Freyja - 01.09.1898, Blaðsíða 8

Freyja - 01.09.1898, Blaðsíða 8
8 FREYJi, SEFTEMBER 1898. SELKIRK. Þá er hin stóra byg-g-ing þeirra fél. Oliver & Byron fullgjörð. Hún er að stærð: 90x26 fet að ummáli og tví loftuð (two story), að öllu mjög vönduð. Þann 27 þ.m- höldu þeir fél. reisugildi, í sinni nýju búð, buðu þeir þangað á dans [,ball‘] háttí 300 manns; stóð dansinn yfir 'rá kl. 8 e. m. til kl. 3. f. m. n. d. Dansinn var í fylsta rnáta siðlegur; enda var þar hvorki vín né tóbak,og andrúmsloft- ið því hreint og holt. Veitingar voru hinar beztu. í þessu gildi voru margir enskir, flöstir verzlunarmenn bæjarins,bæj- arstjórinn, bankast. lögmenn, og fl. en ekki sama fólkið sem stundum óvirðir samkomur vorar. Fyrir dansinum var inn alkunni snillingur I. Böðvarsson og tókst hon- um eins og vant er að halda áhorf- endunum hrifnum af fögrum og til- breytilegum dansi. Fyrir hljóðfæra- slættinum var Torn Douglas, hans hefur áður verið getið í Freyju. Þeir fél. eiga sérstakar þakkir skilið fyrirþenna dans sem var beint vináttumerki tilfólksins,og þess utan hafði svo mikla þjóðernislega þýð- ingu, því þarna gafst hinu enska fólki tækifæri að sjá sína jafnoka í allri siðfágaðri framkomu, og mun það eyða þeirri fyrirlitningu, sem Isl. eru í hjá enskum í þessum bæ. Freyja óskar þeim fél. til lukku með verzlun þeirraog vonar að land- inn hafi nógu mikið af þjóðernisstolti til að ganga ekki fram hjá dyrum þeirra þegar þar eru sömu vörur með sömu prísum og annarstaðar. Vér höfum orðið þess vör í Lögbergi að sumir hafa tekið að sér kafla úr greininni „Að vera eða að sýnast.“ Þó hún sé aðeins lauslegt yfirlit yfir ýmsa sameginlega galla mannfélagsins, þá er það einatt svo, að þó engum sé það persónulega eða prívatlega ætlað, þá snerta þannig lagaðar greinar ætíð einhverja að einhverju leyti; annars ættu þær ei heima milli himins og jarðar. En ó- meiddir eru þó allir af þeim ef þeir sjálfir kunna með að fara;því enginn tekur slíkt að sér nema hann eigi það að meiru eða minna leyti; og sé hann hygginn, mun hann skjótt sjá, að afsökunin festir dæmið við hann sem engum annars hefði komið til hugar að gjöra. Annars þykir oss fyrir að þetta fólk skyldi hafa ástæðu til að álíta svo nærri sér höggið. Framvegis fást ekki eftirfylgj- andi nr. af Freyju 1. 2. 3. 4. 5. því þau eru uppgengin, en nýjir kaup- endur og allir er ekki hafa fengið hana frá byrjun fá söguna ,Dora ThorneJ í premíu með einum árgangi Freyju. Sagan verður til, prentuð sér í bókar f )rmi um sama leyti og hún endar í blaðinu og kostar þá 35e Þeir sem vilja vera vissir um að ná í söguna, ættu að panta hana í tíma. Ymislegt, NOTKUN SÓLARHITANS. Það hefur verið ályktað, að hiti sólarinnar nægði til að verma 2,000, 000,000 hnetti á stærð við jörð vora. Ef hægt væri að höndla þenna hita, eða part af honum, mætti láta hann bera allar byrðar og vinna alt það verk sem eldingin hefur gjört síðan hún var fjötruð. Nú þegar hefur hann verið notaður til ýmsra hluta, svo sem prenta blöð, hreinsa salt, og til að brugga við öl og kaffi. Bandaríkja maður einn á Eng- landi hefur líka tekið enkaleyfi fyr r ýmsum sólarhitunar vélum. Lukkist manninum að ná sólarhitanum á sitt vald, eins og alt útlit er nú fyr- ir, er búist við að næsta tilraunin verði sú, hvernig hægt verði að höndla hann og geyma til notkunar þegar sólin ekki sést. Tedrykkja er orðin svo almenn í Indía og Tibit að fólkið selur alt, jafnvel börnin sín fyrir te. Að þurka og pressa blóm er bezt á þann hátt, að leggja þau blóm, sem eiga að pressast, ný á milli tveggja blaða af þerripappír, og draga svo volgt sléttunarjárn hægt fram og aft- ur yfir pappírinn þangað til blómin eru orðin þur. Á þenna hátt halda blómin sínum fagra náttúrlega lit. Setur á strástólum má hreinsa með því að væta ullarlepp í salmíakspíri- tus og nudda setuna með því. Kvennblaðið. Ný-Islendingar skyldu gá að auglýs ingu þeirra Rosen & Duggan þeir kaupa fyrir peninga útí hönd. Ilafðu ætíð hreina svuntu' þegar þú liengir þvott til þerris, svo hann óhreinkist ekki í meðferðinni. Þegar þú heyrir fréttir um náung- unn, þá mundu eftir að hafa hreint hjarta, svo munnur þinn saurgist ekki þá er þú segir þær aftur. Láttu þvottinn ekki berjast úti að óþörfu, því við það léttast vasar bóndans. Yitringurinn veit hvað mikið vant- ar á að hann viti alt sem hann ætti að vita,heimskinginn þykist alt vita. Langlítís skilyrði. Að sofa 8 klt. svefn. Að liggja jafnan á hægri hliðinni, þá er menn sofa. Að hafa ekki rúm sitt við vegg. Að hafa bæíilega líkamsæfingu á undan morgunverð. Að éta lítið og vel verkað kjöt. Það er ókurteysi að reykja eða tyggja tóbak á manna mótum; si sem það gjörir, vekur af sér hneyxli og eitrar loftið fyrir þeim sem í kring urn hann eru. STÓRMENNI HEIMSTN3. Bacon var framúrskarandi ágjarn. Gibbon varð svo gildur að hon- um pössuðu engin íöt; Cowper var geðveikur alla æfi. Spencer va r blá fátækur. Milton varðblindur á clliárum,og lifði við skort. Tasso var fítækur alla æfi, og varð brjálaður af basli sínu. Júlíus Cesar liafði slæman maga. Pelestrina var fátækur, og dó af skorti, Le Sage var kominn upp á hjál r sonar síns síðustu daga æfi sinnar. Pötur Mikli var hálfbrjálaður af heift og slarki mikinn part æfi- sinn- ar. S -lden var hneftur í varðhald fyr- ir að efa guðlegt vald konunganna. Mohammedvar limafalls sjúltur, og hugsjónir hans voru draumörar veiklaðrar sálar. Karla-Magnús hafði krabbame'n í öðrum fæti í mörg ár. Byron var ástsjúkur alla sina daga, og haltur í þokkabót. Sanctum Selections. ! )

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.