Freyja - 01.09.1898, Blaðsíða 2

Freyja - 01.09.1898, Blaðsíða 2
2 FEEYJA, SEPTEMBER 1898. Undir mimosa trjenu. (Framhald frá 7. númeri.) Glöð fieygði hún frá ser möttli hinna gömlu skoðana því að hann var allur götóttur orðinn. Tók hún svo af mitti sér heltið sem húnhafði borið svo lengi og þótt vænt um og ruku þá úr þvi maurarnir sem ský væri. Enhannmælti: „Taktu af fót- um þér skó ósjálfstæðisins.“ Og þarna stóð hún nakin að öðru en hinu hvíta líni sem hún var sveipuð. Og mælti hann þá: „Þessu máttu halda, þannig eru klæði þeirra á landi frelsisins, það léttir undir þig í vatninu því að það flýtur ein- lægt.“ Sá ég þá að á brjósti hennar var letrað á klæðin orðið ,,Sannleikur“ og var það hvítt. Hafði sólin sjald ■ an skinið á það, en hinn fatnaðurinn hafði byrgt það. Þá mælti hann: „Taktu staf þenna og geym hans vel, þegar þú missir hann úr hendi þinni muntu tínast. Sting honum niður fyrir framan þig og þuklaðu fyrir þér, þar sem þú flnnur ekki botn með stafnum, þar skaltu ekki fara.“ En hún mælti: „Eg er albúin; leyf mér að fara.“ En hann mælti: „Nei—bíddu við; hvað er þetta á brjósti þér?“ Hún þagði. Þá mælti hann: „Flettu af brjósti þér og lát mig sjá.“ Hún gjöi'ði það. Og- á brjósti hennar var þá sveinn einn lítill, er saug fastan brjóstið og lögðust gulu lokkarnir á enni honum fast upp að brjósti hennar, krepti hann knén og og hélt fast um brjóstið með hönd- um báðum. Þá mælti skynsemin: Hver er sveinn þessi, og hvað er hánn hér að gjöra?“ En hún svaraði: „Sjáðu væng ina litlu.“ „Láttu hann niður,“ sagði þá skynsemin En hún svaraði: „Hann er sof- andi, hann er að fá sér að drekka. Eg ætla að flytja hann með mér á land frelsisins. Hann er búinn að vera barn svo lengi; ég hef einlægt borið hann. A landi frelsisins verð- ur hann frelsisins maður; þar getum rið gengið saman og þar munu hin- ir miklu hvítu vængirhans skyggja yflr mér. nann hefur aðeins hvíslað að mér einu orði í eyðimörkinni og það er ,ást‘ Mig hefur drevmt það að á því landi gæti hann lært að segja orðið ,vinátta.‘ En skynsemin sagði: „Settu hann niður.“ Þá sagði hún: „Ég atla að bera hann svona á öðrum handleggnum, eu hinni hendinni styð ég mig við staíinn.“ En hann mælti: „Settu hann niður á jörðina, þegar þú ert komin út í elfuna, þá gleymir þú að bjarga þér en hugsar um hann einann. Legðu hann niður. Hann deýr ekki, þegar hann verður þess vísari að þú hefur skilið hann einan eftir, þá slær hann sundur vængjum sínum og flýgur á burtu. Hann verður kominn á land frelsisins á undan þér. Hin fyrsta hönd sem réii verður ofan af bakkanum til að hjálpa öllum sem koma yflr á land frelsisins, vcrður hönd ástarinnar, þá verður hann orð- inn maður fullorðinn en ekki barn; hann getur ekki þrifist á brjósti þér. Settu hann niður svo hann geti vax- ið. “ Þá tók hún brjóstið úr munn sveinsins, en hann beit hana svo blóðið féll til jarðar. En hún lagði hann niður á jörðina og huldi sárið, beygði sig niður og strauk vængi lians. Sá ég þá að hárið á höfði henn- ar var hvítt sem snjór og hún sjálf gömul orðin. Nam hún þástaðar langtí burtu á bakka fljótsins og mælti: „Hví er ég að fara til lands þessa sem enginn hefur áður getað komist til? Ó ég er ein, ég er svo alein.“ En öldungurinn, skynsemin sagði við hana: „Þev, þey, hvað heyrir þú?“ Hún hlustaði eftir og sagði: „Ég heyri fótatak, þúsund sinnum tíu þúsunda, og þúsund sinnurn þúsunda og það stefnir hingað.11 Ilann mælti: „Það er fótatak þeirra, sem áeftir þör fara. Gakk þú í fararbroddi, gjörðu slóð ofan að fljótinu. Þar sem þú stendur nú, mun jörðin troðin verða af tíu þúsund sinnum þúsund fótum.“ Og svo mælti hann enn fremur: “Hefur þú séð hvernig engispretturnar fara yfír vatnsfall? Fyrst kejnur ein ofan að vatninu og leggur út í og sogast burtu, svo kemur önnur og‘ hin þriðja og fjórða og haugast þær hver ofan á aðra og myndastþar af brygg- ja sem hinar fara á yfir um.“ En hún mælti: „Þær sem fvrst- ar fara sópast allar burtu og enginn veit neitt um þær framar. Lík þeirra verða ekki einu sinni til gagns.“ „Þær sópast burtu,“ tók hann upp eftir henni, „og enginn veit um þær framar,—og hvað svo meira?“ „Og hvað svo meira?—“ sagði hún: „Þær gjöra stíg ofanað fljótinu.11 ,-Þær gjöra stíg ofan að fljótinu“ svaraði hún. „En hver fer þá yflrá brú þeirri sem vér byggjum mcð líkum vorum?“ „Alt mannkynið“ svaraði hann. Þi greip konan staflnn í hönd sér og ög sá hanaganga ofan að fljóf inu myrka. Ég vaknaði, og um mig lék kvöldskíman. En sólinvarað hníga og lýsti upp fingurnar á mjólkur- hvítum greinunum; en hestur minn stóð þar hjá og var að kroppa, Ég snöri mér oghorfði á maurana hlaupa þúsundum saman í rauðum sand - inum. Ég hélt það væri réttast fyrir mig að lialda áfram, kvöhlið var orð- ið svalara, En þá seig á mig svefn- þungi aftur, ég hallaði höfðinu á bak aftur og sofnaði snöggvast. Mig dreymdi draum einn aftur. Eg þóttist sjá land eitt og á hæðun- um gengu fríðar konur og hraustleg- ir karlmenn og leiddust hönd við hönd. Horfðu hvort í augu annars og sýndust als óhrædd. Þar sá ég konur leiðast hönd í hönd. Sagði ég þi við þann sem lijá mér var; „Hvaða staður er þetta?“ „Það er himnaríki,“ mælti liann „Hvar er það?“ mælti é°\ „A jörðunni,“ svaraði hann. „Hvenær munu hlutir þessir ske?“ spurði ég. „í komandi tíð,“ svaraði hann. Eg vaknaði og var sól að setj- ast en sendi hina seinustu geisla sína á hæðirnar í kring og alt var orðið svo notalega svalt, en mennirnir voru hægt og hægt að hypja sig til heimkynna sinna. Gekk ég þá að hesti mínum sem var þar spakur á beit. Sólin seig niður að baki liæð-

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.