Freyja - 01.09.1898, Blaðsíða 3

Freyja - 01.09.1898, Blaðsíða 3
FREYJA, SEPTEMBER 1898. 3 jirinnar, en ég vissi að næsta dag mundi hún rísa aft.ur að nýju. OLIVE SCHREINER. (kev. M. J. Skaptasox uýddi.) ferðasaga TJNGFRÚ J. A. TIL ÍSLANDS. (Framhald frá síðasta númeri.) Urðir, gjár og aðrar torfærur urðu 4 leið okkar. Loksins tókst okkur þó uð ná rótum fjallsins. Þarna var það þá, 3COO fet á liæð og næstum þverhnýft til að sjá. Þarna lilutum við að klifra upp á liæzta tindinn ef fyrir ætlan okkar skyldi náð. Svo við lögðum af stað. Við hefðum getað gjört okkur ferð- ina þolanlega liæga á löngum tíma með því að sneiða og skáskera bratt- ann, en til þcss var enginn tími, það var þegar orðið áliðið dags og við áttum 35 mílna ferð fyrir höndum áður en við nytum hvílda, svo við réðum af að klifra beint upp og var það afar örðugt. Þegar við komum á neðsta hjallann, fanst okkur hæðin og brattinn enn ægilegri en fyr, samt lielduin við áfram og loksins stóðum við á efsta tindinum. Nú fóru allir að vinna. Ég negldi fyrsta naglann í flaggið á flaggstöngina, og svo hver af öðrum. Loksins var stöngin reyst Upp, og stóruni steinum velt að henni og þar á ofan hlaðið smærra grjóti upp nokkur fet þangað til við vorum viss um að ekkert veður mundi geta liaggað henni. Miss Sehaffner skíiði, og við sunguin skírnar sálminn öll. Áður en þessu starli var lokið slcall vflr níða þoka með kalsa regni, og var þvi dvölin alt annað en fýsileg orðin; flýttum við okkur því sem mest við máttum niður af fjallinu og náðum um miðnætti í áfangastað oftir 41 mílu ferð um daginn yfir vegleysur og alskonar torfærui. Það er óliætt að fullyrða það að h vergi sö náttúrufegurðin f jölbreytt- ari en á íslandi þá tekiðer tillit til þess hversu lítið það er. ísland er sannkailað undra land. Á norðui - ströndum þess skín miðnætur sólin yflr fjöll og dali og strendur sem náttúran hefur sett sitt meistaralega innsigli á. Leyftrandi stjörnur upp- ljóma hinar löngu vetrarnætur, og norðurljósin leyftra í sinni fjölbreyti- legu undra fegurð og litbrygðum. Hið efra er skínandi bjart og dýrð- legt, hið neðra myrkt, hrikalegt og kyrt. Fjöllin skína í sinni eilífu hvítu íss og vetrar. Á suðurlandinu gjósa hverirnir sí heitir og ægilegir, eins ægilegir í sínum vellandi hita,eins og jöklarnir með grimd sína og kulda. Valla mundi sá maður kalla sig að hafa séð ísland sem ekki sæi Geys- ir; þangað var 5 daga ferð, og meiri tíma máttum við ekki missa ef við ekki skyldum missa af gufuskipi því sem við höfðnm ráðið að taka okkur far með. Mr. Einarsson bauðsttil að fylgja olckur að þessum heimsfræga hver og tókum við boði hans fegin- samlega. Það var drunga veður morgun- in sem við lögðum upp í túr þenna. Ég vafði mig í karlmans olíukápu og setti upp ullar vetlinga. Við vorum 5 saman, og höfðum einn hest undir klifjum (inatvöru ög öðrum nauð- svnjum fyrir 6 daga útivist). Ung- lings dreng höfðum við fyrir hesta- svein sem var dröfnóttur í framan af útiverum, sem hefði tekið sig þolan- lega út á rauðhærðum manni, en sem sat mjög illa á ,Frekna,‘ svo kölluðum við piltinn, sem var ljós- hærður og hörunds hvítur vel. Með okkurvarog ungfrú Ólafía, oghjálp- aði það mikið til að gjöra ferðina á- nægjulega því bæði var hún fólki og landslagi kunnug, hafði hún og gott vald á enskri tungu. Fyrstu nóttina gistum við hjá bændafólki sem sýndi oss hina mestu gestrisni og velvild. Næsta dag eftir nokkurra klt. reið sáum við staðinn sem öllum íslenzkum hjörtum er svo kær—Lögberg hið forna; þar voru lög upp lesin og réttur þjóðarinnar í fleiri aldir haldinn, jafnvel á inum myrku miðöldum eymdar og kúg- nnar. Bak við stirndi 4 skínandi fag- urt vatn 5 mílna breitt og 12 mílna langt, það er eldhrauns stöðvar, dæld full af því tærasta og bezta vatni sem maður eða skepna hafa nokkru sinni svalað 4 þorsta sínum. Yegurinn liggur gegnum klofið berg sem er 200 feta hátt til beggja hliða. í þúsund ár hefur fólk farið vegsem náttúran ein hefur útbúið. Frekni teymdi hestana á undan en við gengum hægt og gætilega eftir. Utsýnið var óviðjafnanlega tign- arlegt. Þessir hamraveggir voru með undarlegu lagi og virtust gjörðir af hagleik miklum. Hver steinn eða bjarglag var lagt ofan á annað sem væru það manna hendur er um það hefðu fjallað. Á 3 hliðar var dalur þessi inniluktur af þessari ramgjörfu viggirðing; og til þess að fullkomna listaverk náttúrunnar fellur þar foss einn mikill með þrumandi nið fram af háu bergi og hverfur niður í djúp- an ár farveg—gljúfur. Fylgdarinaður okkar sagði okk- ur mikið úr fornaldasögum ísl, meðan við gengum niður í Almanna gjá. Þar hafði þessi söguríka smá þjóð háð margt orðastríð, sem eigi allsjaldan endaði með blóðsúthell- ingum og dauða ýmsra hlutaðeigandi manna. Saga liðinna alda blasti þar við oss; rituð með tímans hendi á rústir og fornminjar fornmannanna, og lesnar oss af fylgdarmanninum. Við heimsóttum kyrkjuna sem þar var næst, hún er næsta ellileg. Prestur skýrði oss frá því að þangað sæktu 200 mans tíðir á hverjum helg- um degi; hvaðan sá hópur gæti kom- ið var okkur óskiljanlegt;því olckur virtist sem míla vegar hlyti að vera bæja á milli; svo strjálir voru þeir. Síðla dags komum við að kotbæ einum, komu þa„r út konur með íslenzkt kvennsilfur, fléttaðar körfur og skorna hornspæni og vildu selja; síðast kom kona næstum áttræð, og bauð fram hár sitt er hún hafði skera látið;'við neituðum verzlunar boð- um þeirra; lögðum af stað er hestar okkar voru afþreyttir. Eftir þetta höfðum við vegleysur einar fen og flóa yflr að fara; víða urðu hestarnir að stökkva yfir skurði og pitti, náðu þeir ekki ávalt lendingu, en sukku þá í forarkviksyndið niður svo við máttum halda okkur vcl til að vcrj- ast falli. Loks komum við að á mikilli sem var brúuð með lausum bjálkum yfir hrikalegum gljúfrum, þarna hlutum við að fara yfir um. Torfær- urnar voru búnar og við höfðum rið- ið um stund með fram háu fjalli hvaðan við sáum glögglega þenna óvin sem þegar hafði skotið okkur skelk í bringu, Yið lögðum út á brúna; hættan dró okkur að sér með einhverju helj- ar afli, jafnvel hún, varð nú girnileg við stönsuðum á miðri brúnni til að lfta í kringum okkur, og hið dýrð- lega útsýni kyrði hjövtun og fylti þau undrun og lotning. Næsta nætur stað höfðum við skamt frá Geysir; morgunin eftir héldum við áleiðis; og það fyrsta sem vakti athygli okkar var brennisteins lyktin frá hvernum sein fylti loftið umhverfis. (Framh. í næsta númeri.)

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.