Freyja - 01.09.1898, Blaðsíða 4

Freyja - 01.09.1898, Blaðsíða 4
4 FlvEYJA, SEFTEMBEH 18'J8. FHEYJA íslenzkt kvennblað, geflð út af Mrs. M. J. Benedictsson, Selkirk, Man. Kemur út einusinni í mánuði og kostar: um árið...................$ 1,00, um 6 mánuði...............$ 0,50, um 3 mánuði................$0,25. Borgist fyrirfram. Auglýsinga verð: þumlungur í ein- földum dálki 25 c., á stærri auglýs- ingum afsláttur eft.ir stærð og tíma. lengd. Hvenær, sem kaupandi skiftir um bústað er hann beðinn að láta oss vita það. Allar peninga-sendingar eða aun- að, sem ekki snertir ritstjórn aðeins, sendist til Freyju. Utanáskrift til blaðsins er: Freyja Selkirk P. 0. Man. Canada. Ritstjóri (Editor). Mrs. M. J. Benedictsson. ÓVISSAN. Þegar blað vort kemur næst út verður fólkið í Canada búið að sýna það í verkinu með almennum kosn- ingum hvort það vill vínsölu bann eða ekki. Hvort það vill með valdi vernda óhófsmanninn frá áhrifum á- fengra drvkkja, og fjölskyldur þeirra frá skorti og öðrum afleiðingum vínnautnarinnar. Nú þegar þessar línur eru rit.aðar, vinna bindindisfé- lögin hvervetna af alefli að þessu mikla velferðar spursmáli. Þessi fé- lög samanstanda af konuin ög körl- um. Við þetta tækifæri er eigi ólík- legt. að mörgum konum komi nú til hugar hveafar nauðsynlegoggagn- leg að eru borgaraleg þegnréttindi. Þessi dýrmæti réitur sem sérhver sið aður maðurþráir og berst fyrir, sem líf sitt leggur í söiurnar fyrir, til að veita meðbræðrum sínum. þessi rétt- ur sem rnenn hafa barist, fyrir, lifað og dáið fyrir. Þaðereigi ólíklegt að mörg kona sem aldrei hefur fyr gjört sér grein fyrir því hvað það er í raun og veru sem heimurinn gjörir sVo rnikið veður út af; vildi nú gjarna hafa vald til að lyfta þessari veldis- spíru þjóðanna til að hrynda þessu stórkostlega rnálefni Sem fólkið í Can. hefur nú meðferðis, í það horf sem þær svo eðlilega vildu sjá það í. Munu nú eigi margar þær konur sem hingað til hafa hlegið að jafn- réttis hugmyndinni flnnatilþess hve nriklu borgnara þessu rnáli væri nú ef þær sjálfar rnættu greiða atkvæði. Vínsölubannið á marga góða vini í flokki karlmannanna, en óefað miklu fleiri í þeirn hóp mannkynsins, sem engan rétt hefur til að segja já eða nei í þessu eða nokkrum öðrum stór- málum, sem almenning varðar, þær konur sem hingað til hafa álitið það ,klúrt‘ að hafa ,skoðun‘ áalmennunr málum, þaðan af klúrara að láta skoðun sína í ljósi, en klúrast að framfylgja henni í réttar-salnum eða á kosningarstaðnum, og kalla þær konur ókvennlegar sem að því tak- marki vinna. Hversu mun þeim nú líka, e/ vínsölubannið fær ekki nógu rnörg atkvæði, meðan helmingur fólksins í Canada situr hjá aðgjörða laus. Þetta mikla ef, sem svo oft eru hin óráðnu óvissu vegamót hins lúna vegfaranda . Þetta ef með sinni kvelj- andi óvissu, og vita þó af huldum ó- notuðum kröftum, sem undireins mundi uppræta allan efa, ef þeir væru notaðir. Hér er sýnishorn af því, hvað það þýðir fyrir þjóðirnar að láti þessa krafta ónotaða Menn og konur, þér, sem nú berjist rnilli vonar og ótta, um mál- alok yðar, hversu sem þau nú kunna að fara, þá ætti þetta að verða yður hvöt til að liafa alla yð- ar krafta á reiðum höndum, þegar þér næst leggið út í orustu fyrir al- mennri velferð. FRJÁLSLEG STEFNU-SKRÁ. Jafnrétti ómögulegt undir uáoerandi samkeppnis fyrirkomulagi Susan B. Anthony biður Eliza- beth Cady Stanton að skrifa bréf um konur og stríð, og senda það á þing Jafnréttis-kvennfélagsins* í Rochester. Bréttð hljóðar svo: ,.Þú biður mig að skrifa þér bréf um ,konur og stríð.‘ Margar af þeirn konurn sem ég hef átt tal við eru sárar yflr því að meiga engann þSt.t taka í því livort segja skuli Spán- verjum stríð á hendur eða ei. Um allann fjölda af karlmönnum má. segja að eins sé ástatt. Hversvegna skyldum vér þá brjóta heilann urn þá liluti senr ei eru líklegir til að ske oftar en einusinni á heilurn manns- aldri, fremur en hina mörgu mikil- vægu, sem vér ætíð höfurn fyrir aug- unum? Hversvegna andvarpa vflr hörmungum stríðsins, meðan vér horfum á sorgarleika hversdags lífs- ins hér heima undir verndarvæng friðarins. Hinum blá klæddu pilt- um vorurn líður betur í herbúðun • um og á spítölunum þar sem hcorki skortir föt, fæði né aðhjúkrun, en piltum vorum í lörfunum sínum heima, ofþjökuðum af nárna greftri og annari erfiðri og illa launaðri vinnu; fanganum í sínum þrönga eyðilega klefa og fátæklingnum í hinum kalda þægindalausa kofa sem hann kallar lieimili sitt, þar sem fjölskyldan kemur saman á kvöld- in eftir 10 klt. vinnu til að toiða lé- lega og oft ónóga fæðu,og til að tala um framtíðarinnar vonleysis nryrk- ur. Ein af vinkonunr mínum kom einusinni á eitt af línhvítu verkstæði Nýja Englands þar sem naktir dreng- ir troða voðirnar í stórum keröldum frá morgni til kvölds knúðir af þörf- inni, en engum hvetjandi hljóðfæra- slætti né brennandi ættjarðarást. Lvfin sem höfð eru til að hvíta línið eru svo sterk að þau brenna hörund- ið nema það sé áður makað í olíu, og smámsaman eyðileggja þau brjóst.ið ogsjónina. Á Englandi eruþaðvélar senr vinna þetta verk; en hér, í landi Puritanna er manns líflð verðminna en vélarnar. Slíkum rangindum mega konur ekki hrevfa við eða taka upp á stefnu skrá sína. Um grimdarverk framin á Cuba má alstaðar tala að ósekju en um samvizkuleysi hinna ríku verkstæða eiganda í ríkinu Massa- chusetts má ekki ræða. Undir yfirstandandi samkeppn- is fyrirkomulagi er sífelt stríð. Hin praktisku gildandi nútíðar löghljóða á þessa leið: ,Hver.fvrir sig,‘ hinir sem aftur úr dargast líða hungurog dauða. Orðsending mín tii yðar í dag verður þá á þessa leið: Vér höf- um hærri og göfugri köllnn en þáað berjast fyrir jafnrétti kvenna aðeins. Yið lok þeirra 50 ára ;eni iiið bvíld-

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.