Freyja - 01.01.1899, Side 5
FREYJA, JANÚAR 1899.
SELKIRK.
Grímudans var lialdinn hér i
Good Templars húsinu 6. þ.m. það
er hinn fyrsti samskonar dans sem
Islendingar í þessum hæ hafa hald-
ið, og fór hann að öllu leyti vel fram
svo vel að óvíst er að slíkir dansar í
stórhæjunum fari betur fram, frá
listarinnar og siðmenningarinnar
sjónarmiði. Þeir sem tóku þátt í þess.
um dansi, eiga heiður skilið fyrir
farmkomu sína. Fólkið sem dansaði
var bæði hlægilega og skrautlega bú
ið. Þó var þar eitt par sem bar af
öðrum í búningi; það voru þau Mrs.
J. G. Christie og Mr. G. Goodman;
búningur þeirra mun hafa verið
mjög dýr.
Mr. Ingvar Böðvarsson stýrði
dansinum, og tókst það ágætlega
eins og vant er. Ilann er dansmað-
ur góður, og kann þá íþrótt betur
•en fiestir aðrir íslendingar hér um
slóðir. Vonandi er að næsti grímu-
dans hör takist jafn vel og þessi.
Ahorfandi,
Þessir hafa sent oss ,Calendars‘
fyrir árið 1899: Oliver & Byron, og
B. Dalmann í Selkirk. G. Johnson,
klæðsaii, og E. L. Drewry í Winni-
peg; og ýmsir fieiri af enskum. Vér
þökkum þeim öllum hugulsemina.
Meðal hinnamörgu ferðamanna
sem vér minnumst að ltomið haíi
á skrifstofu Freyju, á síðastliðnum
xnánuði, eru þeir hr. G. Eyjólfsson
og hr J. Sigvaldason frá Xsl.fljóti
og hr.G- Sveinsson kaupmaður í
Winnipeg.
Good Templarar höfðu opinn
fund í samkomu húsi sínu 20 þ. m
Var þar margt marina samankomið.
,Prógram' var þar allfjörugt. Futti
,Backus‘ karl æfisögu sína í Ijóðum,
fyrir munn hr. Th. Borgfjörðs, og
þótti honum segjast vel; enda hlógu
Templarar dátt að lionum. Líklegt
væri að Templarar sýndu karli þann
sóma, að prenta æfisögu hans, þareð
hann er nú á fallanda fæti, og þeir
draga nú gull og völd úr greipum
hans.
Þau hjónin Mrs & Mr. Skagfeld
misstu son sinn þriggja ára garnlan
29. þ. m. Alexander að nafni. Hann
lá aðeins í 3 daga. Banamein hans
var illkynjuð kvefveiki.
Ymislegt,
Mrs.Cora Hennir sem var forstöðu
kona kvennlögregludeildarinnar á
alheims sýningunni í Chicago, er nú
ráðin til að hafa. samskonar starf á
hendi, á alheimsyningunni í París
1900. í Chieago tók hún með eigin
hendi og setti inn 200 manns. Þar
unnu sem lögregluþjónar undir henn
ar umsjón 95 konur. í París verða
þær 100. Ilvað skyldi það vera sem
konur geta ekki ef þær vilja.
(New Ideas.)
Þýzkur maður borðaði einusinni
dagverð á ensku veitingahúsi. Hann
langaði mikið í egg, en mundi ekki
hvað þau hétu á ensku; svo hann
segir við þjóninn:
„Heyrðu lagsi; hvað heitir það
sem er að labba þarna úti í garðin-
um?“
Þjónninn: ,,Hani.‘ ‘
Þjóðv: „Hvað heitir konan hans?“
Þj: ,,Hæna.“
Þjóðv:,,Hvað heita börnin þeirra?“
Þj: „Hænsn aungar.“
Þjóðv:„En hvað kallar þú ungana
áður en þeir verða ungar?“
Þj: „Egg.“
Þjóðv: Sæktu mér þá tvö egg.“
„Hjartkæri maðurinn minn,“
sagði litla elskulega konan við
manninn sinn. „Mig langar til að
biðja þig að kenna mér nokkuð.“
„Hvað er það mín kæra kona?“
sagði hann, og lagði hendurnar utan-
um fallega mjóa mittið hennar.
„Mig langar til að þú kennir
mér að tala um pólitík, reykja tóbak,
drekka brennivín og blóta.“
,,En elskulega konan mín;
hvað gengur að þér? ertu gengin
frá vitinu?“ hrópaði maður hennar
og stökk upp úr sæti sínu.
,.Nei, það er ég alls ekki,“
svaraði konan. „Mér hugsaðist bara
að gjöra mig eins skemtilega fyrir
þig, eins og mér er mögulegt, svo þú
vildir vera heima á kvöldin og rabba’
við inig.“
Heimilisráð.
Til þess að hænur verpi vel, er
nauðsynlegt að gefa þeim ögn af söx-
uðu kjöti daglega, eða eius oft og
inögulegt er. Hænsni ættu að hafa
nóg af fínum sandi, gömlu kalki og
eggjaskurmi; skurminn má gefa
þeim saman við fóður þeirra. án
þessara efna, skortir hænuna eggja-
skurmsefni, og hún verpir lítið eða
ekki.
AÐ GEYMA Kjöt mágeyma í 60
K)ÖT í IIITA. —100% hita með
því að dýfa því í lög sem búinn er til
úr £pd af salti, leystu upp í 4 gal.
af vatni, og ’pd. af uppleystu
bisulphate af calcíum. Með þvi að
dýfa kjötinu nokkrum sinuum í
þenna lög, sérsaklega sé ögn af upp-
leystu gelatine eða eggjahvítu bætt í
hann, má geyma kjötið mjög lengi.
AÐ SKERA Með eggstáli vættu í
GLER. camphore uppleystu í
turpentine má skera gluggagler.
Með þjalaroddi vættum í þessum legi
má bora gluggagler. Með úrfjaðrar-
sög má saga hvaða gluggagler sem
er, þykkt eða þunnt, og hversu
stökkt sem það er, alveg eins og væri
það látún; en sögin á að vera sívot
af þessum camphore og turpentine
legi.
GLERLÍM til þess að límaleir
tau með, má búa til á þann hátt sem
hér segir. Taktu uppleyst gum ara-
bic nokkuð þykkt; og hrærðu það
saman við .plaster of I’aris,1 þangað
til sá jafningur er á þykkt víð góðan
rjóma. Berðu þetta svo með busta í
sárið á brotunum og settu þau svo
rétt saman, eftir nokkra daga verð-
ur það óbrjótandi. Hvítan í líminu
veldur því að brotsins gætir ekki.
Til þess að ná máli úr fötum, skal
þvo blettina úr ammonía. Missi fatið
sinn upprunalega lit, má fá hann
aftur í flestum tilfellum með því að
nudda blettinn uppúr chloroform.