Freyja - 01.10.1900, Qupperneq 16
180
FBEYJA
„Jæja, major, sé það þá svo,“ sagði hann.
Loks voru allir komnir sem gen. Ilowe hafði þangað stefnt og sem
líklegt var að eitthvað gætu borið um burtför strokumannanna. Fyrst
komu vökumennirnir fjórir sem inni voru þegar Hóttamennirnir fóru út
og b'iru það, að þeir hefðu haldið þá senda af gen. How. Sama sagði
varðmaðurinn sem tók einkunnarorðið. Síðast kom vitnisburður her-
mannanna sem ráku flóttann. Þeir höfðu ekkiséð til neinsaðfara lengra
en að Bonham Cross, því flóttamennirnir höfðu beztu hestana sem til voru
á hundrað milna svæði. Þeir sögðu iíka frá því, hversu þeir fundu for-
ingja sinn dauðann, og síðast hversu uppreistarhiennirnir hefðu með
kænskubrögðum náð í hesta og orðið á undan þeim frá bóndanum.
„Þeir eru farnir, það verður ekki aftur tekið. Eg skal sjá svo um að
þeir sleppi ekki næst. Hver sem nær þeim skal hafa vald til að hengja
þi innan klnkkutima frá því þeir nást,“ sagði sir William. Þossi fvrir-
skipun var tafarlaust send út til allra yfirmanna í her Breta. Eftir þetta
týndust vitnin bnrt. Þegar allir voru farnir nema gen. Howe og major
O’Harra, bauð generalinn honum að segja sögu sína.
„Þér vitið máske ekki að Rosalía Lincoln elskar þenna unga upp-
reistarmann." sagði majorinn.Og er hinn játti því, bætti hann við: „hún
hefurhjálpað þeim.“
„Rosalia Linooln! Omögulegt. Hvernig hefði hún átt að geta það?“
„Eg hef óafvitandi orðið til að hjálpa henni. Hún bað mig að lofa
sér að sjá hann, ég leyfði það með þvl móti að hún færi seint, svo það
vitnaðist ekki. Má vera hað hafi verið rangt, en ög er viss um að þér
hefðuð ekki neitað befði hún beðið yðnr eins og hún bað mig.“
„Uetur verið,“ sag-ði hinn eftir stundar þögn, „en það var slæmt.
Ég hefði heldur viljað missa hverja aðra tvo fanga sem vér höfum en
þessa tvo- Þessi gamli þrjótur er mjög hættulegur. hann þekkir alla
konungsinna svo þeir geta ekki haft fundi sína án hans vitundar. Fram-
vegis leyflr þú engum að sjá stríðsfanga nema fyrir sérstakar orsakir,
aldrei, nema í viðurvist fangavarðarins.“
„Já, herra. Eg læri af þessu að vera varkár,“ sagði majorinn í svo
auðmjúkum tón, að hinn gat ekki annað en fyrirgeíið.
Þegar majorinn fór, sendi gan. Hcwe eftir sir Lincoln. En meðan á
þe»su stóð, var Rosalia hjá móður sinni, og gladdi sig og hana með visS-
unni um lausn þeirra félaga, þvi hún vissi um allt sem fram fór.
„Mér þvkir vænt um að Robert slapp, það hefði verið óttalegt að
vita hann deyja svo ungann. Mér hefði þá líka veitt örðugt að skilja við
þigbarnið mitt, því innan skamms getur þá þarfnast verndara,“ sagði
gamht konan.
„Við hvað áttu móðir mín. 0 segðu mér hvað þú mein; r.“
„Ekkert sérstakt. Ég veit þör líður aldrei vel ef þú missir Robert.“