Freyja - 01.10.1903, Blaðsíða 4

Freyja - 01.10.1903, Blaðsíða 4
44 FREYJA 3- VI. Bréf til forseta Bandaríkjanna. Eftirfylgjandi er bréf frá konu í Washington, til Bandaríkja- forsetans, svar upp á bréf frá honum til frú Van Vorst, hvar hann kvartar um þverrandi mannfjölgun, sem mi5i til þjóðernislegs sjálfsmorös, ,,Race suicide. “ Forsetinn ásjálfur mörg börn og vill aö aörir breyti eftir sér í því efni. Hréf forsetans minnir mig á grein, sem nýlega stóð í merku blaði, nm unga konu, sem myrti sig frá 6 börnum, Hún giftist innan við 18 ára aldur, eignaðist á 7 árum 6 börn, bjó við ógurlega örbyrgð, og sá ekki fram á annað en vaxandi ómegð með vaxandi ómögulegleikum að sjá benni f'arborða. Ogiftri hef'ði benni ekki dottið í hug að eiga þenna barna grúa. írift, mátti hún til. Þannig er bjóuabandið oft, of oft. „Einhver miskunar sig máske yfir börnin mín, þegar ég er farin, og ég á þá ekki fleiri börn til að líða skort og deyja hörmunga dauða, eða verða að athraki eða úrkasti á sorphaugi mannfélagsins,“ sagði konan og skaut sig. Hún tók hjónaskiinaðinn undir sjálfri sér. Fólk- ið stóð gapandi af undrun. Einhver hulin rödd hvíslaði í eyru þess: Getur slíkt hjónaband verið guðleg stofnun? Svarið kom ekki. En efinn leiðir til rannsókna, og rannsóknirnar til þekkingarinnar. Menn kunna að segja að konan, sem skaut sig hafi verið brjrluð. Iiún var það líka. En af hverju var hún brjáluð? Spvrjið læknana. Einn af þeiin færustu læknum, sem til þess hafa verið kjörnir að grafast eftir orsökum hins afskaplega ungbarnadauða í stórborg- unuui, segir í blaði nokkru, sem heitir „The Washington Post:“ „Ungbarnadauðinn er næsta undarlegur og með öllu óskiljanlegur. Á öðrum stað í sömu grein segir hann: „Líklegt er að hann (n. 1. barnadauðinn) sé sumpart afleiðing örðugleika kringumstæðanna, sum part óholt erfðafé.“ I þriðja stað í sömu grein segir hann: „Því öll lækninga lvf og vísindi heimsins til samans gætu ekki skapað lífsþrótt í börn úttaugaðra, hálf-hungurmorða og hugsjúkra mæðra.“ Þarna er lykillinn að þessum ógurlega barna og ungbarnadauða, að heilsuleysi margra, sem lifa til fullorðinsára, og einnig lvkill að vitfirring mæðr- anna og sjálfsmorðum. Eftirfylgjandi er bréflð frá konunni í Washington til Bandaríkja- forsetans: ' „Herra forseti! Nýlega sá ég bréf vðar til frú Van Vorst, skrifað fyrir nálega tveim mánuðum síðan. Þar kvartið þér undan minkandi

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.