Freyja - 01.12.1898, Blaðsíða 3

Freyja - 01.12.1898, Blaðsíða 3
FRLYJA, DECEMBER 18D8. Jft; og- þess vegna langar hann til að reyna annað líf, ætli honum líki þar t.etui? En hvað menn geta verið vanþakklfttir. Hann, er ríkur, gáfaður, menntaður, — og eiga þar á ofan jafn yndislega frændstfdku eins og þú ert, ungfiú Silver,1 -~uin leið setti hann hana á kné sér. ,En ef honum skyld i nú misheppnast í f jórða sinn? Við verðum að koma í veg fyrir þennann sorgarleik,1 sagði hann, og var hugsi. ,Hvernig getum við það?‘ ,Reyndur herforingi segir ekki undirmönnum sínum leyndarmál sín,‘ sagði Guy drembilega. ,En vertu róleg mín kæra Elizabeth, nema þinn æruverði frændi stytti sér aldur fyrir kl.lt' á morgun, skal hann hreint ekki gjöra það á óleyfi- legann hátt, og vertu nú sæl.‘ Hann stökk út, og lét hana eina eftir til að ráða gátuna sem hezt liún gæti, eða þá biða þangað til tím- inn réði hana. En hún hafði þá trú, að það sein Guy ekki tækist að gjöra væri ekki ómaksins vert að reyna. Næsta morgun neytti hr. Madox morgunverðar með svo þungbúnum svip og fölu yfirbragði, að ætla mætti að hann þá þegar hefði átt fe. lag við hina dauðu. Þegar liann stóð upp, sagði hann við frænku sína í mjög viðkvæmum róm. ,Eg er nú að yíirgefa. þig og binda enda á sorgarsögu mína. Eg vona að 'þú takir þér ekki skilnaðinn til hjarta.* .0, gjörðu það ekki,‘ sagði Lizzie grátandi, og lagði hendurnar um hábinn á frænda sínum. ,Ekkert getur aftrað mér frá að fullnasgja þessari fyrirætlan minni, en þér skal þó ekki kastað á nftðar- arma heimsins. A þessum tímum sem ég á eftir ólifaða, sem ég erfðaskrá mina og ég skal ekki gleyma þér. Vertu sæl barnið mitt, vertu sæl.‘ Eftir að hafa iaðmað frænku sína, með áfergju, hljóp hann burt og lok- aði sig inni í skrifstofu sinni. ,K1. 8 nógur tíini til að ljúka öllum störf- um; jæa, ég skal þá byrja á erfða- skránni,1 sagði madox við sjálfan sig. ,K1. 11, erfðaskráin búin, öllu er lokið. 0 hvað tíminn er langur og þreytandi. Hvernig á ég að eyða þessum síðasta tímaæfi rninnar? því ég er staðráðinn í að deyja ekki fyr enn kl. 12, og------ Þá var barið fremur hranalega. ,Farðu burt! þúgetur ekki k)m- ið inn!‘ grenjaði Madox. ,Eg er þér ekki samdóma herra minn. Eg get og skal koma inn; opnir þú ekki, skal ég gjöra það sjálfur,* sagði sá er úti var. Madox stóð seinlega upp, og opn- aði dyrnar fjúkandi vondur. Gestur- inn—sem var enginn annar enGuy, sem bar alllangann stokk undir höndinni, lcom inn; lagði hann á borðið, og sett st ofur rólega gengt húsráðanda, og starði á hann eins og vitfirringur. ,Nú, livað viltu? Sérðu ekki að ög hef engann tíma til að slæpast með þé: ?’ spurðl Madox. Jú, ég sé það og veit hvað þú ætl- ar að gjöra.; láttu þér nú samt ekki detta í hug að ég ætli að hindra fyr- irætlun þína.. Mig langar aðeins til að spyrja þig nokkura spurninga áð- ur enn þú ferð inn í andanna heim. Hefnr þú séð fyrir hag frænku þinn- ar?‘ ,Hvern fj....... varðar þig um það?‘ ,Eg ætla að giftast henni, svo liennar velferð er mín velferð.* ,Þá er séð fyrir því og það vel.‘ ,Þakka þér fyrir það, en hvar er erfðaskráin?' ,Hérna,‘ sagði Madox og lagði flata höndina ylir pappírana. ,A ég ekki að geyma hana?‘ ,Þú, oghversvegna?* ,Hún kann að tapast? .0, ég get geymt hana sjálfur,1 svaraði karl kuldalega. ,Skildu þá minnisblað eftir áborð inu, það getur sparað talsverða fyr- irhöfn og vafninga.1 ,Earðu út og til ands.......‘ ,A, ég sé að þú ert í hasti að byrja; jæa, ég skal ekki tefja þig lengi, en ég hef hérna nokkuð sem mig lang ar til að sýna þér.‘ ,0g hvað skyldi það vera?‘ ,Ungfrú Silver hefur sagt mér að þú haíir reynt á ýmsan hátt að stytta þér eymdarstundir án þessað ná til- ganginum. Hérna er ofurlítið verk- færi sem þér kann að geðjast að,‘ og Guy sýndi honuin hlut sem hann tók upp úr stokknum sínum. ,Nei, hvað er nú þettað?1 spurði karl forvitnislega. ,Þetta áttu að láta um hftlsinn á þér eins og kraga; svo slærðu með vinstri hendinni hérna, og þá rekst afarbeittur oddur í lífæðina og alveg gegnum hálsinn á þér.‘ ,En þettað dræpi mig,‘ sagði Ma- dox og starði forviða á morðvopnið. Jú auðvitað; en er það ekki það sem þú ætlar að gjöra. Sjáðu nú til, hérna er nú annað; þettað er Niiro Glycerine; þú lætur það upp í þigmilli tannanna, skellir þeim svo saman, og burt flýgur liöfuðið í þús- und inoluin/ ,Guð almáttugur! þettaer voðaleg hugmyndJ ,Ekki svo mjög Það er Ijómandi tilbúningur; ég er talsvert stollur af honum. Listamannlegt sjálfsmorð. Sjáðunútil, hver heimskingi getur getur skotið sig og myrt sig á eitri, en til þess að drepa sigá vísindaleg- an hátt, þarf talsverða kunnftttu. Þarna hefur þú það, og ég er viss um að þú lýkur lofsorði á uppfyndingar mínar. Eg vildi að þú gætir notað þær allar, n.l. skorið, hengt þig og skotið, allt í senn.‘ ,Hvað,‘ grenjaði Madox, Jieldur þú að ég sé vitlaus? Heldur þú aðég ætli að nota nokkuð af þínum helv. morðtólum? Farðu! snáfaðu burt fanturinn þinn, eða ég þeyti þör út um gluggan og.------- —,En ég hef margt fleira að sýna þér,‘ greip Guy fram í; ,og mig langar til að þú reynir eins margt ^ig mögulegt er, hérna-----‘ ,Farðu! farðu til fjandans!1 grenj- aði Madox og tvihenti að lionum skörunginn. ,Bíddu ögn; nei, ég er að fara. Ég ætla að skilja stokkinn eftir; skrif- aðu á blað hvort af þessum verk- færum þör líkar bezt, því líklega verður ekkert eftir af þér til að segja frá tíðindum.'— Allar tilraunir til frekari útskýringar urðu árangurs- lausar, því Madox þreif Guy og kast- aði honum fram í fordyrið og skelti svo hurðinni í lás. ,Hvernig gengur það?‘ spurði Lizzie áhyggjulega þegar hún sá Guv. ,Ég heldöllu sé óliætt; hafðu mið- dagsverð til handa karli þegar hann kemur/ sagði Guy glettulega og stökk svo út. En karl kom ofan, át frfsklega af öllu sem fram var borið, að því búnu sagði hann: ,Lizzie, hefurðu nokkurntíma séð helv.... asna, aula og vitflrring?1 ,Nei, ekki svo ég viti.‘ ,Líttu á mig, og þá sér þú einn,‘ sagði karl gremjulega ogfór svoút. Cyrus Madox lifir við góða heilsu þegar saga þessi er skráð, og mikill vin Guy Ohewers og konu hans El- izabeth. //ann hefir líklega fyrirgeí- ið vísindamanninum þegar það varð uppvíst, að Nitro Glycerine kúlan hafði ekkert skaðlegra að geyma en matarsalt; og allar hinan helv.... uppfyndingarnar vorulíkseðlis. En Guy segir að fólk eigi að drepa sig á vísindalegan hátt ef það gjöri það á annað borð. (Pioxeer Express.)

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.