Freyja - 01.12.1898, Blaðsíða 5

Freyja - 01.12.1898, Blaðsíða 5
átkoœðisrétturinn g'æti í ficitiim t:l- fellum gjöi't. Engurn hefur komið til hugar að kalla ljósmóðurstörf óheiðarleg, né þær konur óheiðarlegar er hafa þau ii hendi; ekki heldur eru laun fyrir slíka vinnu illa þegin af fjöl- skyldum þeiria, né heldur eru börn þeirra almennt ver uppalin en ann- a.ra, og þó hafa þau störf ótakmark- aða fjarveru þeirra í íör með sér. Af öllum stórsyndum þessara tíma, er engin tiifinnanlegri en hin pólitíska roti.unarsýki, sem allflest- ir kannast við gegnum mútur, svik- ín stjórnarloforð meö fl. og fl. Af hverju skyldi þetta vera? Hér er þó sannarlega ekki kvennfólkinu um að kenna. Hinn átakaniegi sannleikur er sá: Eins og Spartar forðum, tóku drengina frá móðurhnjánum og ólu þá upþ á ríkisins kostnað, í ríkisins þarfir: þannig taka karlmenn þess- aratíma sonu sina frá knjíimmæðra sinna, og kenna þeim stjórnarfar landsins. En liið spartverska dreng- ivndi á ekki heima hjá hinum póli tísku kennurum þessara tíma, og þessvegna þróast þessi pólitíska rotnunarsýki. A þessa námsgiein hefur konan lítil eða engin áhrif, af því að hún hefur aldrei lært hana. Og þó á konan—móðirin að leggja grundvöllinn undir lífsstarf barns- ins. Sá setn ætlar sér að kenna skóla, verður að taka próf í öllum þeim námsgreinum sem hann á að kenna, og st md'ist það próf, ella fær hann ekki að kenna, að ninnsta kosti ekki nema vissann tíma. En móðirin áað vera aðstoðarkennari og ráðanaut- ur barnsins; á að búa það undir skóla lífsins, stríðsins og starfsem- innar; og þómáhúnekki sjálf'kunna þau höfuðatriði sem nauðsynleg eru til þess að leggja þennann grund- völl réttílega. Hvílík mótsögn, hví- lík fáviska! Öll sönn mikilmeuni hafa við- urkennt á öllum tímum, og munu gjöra það framvegis, að þeir eigi mikilmennsku sfna, og umfram allt mannkosti, mæðrum sínum að þalcka eins mikið, og í mörgum tilfellum meir en feðrunum, það eru aðeins smámennin sem þurfa að troða á hæíileikum mæðra, svstra og eigin- FREYJA, DECEMBER 1898. kvenna sinna, til þess að geta hald- ið sínu. Yelferð og menning þjóðauna, byggist á þvi að móðirin viti sjálf öll þau grundvallar atriði sem henni er ætlað að kenna tarriinu, ekki sem dauðann bókstaf, heldur af eig in reynzlu; svo að hún sjálf hafi brennandi áhuga samfara fullkom- inni þekkingu á ollu sem synir hennar og dætur eiga að læra til- þess að verða sannir menn og sann- ar konur; uppbyggileg fyrir hið borgaralega félag sem þau lifa og starfa í. Bókafregn. Að dœma hart, það er harla létt- en liitt er örðugra’ að dœina rétt. —J. O. VALIÐ.—Ný skáldsaga eftir Snæ Snæland. Þegar vér lásum þessa sögu, fundum vér skjótt að hún var ,íslenzk‘ n.l. lyndiseinkunnir sögu- persónanna. Þær efu sumar fagrar, sumar lélegar, eins oggengur. Frið- geir er merkur, staðfastur og vand- aður maður. Nokkrum kann að finnast að hann sé daufur í ástamálum; en einmitt það ætl- um vér íslenzkan sérkennileika. Friðg. er móttækilegur og sívak- andi fyrir hinu fagra, sanna og góða. Skylduræknin er honum leiðar- stjarna; fyrir henni komst eigingirni ekki að. Vér ætlum að af slíkum karakter inegi mikið gott læra. Laufey er afbragðs stúlka; hún er ástrík, stíflynd,' trygg og nokkuð þunglýncL Samt hefur hún sálarþrek til að neita Sigga á Mel og séra H. og til að standast sameinaðar árásis móður sinnar og Þuríðar er þær vildu gifta hana Todda. Hún gat liætt við að fyrirfara sér, og það sem meira er—svo gott sem beðið Friðgeirs. Margir segja að það sé ekki íslenzkt. Má vera; en ekki hefði Guðrún Ósví'ursdó'tir látið sér það fyrir brjósti brenna. Laufey hafði ástar liita hennar, en ekki heift. Snætríður er ágæt persóna. Vér í’slendingar þurfum að auðga oss af göfuglyndi- Sú dygð ætlum vér að framar hafi verið eign hinna gömlu forfeðra vorra, en samtíðarmanna* Snæfríður hefur mjúklyndi Helgu fögru. Karakter hennar hlýtur að hafa bætandi áhrif á alla sem ei eru blindir af sjálfsáliti. Það,að fieiru fólki bregður fyrir í veizlunni á H. en síðar kemur fram í sögunni, sjáum vér eigiað sé neinn ókostur. Margir voru boðsgestir í veislu G. Höllusonar, og er j. Thor- oddsen það ei til foráttu fundið. Skáldið er sjálfrátt hvernig það lætur atvikin berast, hvernig það býr hugmyndirnar, aðeins að það gjöri þær náttúrlegar. Það er engin sönnun fyrir því að lýsing skáldsins sé skökk á einu eða öðru, þó einhverj- um sérvitring (og þó ekki væri sér- vitringur) kynni að sýnast öðruvísi. Ritdómarinn hefur aðeins rétt til að figna að því sem er óeðlilegt, þjóð- ernislega rangt, inUfræðislega rangt, fagurfræðislega rangt og hugsan- fræðislega rangt. Vér gætum sagt sem svo, að oss þætti skorta andans fjör, sérkennileika, eða eitthvað þ.h. En málið álítum vér yfirleitt gott. Þóætlum vér það lieidurólíklegt að málæðiskonur til sveita þekktu orðið ,pestilenzía.‘ Móðir og dóttir koma fram í röngum föllum nokkrum sinnum, og slcoðum vér það prent- villur; enda ber nokkuð á þeim hér og þar gegnum bókina. Vér ætlum að saga þessi sé nokkuð sönn lýsing á daglega líflnu; engri persónu oflýst, og allar hajda þær sérkennileika sínum tíl enda. Sveita slúður, nágrannakritur er aldrei gjört of hlægilegt, nö hroki lélegra embæ tismanna of fyrirlitlegur. Lý.-- ingin á lyndiseinkunnum sumra per- sónanna eru mjög fagrar, og seínasti kapitulinn er svo fagur, að hann meir en bætir fyrir gallana, sem kunna að vera á ritinu. Áfram Snær Snæland.og allir and- ans menn og konur. Vinnið yður minningu, sem sé þess virði að verða yðar bautasteinn. Og virðið að vettugi vind þeira er vilja fót- umtroða sérhvert vaxandi smáblóm leikmannsins. LÝSING.—Hið nýja kvrkjurit Unitara, gefið út af séra M.J.Skafta- syni. Lýsing er einörð, fróðlegogefni margbreytt. Það er reglulegur bók- mennta keimur að henni; málið er náttúrlega gott, en margir kunna miður við hina nýju réttritun; sem útskúfar ,y‘ og ,z‘. Líklega venst fólk bráðlega við þessa breytingu. Vér óskum Lýsinguuni til lukku, að hún lýsi upp hinn hálf- rökkva trúarheim fjöldans, innleiði ljós og sannleik, meiri mannúð og fegurri trú. STJARNAN.—Ársrit með alman- aki um verkleg málefni, eftir S. B. Jónsson. Hún er stærri en í tyrra, betur prentuð, pappírinn betri; er allfróðleg og nytsöm í mörgum til- fellum, er gott tíu centa virði, og ætti að vera á hvers manns beimili.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.