Freyja - 01.09.1898, Blaðsíða 1

Freyja - 01.09.1898, Blaðsíða 1
I. ÁR. SELKIRK, SEFTEMBER 1898. NR. 8. Island. Ég mianist þín ísþrungna áanna grund med eldfjalla gjásandi breiðu, þín útsker og boda ogsilfurskær sund og sólina miðnætar, heiðu, •og god-líka dranga er gnæfa’ yfirsæ, og grænklæddar hæðir er skýla að bæ. Þá átt ekki margbrotið auranna safn, nema’ afburða fornkappa sögur, •en heiður þinn varir og verður æ jafn, meðan vörm hugsun klæðist í bögur, því mögur ei gleima kann móður sem á þó marki’ hana ellinnar hrukka á brá. Þá ólstokkur upp við þín átsognu brjóst, og allt okkur veittir sem kunnir. • Með tilgerðar prjáli’ ei á tálar oss drógst en tjádir oss það er þú unnir. S>ó befðir þá nægrar títt vistar ei völ; þá veittir þitt bezta, en sjálf varstu föl. !Þá goðborna, aldraða áanna grund, sem alið fékkst kappa svo marga, etyð þína nidja með magnstyrkri mund og minn þí á, dáðleysi’ að farga, og kenn þeim að tráa á mátt sinn og megn, evo megi þeir kágurum stanla í gegn- <íg kenn þeim að elska alltgöfagt og gott og grættan og snauðan að styðja, og seg þeim, af hjarta að sýna þeim sp ott er svipuna kyssa og biðja. Og leyf þeim ei vináttu’ að brjóta nein bönd, því brigðmælgin tilheyrir myrkheima strönd. Þó köld sé þín hávetrar haglskára él og hel-dimra þín skammdegis-nóttin, þá munum við það, að þá meinar allt vel, og mannraunir efla’ í oss þróttinn. Ó, firrist þig ættarland, kágun og kröm, og kenn þínum níðjum að standa’ ei í höm. J. Johann G-ottfreð. Ég er svo ein—því alter hljótt 'mér ekki sólin skín. Ó, dauðans kaida dapra nótt, hvedjúp er kyrðin þín. Ég er svo ein—mín önnur hönd er orðin stirð og köld; því dauðinn lífsins leysir bönd við lífsins dapurtjkvöld. Þá vanst þitt dagsverk vinur minn; þér værðin fengin er; en eftir lifir.andi þinn í ást í brjósti mér. Og æfi-verkid veit ég sitt ei vinnur betur neinn. Og mannorð slíkt sem mannorðþilt er meira en b.iutasteinn, Þér unni fólkið fjær og nær, og fólkið saknar þín. Sem dauðans mvrki, djápi sær, eins djáp er sorgin míu, Ó, hvar er hjartans vinur, vörn? Ná verndar þá ei mig. Min föðurlausu blessuð börn svo beiskan trega þig. Ó, hjartans vinur hafðu þökk, —hvort heyrir þá ei mig?— Þér fylgir hjartans kveðja klökk; ég ky ssi liðinn þig. Sigurborrj Páhdótitr. Barnakro. Börnin mín góð, — Ég hefði gaman af að segju yður fáein orð um grösin og blómin, hvernig þau fara að lifa og nærast, fæðast og deyja, Það er óbrygð- ult náttárulögmál, að allt, sem lifir, hef- ur fæðst og mun deyja. Grösin fara þannig að nærast, að þau taka sumt af fæðunni gegnum rætur sínar. í fljótandi formi; en sumt fá þau í gegnum blöðin, í loftkendu formi. Hið allra nauðsynlegasta efni til nær- ingar fyrir þau eins og oss, er vatnið. Grösin fá það ár jarðveginum, ásamt ýmsum öðrum uppleystum efnum upp um rætursínar, og lieitir sá eðliskraftur sem flytur það frá rótum uppí blöðin, „eivdosmose“ á vísinda máli. En árloft- inu taka þau líka vafnið í gnfuformi gegnum blöðin, þó undir vissum kring- umstæðum geta þnu dregið vatn um blöðin, o: þegar jarðvegurinn er þur, og raki í ioftinu. Fieiri efoi hagnýta grösin sér til næringar, svo sem kolefni, köfn- nnarefni, fosfor, kisil, brennistein og fieira. En það er of efnafræðislegt fyrir yður börnin mín, en máske við getum taiað saman framvegis, og ég megi hafa þá ánægju að lýsa þessu nánar fyrir yður síðar. Loftið er þýðingarmikið fyrir grös- in; það nærir þau og færir þeim kolsýru sem stvrkir bein þeirra fég meina legg- ina); en æðst af ölln þessu er þó ljósið, það er aðal lífgjafi bæði jurta og dýra, og án sólarinnar getur ekkert lif- að. Ljósið sundurliðar efnið fyrir grösin og gjörir þau bæfileg fyrir þau til nær- ingar, og eykur kraft þeirra til að með- taka næringuna; því hitiun þarf að vera ijósinu samfara til að gjöra notk- un kolefnisins mögulega fyrir plönt- una. Grösin hafa andardrátt; þau anda að sér kolsýru og loftkendum efiium við hitg. sólar-ljóssins, og binda þannig hita sólariunar í líkama sínum, það er t. d. æfiniega kui í skógi þegar heitt er veður á sumrin. Leggir gras- anna og trjánna gefa aftur frá sér hita þann er þau hafa þannig í sér bundið, þá er þeim er brent. Eitt er undarlegt og það er að biómin anda frá sér kol- sýru á nóttunni um blómstrunar tím- ann, og er því óholt að hafa blóm í svefnlierbergjum sínum. Aíálefiii mannkynnius. Menntið konuna, og þá menntið þér kennara þjóðanna. Sé barnið faðir mannkynsins, myndar konan manninn með menntun barnsins. Gróði kvenn- legrar menntunar er því, jafnvel í hinum eigingjarnasta skilningi, gróði mannkvnsins í lieild sinni. C. G. NICOLAY.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.