Freyja - 01.12.1898, Blaðsíða 4

Freyja - 01.12.1898, Blaðsíða 4
4 FLEYJA, DECEMBER 1898. PRE'SJJ. íslenzkt kvennblað geflð út af Mrs. M. J. Benedictsson Selkirk Man. Kemur út einusinni í mánuði og kostar: um árið..................$ 1,00, um 6 mánuði..............$ 0,50, :im 3 mánuði..............$0,25. Borgist fyrirfram. Auglýsinga verð: þumlungur í ein- földum dálki 25 c. á stærri auglýs- ingum afsláttur eftir stærð og tíma- lengd. lívenær sem kaupandi skiftir um . bústað er hann beðinn að láta oss vita það. Allar peninga-sendingar eða «,nn- að, sem ekki snertir ritstjórn aðeins, sendist til Freyju. Utanáskrift til blaðsins er: Freyja Selkirk P. 0. Man. Canada. * Ritstjóri (Editor). Mrs. M. J. Benedictsson. Jafnrjetti. „Þá cerða þœr að fara i sJfurðina.“ ,,Hoer á að gœta ludrn- ilisins, meðan þœr eru að fáit við kosn- ingar?“ „Hver á að uppfrœða börnin og gœta þeirra?“ meðfl. Það er eins og mörgum sé of'vaxið að skilja þýðingu orðsins jafnrét,ti;‘ það lýsir sér svo oft í of- angreindum setningum, sem eru vanalega sterkust.u punktar mot- stöðumanna jafnröttisins. Orðið jjanfrétti1 innibindur eðli- lega rétt einstaklingsins til að velja sér atvinnu, ekki síður en atkvæðis- réttinn. En alls ekki það, -að bónd- inn skipi konunni að „fara í • skurðina,“ eða konan bóndanum að gjöra grautinn eða gæta ungbarns- ins. Allt slíkt verður að vera kom- ið undir samkomulagi, annars er það ekki jafnrétti. En það er eins og karlm. (óvinum jafnréttisins) skiljist það á þann hátt. Fái nú konan þegn- rétt, þá hafi liann rétt til að senda hana í skurðina; með öðrum orðum. Ilonum er ómögulegt að liugsa sér konnna undanþegna valdboði karl- mannsins; hann hefur vanist því svo afarlengi—næstum frá ómunatíð, að skipa henni. Það verður liklega álíka iangt þangað til að konan sækist eftir að fara í skurðina og hefur líkamsþrek til þess; eins ogþangað til karlmenn sækjasteftir að gæta brjóstmilkings- ins, eða eru hæflr til þess. Að þessu leyti verður konan ætíð kona, og bóndinn ætíð bóndi, það eróraskan- legt náttúru lögmál. Þau dæmin, að k man vinni fvrir f jölskyldunni, eru eins mörg og hin, að böndinn gæti hvftvoðungsins og gjöri húsvérkin; þeim sem þekkja þannig löguð dæmi, er og kunnugt um það, hvort hjón- anna ieysir þá starf . sitt, betur af hendi I flestum tilfellum vinnnr kon- an erflðisvinnu sem er ver launuð en erfiðisvinna sú er karlm. alment vinna, og vinnur því fyrir minni peningum en hann, þegar h;.nn vinnur, en svo eru líka húsverkin í flestum tilfellum óunnin þegar hún kemur heim—án þess að nefna barna gæzluna. Hvað er svo grætt við þessi vinnuskifti? Auðvitað ekkert. Slík vinnuskifti koma til af þrennu; annaðhvort hefur bóndinn ekki vinnu, getur ekki unnið eða nennir ekki að vinna, og er þá konan neydd til að vinna sjálf, hafi hún heilsu og sómatilfinningu til að bjarga sér, og gjörir það þá ineð ánægju,að minnsta kosti í tveim hinum fyrnefndu t.ii- fellum; slík tilfelli þekkja menn, og þau ekki svo fá. En lögin taka ekki tillit til þess þó konan vinni fyrir fjölskyldunni sé það fyrir atvinnu- skort eða letí. Alögurnar eru jafnar, og bóndinn borgar skattinn af vinnu- launum konunnar, og greiðir svo at- kvæði sitt sem sjálfsteeður fjölskyld- ufaðir, og heiðarlegur borgari, á móti ,jafnrétti,‘ en konan er skoðuð ómagi—að minnsta kosti eign hans, og áhrifalaus meðlimur mannfélags- ins, hverra skyldur og skatta lögin knýja hana til að bera, hvort heldur sem eiginkona undir nefndum kring- umstæðum, eða hún á fasteignir og skattgilt lausafé; gagnvart hverju hún hlýtur að bera fullkomna á- byrgð af verkum sínum; en stjórnin er ábyrgðarlaus gagnvart konunni að því er snertir meðferð á fé henn- ar, (n.l. því íé er hún greiðir í ríkis þarflr.) og kúgar hana til að hlýða þeim lögum er hún aldrei samþykk- ir. Það er ,skattgjald án þegn- röttar (taxation without represent- ation). Þet.ta skattgjald var orsök í frelsisstríði Bandamanna; það stríð hefur verið réttmætt og heiðarlegt kallað. En þegar barist er með andans sverði, al sömu ástæð- um fyrir' hönd konunnar, þi er það stríð ekki kallað réttmættað minnsta kosti óþarft og óeðlilegt. VINNUSKIFTIN. Mundi þeim éiginmánnl sem heilsuleysis- eða leti veg.na ekki gæti unnið fyrir fjö.l— skyldu sinni, þykja miður að konan sín ynni fyrir sér. og hyski sínu í stjórnarsæti, ef að hún á þann hátt aflaði meiri peninga, en með því að ganga í þvott, eða ..faraí skurðina?“ Nei, alls ekki, það er fýrst þegar konan er keppinautur karlmannsins, að hann klagar og kveinar, oglerst af öllum kröftum móti henni, móti því að hún komistþangað sem hann vill sjálfur út af lifinu komast. Al- veg eins og karlmenn í fyrndinni börðust móti öllum andlegum þroska og framförum kvenna yfir höfuð; og það sorglegasta er, að konumar sjálfar berjast móti því í stórhópum. IILIMILIÐ. ,,Hver á að gæta heimiliins þegar konan fer á þing?“ Hver gætir heimilisins þegar bónd- inn fer á þing, utan hússað minnsta kosti? Einhver sem hann trúir fyrir því. Hver gætir héimilísins þegar konan er vikum og mánuðum sam- an í heimboði hjá vinnm og vanda- mönnum sínum?. Einhver sem liún trúir fvrir því; þannig er sú gáta ráðin. Það á sör óefað mjög langt I I.iud, að fle.ri konur skipi stjórnar- sæti, en hinar sem sækja heimboð til vina og ættingja, eða hafa gjört það á liðnnrn tímum, og þó hefur heimurinn ekki farið forgörðum fyrir það. Hvaða spillandi áhrif hafa laga og lækna störf kvennahaft í för með sér? Engum af öllum raótmælöndum jafnrértisins hefur enn komið; tii hugar að sína þau, og má þó nærri geta, að slíkt væri ekki undir mæli- ker sett; þó mun engum koma til hugar að neita því,að slík störf taka konuna meira fiá heimilinu en

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.