt veður á
Suðausturiandi í dag, og á Vestur-
landi léttir sennilega til í nótt.
Messur
á morgun: 1 dómkirkjunni kl. 11
séra Bjarni Jónsson (ferming), kl.
5 séra Friðrik Hallgrímsson. i frí-
kirkjunni ki. 5 séra Árni Sigurðs-
son. í Landakotskirkju söngmessa
kl. 8 f. m. pngin síðdegisguðsþjón-
usta. í Aðventkirkjunni kl. 8 e. m.
Séra 0. J. Olsen predikar. — í Sjó-
mannastofunni, Trygg^bgötu 39,
verður guðsþjónusta kl. 6 e. m.
Allir velkomnir.
Kveikja ber
á bifreiðum og reiðhjólum i dag
og á morgun kl. 4, 45 mín. e. m.
•
Greinarmunur rétts og rangs
skiftir ekki mikiu máli fyrir
„Morgunblaðið". Jafnóðum og ein
staðhæfing þess er hrakin, kemur
það með aðra og lætur sér alveg á
sama standa, hvort rétt er eða röng.
t grein hér í blaðinu í gær var
sýnt, að ekkert vit væri í því að
láta togarana liggja, nema togara-
eigendur væru með því að gera
tilraun til að fella íslenzka pen-
inga í verði. „Mgbl." sér á auga-
bragði svar við þessu. Það segir,
að togararnir liggi vegna „kola-
verkfallsins‘‘(!)> en í fyrsta lagi er
ekki og hefir ekki verið neitt kola-
verkfall, heldur kolaverkbann af
hálfu námaeigenda, sem „Mgbl." j
sjálft skýrir í dag frá að fjármála-
ráðherra íhaldsstjórnarinnar brezku
úthúði þeim fyrir, og í öðru lagi
cwu nú fyrst að verða örðugleikar
um kol, og þá eru togararnir þó
helzt að hugsa sér til hreyfings. 1
þriðja lagi hefir lega togáranna
hingað til að eins verið afsökuð
með lágu fiskverði.
Nýyrðafyndni.
Nú fást ýmsir við að þýða útlend
orð með nýyrðum. Fyndinn náungi
komst að þeirri niðurstöðu, að
„biblía“ ætti að heita „Guðrún“ á
íslenzku. Þegar málfræðingur einn
heyrði það, fann hann undir eins,
að þá ætti nýja testamentið að
heita „Kristrún". Aðrir vilja hafa
orðin í, fieirtölu.
„Sárgramt“
segir „Mgbl.“ Alþýðublaðið vera
út af stofnun einokunarhrings út-
gerðarmanna um fisksöluna. Hér sér
„Mgbl.“ áreiðanlega ofsjónir, og
mun það valda, að með þessu hafa
útgerðarmenn snúið því alveg í
hring í verzlunarmálaskoðunum, svo
að nú syngur það jafn-hástilt lof
um einokun þeirra með samtökuin
sem áður um frjálsa sainkeppni og
framtak einstaklingsins. Alþýðu-
blaðið hefir hins vegar alt af hald-
ið því fram, að einkasala væri betri
en frjáls samkeppni til góðrar sölu
á fiskinum, og má því gott þykja,
að útgerðarmenn hafa nú í verki
viðurkent það rétt vera. Næst er,
að þjóðin sjái, að slík einkasala
á að vera í höndum þjóðarinnar, en
ekki fárra einstaklinga, sem hírða
allan hagnaðinn af skipulagsbreyt-
ingunni og stinga í sinn vasa í stað
þess, að hann á að renna til al-
mennings, sem aflar fisksins. Aft-
ur á móti getur Alþýðublaðið ekki
dáðst að> „dugnaði“ útgerðarmanna
að vera nú fyrst að koma því í
verk, sem þeim var skipað fyrir
meira en þrem árum af þeiin, sem
settir eru til að hafa vit fyrir þeim.
* 0
Gengi erlendra mynta i-dag:
Sterlingspund...........kr. 22,15
100 kr. danskar ....-- 121,50
100 kr. sænskar .... — 122,17
100 kr. norskar .... - 11,3,97
Dollar....................— 4,57
100 frankar franskiri . . — 14,5B
100:gyllini hollenzk . . — 183,04
100 gullmörk þýzk... — 108,75
Upton Sinclair: Smiður er ég nefndur.
Ég segi alt af: f>að, sem ég geri, er betra
en náttúran. Ég þekki náttúruna af ófull-
komleikum hennar! Þarna sjáið þér!“
Ég veit ekki, hvort pað var mín vegna eða
Smiðs, en fulltrúa fegurðarguðsins hug-
kvæmdist að láta oss verða fyrir mikilli
opinberun. „Kærið þið ykkur um að horfa
á, hvernig við gerum hana, — frambúðar-
skrýfinguna? Ég skal sýna ykkur frú T—S.
En þið megið ekki tala neitt. Hún myndi
misvirða það við mig, ef ég léti karlmenn
horfa á hana. En hún snýr sér frá og getur
ekki hreyft sig. Við látum þær ekki sjá verk-
færið vegna þess, að það lítur dálítið hræði-
lega út og kynni að gera þær skelkaðar.
En ætlið þið þá að hafa hægt um ykkur?“
„Eins og steinar,“ svaraði Rosythe og svar-
aðl íyrir okkur alla þrjá.
„0-o-o-o-o-p-ó!“ stundi röddin.
„En fyrst ætla ég að segja ykkur,“ sagði
madaman, „að til þess að fá sveipinn full-
kominn er hárið undið í þétta, litla hringi
á mörgum teinum. F>að er ákaflega vanda-
samt verk. Hvert einasta hár verður að fara
rétt; ekkert má hlaupa yfir. Það tekur lang-
an tíma, — tvær klukkustundir fyrir sítt
hár, og það er sárt vegna þess, að toga verð-
ur þétt í. Við bindum um sérhvern hring
með votum klút, setjum þá í samband við
rafmagnsvélina og hleypum rafmagninu á,
— og þá tekur það margar klukkustpndir,
meðan verið er að baka hárið og sjóða í
rétta sveipa. Jæja; nú gerið þið svo vel að
hafa hægt um ykkur!“
Og hún lauk hurðinni hægt upp.
X.
Fram undan okkur hilti undir það, sem ég
ekki get nefnt annað en fjall af kvenholdi.
Holdfjail þetta virtist áður hafa verið lítil-
lega hulið af útsaumúðu silkilíni, en nú var