Freyja - 01.12.1898, Blaðsíða 6

Freyja - 01.12.1898, Blaðsíða 6
F- EYJA, NOVEMBEE 1838. 0 DORA THORNE eflir BERTHA M. CLAY. O'rarnhdkl frá síðaata númeri)' en þá vissi ég ekki hversu ljót.t það var 02 þess ve»na hefði hann mátt fyrir- gefa mér. Og þá kvad hann sig yðra þess sárt ao hann hefði kvongast mér. ,Það voru hörð orð.‘ ,Já hörð, þau síerðu hjarta mitt bana síri, og breyttu deginum í nótt; og þá hætti ég að lifa.‘ ,Getur þú þá aldrei gleymt né fyrir- gefið'?1 ,Nei aldrei, þau brendu sig inn í hjarta mitt og tilfinningar. Viðtvö get- um aldrei framar veriðsaman/ ,Ég er þrotin; má vera að einhver sterkari rödd kalli síðar - rödd sem þú hlýtur að hlíða.1 Þá varð djúp þögn. Lady Helen voa- aði að geta sætt þau, svo þessi von- brysði hryggðu hana. ,Eigum við þá ekki að segja þeim systrum frá því sem fyrir þeim liggur'?1 spurði Lady Helen. ,Jú,faðir þeirra hefur tilkall tilþeirra, og ég beygi mig undir þann rétt, reynd- ar býst ég ekki við að bann unni þeim, af því að þær eru mínar dætur; engu að síður trúi ég ykkur báðum fyrir þeim. Æska þeirra, hið göfgasta og bezta af manns æfinni til heyrði mér og því má ég nú ekki mögla þó þær fari. En þó skal égbiðjaþig einnar bænar og hún er sú, að börnin mín heyri aldrei neitt misjafnt um mig.‘ .Lítið þekkir þú mig ef þú ætlar mér slíkt. En þú vilt þá heldur skilja við börn þin, en koma raeð þeim?‘ ,Já, miklu heldur; Ég veit þú lofar þeim að sjá mig við og við; «n við þess um skilnaði hef ég lengi búist og er fús til að sættamig við hann.‘ ,En Dora mín góð, hefnrðu virkilega útreiknað hvað þessi skilnaður muni kosta þig?' ,Já, og vil það þúsund8innum heldur en lifa með föður þeirra.* ,Þá skulu þær systnr fara strax heim með mér og taka þá stöðn sem þær eru til bornar. Mrs Vivian skal fara með þeim; en ekki skuln þær gefa sig við félagslifinu fvr en faðir þeirra kemur; getur hann þá hagað því sem hann vill. Nú bjuggu þær sig að heiman, og hjálpaði Dora þeim, en fyrst neituðtt þær að yfirgefa móður sína, ennrðu þó að sætta sig við það. Dora stóð sig vel þangað til þær voru farnar, en þá grét liún sárt og lengi. XX, Kap. Lady Éarle leiddi sonardætur sínar heim, og þjónustufólkið skipaði sér í raðir til beggjv hliða og fagnaði þeim. Þessi óvænta prakt hafði misjöfn áhrif á þær systur, Lillian fölnaði upp og varð óstyrk, og augu hennar fyltusttár- um; en Beatrice óx að sama skapi og sjórdeildarhringnr hennar óx, og kring umstæðurnar rýmkuðust. Hún teygði ó- sjálfrátt úr sér, augun tindruðu, og roði fiaug um kinnar hennar. Engin feimni eða undrun sygraði hana, hvin var vaxin yfir alla dýrðina, og auðlegðina. í marga daga gjörði Lady Helen ekkert annað en sýna þeim staðinn. Einu sinni þegar þær voru í mynda salnum og stóðu augliti til anglitis við mynd Lady Helenar sagði Beatrice. Hér eru myndir af allri ættinni nema mömmu og þó er hún eins yndisleg og nokkur hinnH.1 ,Hún kemur bráðum, þegarfaðir ykkar kemur heim sér hann um það sem annað.‘ ,Við eigum bróður. Hver mfir þá föður minn?' ,Næsti ættingi, Lionel Dacra stendnr næstur, hann erfir titil og land,‘ sagði Lady Earle, og andvarpaði djúft; lengi liafði hana langað til að fóstra og blessa sonarson sinn, erfingjann að Earlescourt en auðnaðist það ekki. Lilliatt þótti skemtilegast í garðinum þar sem hver laut var full af angandi blómum og buskum, og hver hæð þakin himinháum trjám; og vatnið spegiltært, sem blómgresið vaggaði sér í, umkringt á allar hliðar af pílviðar buskum sem köstuðu skuggiim sínum á hið kyrláta yfirborð þess. Meðan þær stóðu á bakk- anum og horfðu niður í djúpið, kom hrollur í Beatrice svo hún snöri sér und- an og sagði: ,Mér leiðist vatnið. ekkert þreytti mig í Knutsford eins og hið breiða brúsandi haf; ég held að ég sé fædd með viðbjóði við því .* Langir tímar liðu áður en þær voru kunnugar öllu á Earlescourt. I vestur- parti hallarinnar var þeimsvstrum feng- iðherbergi. í næstu stofu var Vivian, skyldi hún halda áfram áð segja þeim til nokkratíma á hverjum degi. Þær systur skyldu haldasig sem mest heima og ekki gefa sig við utan lreim lis fólki, nema nokkrum elstu og vildustu vinum ættarinnar. Þessi umskifti vorn þeim sjstrum mjög kær. Lady Helen hafði gaman af að heyra Baetrice lýsa heimil- islífinu á Elms. ,Hér er ég ávalt heima sagði hún;‘ ,en þar kveið ég fyrir hverj um morgni— fyrir að beyra mrsThorne spyrja eftir kúnum sínum; að heyra þytinn í laufi trjánna; aumingja mamma ekkert skil ég í henni, að lmn skuli geta unað.sér þar.‘ Þegar fram liðu stundir fundu þær systur sjálfar ósamkvæmið í afstöð- unni milli foreldra sinna; áaðra lilið var Earles œttin, ein göfgasta, ríkasta og elsta ætt á Englandi; á liina, fátækt bændafólk, Þeim fansteitthvert óbrúað haf, hljóta að vera staðfest milli þeirra foreldra sinna; og svo hæitu þær smám- samaii að minnast æskustöðva sinna. Meðal gestanna sem fyrst heimsóttu þær systur að Earlescourt. voru þau Sir Harry og Lady Laurencefrá Holtham Lady Charteris kom frá Greenoke, og dáðist hún eii s og allir aðrir að fegurð og siðprýði þeirra Earlescourt systra, en jafnau var þó Beatrice afhaldið. Einusinni sagði Lady Helen þe'm að þangað væri von á gesti sem henni væri sérlega kærkominn. Gestur þessi var Valentine sem nú var giftprince Burg- ozi og nú í fjórðasinni heimsótti með honum ættingjasína og vini á Englandi. Þegar Valentine sá þær systur, fagnaði hún þeim með innilegri blíðu, og þær biru djúpa lotningu fyrir hinni tignu konu, hverrar örlaga þráður var snúinn utanum æfiþiáð þeirra eu þó án þeirrar vitnndar. .Ég þekkti móður ykkar endur fyrir löngn, og hampaði ykkur oft þegar for- eldrar ykkar bjuggu í litla snotra hús- inu á bökknm Arno árii nar. Hefur móðir ykkar aldrei ininst á niigí* Nei, hún bafði aldrei gjört það. Og Beatrice skildi ekki hvernig búu hetdi farið aðgleyma slíkri konn. Vikan leið sem ljúfur draumur. Bea- trice nálega tilbað Valentine, Hún var eins og konurnar sem hana hafð dreymt og lesið um í skáldsögunum; hún var hugsjónadís hennar. Þegar Princinn og kona hans fóru, varð lady Earle að lufa því aö þær syst- ur skyldu heimsækja þau í Florence. Italía er land drauma þiana BeatriceJ sagði Valentine. ,Þar skaltu sjá fjör og fegurð, svo þig fýsi ei aftur heim til kalda þokuríka Englands.* Þessi heim- sókn skyldi eiga sér stað eins fljótt og hægt væri að koma því við eftir heim- komn Ronalds. ,Ég má til aðskrifa mömmu um þessa yndislegu konu. Hvers vegna skyldi húu ekki hafa sagt okkur frá henni'? sagði Beatrioe. Lady Earle þorði ekki að hindra gang bréfsins enda þó hún vissi liversu óvel- kominn gestur það yrði. Dora las það í einveru sinni sinni og sorg; sérhvert orð stakk hjarta hennarsem háibeiltur hnífur, og að endingu reif hún það í þúsund agnir og lienti þeim í eldinn. ,Hún stal hjarta mannsins míns, og nú ætlar húu að stela hjörtum barn- anna minna/ sagði hún. og afbrýðis- semin logaði á ný í hjarta hennar. Nú er þó Valentine gift, svo þó að hún tældi Ronald frá henni, náði það ekki lengra, þau h efðu ekki tekið samau.1 Þannig hugsaði Dora. Beatrice furðaði þó enn meira á hinu kalda svari móður sinnar. ,Hún hafði ekki minst á Princess Burgozi af þeirri ástæðu að liún viidi ekki muna eftir henui. Fimmtán má'mðum síðar kom bréffrá

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.