Bjarki


Bjarki - 12.12.1902, Blaðsíða 3

Bjarki - 12.12.1902, Blaðsíða 3
B } A R K I. Stormnótt við hafið. Suða við hamra svalar bárur, rynja ógurleg rosa-kvaeði. Þær takast svo fast á við kolsvarta kletta; þær klappa þeim ómjúkt og froðunni sletta svo hátt, sem þær hafa til afl. Það hamast hver skafl! Veður í skýum valbleikur máni, válega glotti varpar á hauður. Mörg er nú ófreskjan marar við strendur, mörg eru draugsljós að sjá upp um Iendur; allskonar forynjufjöld á ferð er í kvöld. Teygja hárlausar höfuðkúpur ' blóðvana svipir úr brimi hvítu; gnístandi tennur í skoltunum skrölta, skekjandi Iimina draugarnir rölta, vekja þeir viðbjói í hug', veikja þeir dug. Ófagrar stara augnaholur sviftar blíðasta brúnaljósi; glóir í maurildi tótnum úr tóftum, tindrar sem hræí'aljós dimmum á nóttum; hrollur og ógn hrífur þá, er hafdrauga sjá. Líða úrgar ægi-vofur með kynjalátum um kalda r öldur, hendast á kátar með þaunglum og þara, þefillum pödclum og margKttun) snara, fliksurn af nydauðum ná n^ga þær á! Vittu mitt ráð vagfarandi! haltu þjer lángt frá hafi á.kvöldin. Girnast þú skalt ei, að skoða þá drauga, er skröltandi beinin í hafinu lauga. Aldrei þá sjón nam jeg sjá, en sagt heyrði' eg frá. Ben. Þ. Gröndal. Óvenjulegt uppátæki. — o— Á apóthekaraskólanum í Khöfn er meðal ann- ara úngur maður, sem Geppel heitir. Hann er uppalinn úti á landsbygðinni og giftur bónda- dóttur. Þau búa saman, í Khöfn og eiga tvö börn. Maðurinn er aðeins liðlega tvíugur. Fyrir rúmu ári kynntist hann stúlku frá Vejle, frk. Edsberg, og hafa þau fundist í Khöfn við og við síðan, og líka skrifast á. Stúlkan var trúlofuð lækni í Vejle og átti að giftast í vetur. En þau Geppel höfgu feing- ið ást hvert á öðru. Seint í fyrra mánuði mæltu þau sjer mót í Hróarskeldu. Hún var þar að heimsækja kunníngjafólk sitt og hafði sagt frúnni, sem hún var að heimsækja og bjó hjá, frá ástaæfintýri þeirra Geppels. En frúin færðist undan að taka þar á móti hon- um. Hann leigði þá herbergi á hóteli. Þar hittust þau og rjeðu með sjer, að drepa sig saman. Lítur svo út sem þau hafi ráðgert þetta áður, því hann hafði með sjer klóróform til þess frá Khöfn. Þau geingu út úr hótelinu kl. 12 um nóttina eftir að hann kom og hafa þá farið heim á herbergi hennar. Þar í hús- inu voru þá allir sofnaðir, Um morguninn fanust stúlkan dauð á sófa í herberginu og hafði grímu fyrir andlitinu, sem klóróformi var hellt í. Hjá henni fannst brjef til frúarinnar í húsinu og skýrir frk. Edsberg þar frá, að þau Geppel hafa afráðið að deyja saman og það sje með fullum vilja sínum að hann bindi nú grímuna með klóróforminu um höfuð sjer. Geppel kom heim til hótelsins seint um nóttina. Hann hafði í fyrstu troðið klóróformi í bómull i nasir sjer og lagst við hlið kærust- unnar, en ekki tekist að svæfa sig nógu fast, Hann vaknaði undir morguninn og hljóp þá út og heim til sín á hótelið. Lögregluþjónar voru sendir eftir honum strax og vart varð við dauða stúlkunnar. Þegar þeir hittu hann var hann að klæða sig á hótelínu. Við rann- sóknirnar bar hann fram, að það hefðu verið samantekinn ráð þeirra að deyja svona, en hann sagðist hafa brúkað of mikið af klóró- forminu handa henni og því hefði ekki orðið nóg eftir handa sjer, Hann kveðst hafa ætl- að strax um morguninn heim til Khafnar til að kaupa þar meira klóróform og drepa sig síðan. Hann bað að lofa sjer að sjá h'k henn- ar og var honum leyft það. Hann gekk að því, lagði höndina á enni þess og sagði: »Jeg sver það, að hún hefur dáið sem hrein jóm- frú.< Borgrneistarinn greip þá í handlegg hans og bannaði honum að sverja. Geppel fær auðvitað hegningu. Lagaákvæðið, sem hann að líkindum verður dæmdur eftir, hljóðar svo : Fyrir að drepa annan mann eftir ósk hans eða beiðni hegnist með betrunarhúsvist, eða, sjeu einhverjar sjerlegar málsbætur, þá með fángelsisvist, seni ekki má vera sketnmri en 3 mánuðir. Amalie Skram. Nýfarinn er að konva út í Khöfn róman eftir hana mjög lángur, 7 — 800 bls. Hann heitir »Mennesker>, á að koma út í heftum með nokkru millibili, alls 10, og kostar hvert I kr. 87 og sem iðrandi syndari leitaði hann aftur innundir guðs náðarvæng og bað um að verða tekinn í sátt við kirkjuna. Því tökum við hann nú aftur i dag í fje- Iagsskap vorn í hinni móðurlegu mold, sem hjer faðmar svo marga sem lukt hafa augum sínum í sannri trú. Og veri hann lifandi vottur um, hve lítið gagnar að gera uppreisn móti drottni og treysta eigin kröftum." Síðan lýsti prestur, hvernig Pjetur hafði dáið, ogsöfnuðurinn felldi tár, en álit kirkjunnar varð enn rótgrónari hjá þeim, en nokkru sinni áður, XI. Prestskonan var svo gagntekinn af forvitni og um- hugsun um, hvað hún mundi fá að sjá í skóginum, að hún fann ekkert til hristíngsins í vagninum, og voru þó vegirnir ósljettir. „Hefttrðu heyrt getið um manninn, sem kvað búa þarna í skóginum?" spurði hún dreinginn. »Já, jeg hef heyrt talað um hann; það er ljóti maðurinn, segja þeir; þeir segja að hann trúi hvorki á guðnjedjöfulinn." Prestskonan spurði ekki um meira. Þegar þau voru kominn inn í skóginn og beygðu við inn í rjóðrið, sem húsið stóð i, var hún náföl. 88 Utifyrir húsinu stóð maður og kallaði eitthvað inn um dyrnar, sneri sjer svo við eins og hann ætlaði að gánga burtu, en fjekk þá auga á vagninttm. „Kvenfólk hjer á ferð," sagði hann við sjálfan sig um leið og vagninn nam staðar framan við húsið. Prestskonan stökk út, kastaði á hann kveðju og gekk heim. Maðurinh starði á hana. Allt í einu tók hann viðbragð. „Það er prestskonan," sagði hann, gekk á móti henni og rjetti henni höndina. „Gerið þjer svo vel að koma inn." Hann benti henni á stól við borðið og settist sjálf- ur niður rjett á móti henni hinumegin við borðið. Hann starði á hana, án þess að hugsa efirþví, þáng- að til prestskonan stokkroðnaði. „Fyrirgefið þjer", sagði hann, og prestskonunni sýndist eitt tárhrökkva niður eftir kinnum hans — „en þjer eruð svo lík móður yðar, aðeins dálítið veikbygðari og grannleit- ari." „Já, og þjer þekkið móður mína?" sagði hún. „Við höfum oft talað saman - jeg hjelt einu sinni að það mundi verða eitthvað úr henni — en svo finn- ur hún upp á því að giftast------nú, það er annars best að sleppa því." 89 „En hvað getur verið á móti því að giftast „" sagði prestskonan. „Ýmislegt stundum, frú, - þegar menn selja sig, bregðast hugsjón sinni, þegar menn Ijúga og uppala aðra í lýgi." „Þjer segið, vona jeg, ekkert þesskonar utn móður mína." „Móðir yðar var sköpuð til þess að bjóðagömlum kreddum og vanakenníngum byrginn. Hún var sköp- uð til að taka þátt í stríði, byltkigum, til þess að taka þátt í því að skapa hinn n,ýa tíma. En svo finnur hún uppá að giftast, og eignast svo dætur, sem giftast prestttm." „Eru þá prestarnir verri en fólk almennt gerist?" spurði prestskonan brosatidi. „Já, það eru þeir," svaraði maðurinn í sama tón og áður. „í mínum'augum hlýtur presturinn annað- hvort að vera heímskttr, eða fantur, annaðhvort svo heimskur og þekkíngarlaus, að hann trúir sjálfuröllu því bttlli sem hann predikar, eða þá fantur, sem talar móti betri sannfæríngu." „Það er ekkert smjaður um manninn minn." „Jeg tala aldrei smjaður, frú, jeg tala sann-

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.