Freyja - 01.01.1899, Qupperneq 3
FEEYJA, JANÚAR 1899.
hann var aS tala við ókunnugann
mann og talaði stillt og gætilega;
það var eins og Jpegar svartir ský-
bólstrar þyrlast frá s<51u á vordag,
og geislar hennar kyssa líf og von
í allt, sem er kalt og liálfvesalt af
vosbúð og ónotum. Eg hagræddi
mér í rúininu svo ég gæti séð hvað
um var að vera; fi'ændi minn stóð á
miðju gólfi og lagði hðndurnar á
mjaðmiinar þann'g, að lófarnir
snöru út, bar liöfuðið nokkuð hátt,
og horfði skáhallt upp í súðina, er
var svört eins og líkkista af ljós-
reyk og öðrum óþverra; svo heyrði
ég liann segja: ,Eg hef nú nokkuð
gjör liugsað ráð mitt; ég muu fara
að Melum og dvelja þar hjá bænda
öldungnum Arna, það sem eftir er.
Eg er nú hniginn á efri aldur og iu f
aldrei krankur verið, Egill Skalla-
grímsson og forfeður mínir voru
heldur engin smámenni; ailir þeirra
afkomendur hafa verið hraustmenni
og drengir gild'r; en eins og ég hef
ráðið við þig, tekur þú frænda
minn þann litla, og mun ég láta þig
hafa búpening svo þú sért vel
sæmdur. Þú ert búhöldur góður og
treysti ég því að sá litli verði nýtur
drengur h.já þör cg lfkist ináske
íorfeðrum vorum þegar aldur færist
yfir hann.4
Sá sem fiændi átti tal við, var
meðal maður á hæð, rauðurá hárog
sanian rekinn. Mér leist strax illaá
Jjénnann nýja húsbónda minn; þó
var ég vorigóður um að umsk'ftin
yrðu mér til góðs; enda er það mein-
ing mín, núna þegar ég lít til baka,
að svo hafi verið.
Eg var dubbaður upp í það bezta
sem ég átti til, og látinn fara með
þessum náunga, Eg ky^sti ekkiGróu
ráðskonu, enda var inér ekki sagt
að gjöra það. En um leið og hún
sagði ,farðu vel,‘ sem svar upp á
kvéðju mína, hristi hún hausinn svo
illilega, að ég varð hræddur um að
hún minntist nú þess, að reikning-
ar okkar væru ókláraðir; en sem bet-
ur fór, sagði hún ekkert. Vel má
vera að hún hafi orðiðeins fegin að
loma við mig, eins og ég við hana;
því ég man glöggt hve innilega það
gladdi mig.
Frændi minn stöð herhöfðaður,
alvarlegur á svip, og starði út í blá-
inu; ég sá varir lums bærait. Nýji
húsbóndinn var að ganga frá mér
eítir að hafa sagt mér, hvernig ég
ætti að halda mér gvo að ég ekki
dvtti af baki. Fiændi sagði mér að
taka ofan; ég ldýddi með mestuauð-
mýkt. ,Nú leggégblessun mína, og
frægð forfeðra vorra yfir þig,‘ sagði
hann,‘ ogvona og ákveð að þú lík-
ist mest Þorsteini Egilssyni, því hann
var prúðmenni mikið, þó Htið væri
hann við vígafei li riðinn; enda hefur
mér jafnan þótt það blettur nokkur
á honum. En þar eð vopn og frægð
er nú úr iandi flúin, og menn gjörast
örkvisar, konum líkir, þá mun þér
vel sama að líkjast Þorsteini, enda
munt þú aldrei i'ammur að afli
verða.1 Hann lagði stóru höndina
með mórauðu dropunum á handar-
bakinu á hvítann kollinn á mér.
En ef sa.tt skal segja, þá fann ég ekk-
ert til blessunar né feðranna frægð-
ar. Mér létti líka fyrir hjartanu þeg-
ar hann tók hendina burt, því þessi
sama hendi hafðioft komið á þenna
sama stað í erindagjörðum er mér
voru minnistæð, og sem höfðugrafið
þær rúnir á minnis-spjald mitt, að
ég hafði tapað trúá veglyndi frænda
míns. Eg iét því eins og vind um
eyrun þjóta f vrirliæn ir hans, og all-
ann gorgeirinn um feðranna frægð;
ég gat líka búist við að hann kreppti
hnefann, þegai' ég lá svona vel við
honum, og varpaði mér í loft upp,
til að sanna mér einhvern atburð úr
Njálu; en það gerði hann þó ekki í
þettað sinn. Yíð lögðum því af stað,
þaðan, er ég hafði eytt svo mörgum
árum af æskunni; einmitt árunum
er mest á ríður að vel sé með farið;
en þau voru farin, og gátu aldrei
aftur komið; því var bezt að gleyma
þeim; gleyma öllu, og reyna að
byrja nýit; líf.
Eg var búinn að veranokkra mán-
uði á nýja heimilinu; mér leið vel
effcir þvi sem um var að gjöra. Eng-
inn var mér góður, og enginn vond-
ur; það er að segja, ög var ekki bar-
inn til rnuna. Allir þóttust bafa rétt
til að segja mér fvrir verkum, og
ég gegndi öilum. Eg hataði húsbónd-
ann, sem þó ekki var verri við mig
en alla aðra. Hann var einskonar
millibils ástand milli góðs og ills;
tilfinningarlaus fyrir öllu, nemaþví
að láta vinna, og fyrir dökkhærðu
vinnukonuimi með rauðu varirnar
og spékoppana í kinnunum. Þegar
þan voru að vinna saman, brosti
hann sem aðrir menn, og fannst mik-
ið um hvað miklu þau afköstuðu;
hann varauðvitað aldrei ánægður
með það sem aðrir gjöi'ðu. Stúlka
þessi var æfinlega á rauðri treyju,
og var hún því af mér og öðrurn
kölluð, ,stúlkan. á rauðu freyjunni.1
(l-'ram hald.)
HVEllMG HANH STAL
TENGDA FÖÐ Ull SÍ N UM.
Ungnr selveiðamaður trúlofaðist
einusinni dóttur gamals stéttarbróð-
ur síns; þau gátu samt með engu
móti fengið samþykki gamla manns
ins. Þá korn fyrir óvænt happ sein
gaf honum hugrekki. Á milli kofa
hins ung-a Eskimóa og heimilisgamla
mannsins,hlóð náttúran múrvegg úr
uppsprengdum ísspildum, sepi var
full 100 fet á hæð og 2U ummáls;
svo að undantekinni örmjórri liðlega
manngengri ísbrú, var hann gjör-
samlega inniluktur í ókleyíu ís-
hrauni. Ilann byrjaði á því að safna
sex mánaða forða fyrir tvo menn í
kofa sinn; hann ásetti sér að stela
unnustu sinni. Hann vissi líka vel,
að ef það heppnaðist, og hann
svo bryti isspöngina, yrði hann ó-
hultur fyrir eftirförum þangað til að
hlýnaði, og sólarhitinn tæki að bræða
og hreyfa íshraunið kringum bústað
hans; og þá vonaði hanu að mótþrói
föðursins myndi snúinn til sátta.
Eskimóarnir sota á stalli öðrumeg-
in í ,ígló‘ (snjókofum) sínum, í sel-
skinnsbelgjum, með áfast.ar hettur
úr sama; í þessum búningi fer eins
vel um þá og náttúra þeírra krefst.
Unglingurinn gekþ fram og aftur
fyrir dyrum gamla mann insþangað
til hann vissi að allir myndu sofn-
aðir; þá skreið hann inn, tók það
sém hann hugði belginn með unn-
ustu sinni, og bar hann sigri hrós-
andi til kofa síns. Svo flýtti hann
sér að höggva niðnr brúna, svo
eftirför yrði ómöguleg. Svo snöri
hann heim aftur, og beið ekki eftir
smánarvrðum þeim sem liann vissi
að karl myndi velja sér fyrir rán
dóttur sinna.r.
Þegar hann kom heim, kraup
hann hjá belgnum og dró af liettuna
svo hann sæi andiit unnustu sinnar.
En hvað haldið þið að honum hafi
orðið við, þegar að hann sá að það
var ekki andlit unnustunnar, heldur
tilvonandi tengdaföðurs?
Hann hafði stolið tilvonandi tengd-
aföður sínum.