Freyja - 01.10.1903, Blaðsíða 10

Freyja - 01.10.1903, Blaðsíða 10
50 FREYJA VI. 3. ,,Endurtekninp: á sama stríðinu, en um hvern þumluns' sem vður ynnist í sigur áttina um þann hinn sama þumlung færðuð þér svstur yð- ar með yður. Viljið þér gefa mér vatn að drekka, ég er svo þvrst?“ „Þér hafið reynt of mikið á yður, leggið yður nö fvrir þvi verið getur að yður batni við að sofna,“ sagði Heien er hön færði henni vatn- ið. „Mér batnar ekki til þessa lífs,“ sagði Elda lágt og leið svo út af í einskonar mók eða dá. Nei, ekki til þessa lífs, hugsaði Iielen. Sorg og sjökdómar höfðu sett innsigli sitt á hinn veikbyggða likama hennar, augna'oliks geðshiær. ing hleypti æsing i blóð hennar og hélt henni uppi á meðan hún sagði sögu sína, að því búnu hnignaði henni fljótt og áður en Helen gat náð til læknis, var hún ðrend. Síðasta orð hennar í heimi þessum var orðið „móðir.“ Enn þá var séra Gordon fenginn til að jarðsyngja í L ikeside, og jirðarförin fór fram frá heimili Helenar, Séra Gordon hafði konu sína æfinlega með sér er hann heimsótti Helenu og eins, þegar hann sótti hana til að dvelja hjá þeim hjónum yfir helgar, eins og hann oft gjörði. Helen vissi að hanii gjörði þetta til að hlífa sér við umtali og ómildum dómum. Líka vissi hún að und- ir vanalegum kringumstæðuin hefði slík varasemi ekki verið nauðsyn- leg, og með sjálfri sér gramdist henni það stórlega, því það sýndi svo glögg'-ega að þrátt fyr allt og allt var hún ekki skoðuð sem annað fólk. Eri einmitt fyrir þetta, skyldi liún Eldu betur en hún hefði ella getað gjört. Hún beið því ekki eftir neinu sérstökn tækifæri til að segja þeim hjónunuin æfisögu Eldu, heldur gjörði hún það strax eftir jarðarförina. „Er nú þetta rétt?“ sagði hún, er hún hafði lokið sögu sinni. „Það er óþarft að spyrja sliks, þér vitið vel að það er ekki rétt,“ svöruðu hjónin sem einum munni. „Því lætur þá kristið fólk slíkt ranglæti viðgangast?“ „Vér getum ekki látið allt ganga eftir óskum og höfum engin áhrif utan okkar eigin safnaða,“ svaraði presturinn. „Þér hafið svo sem engin áhrif á söfnuði yðar, séra Gordon. Kenn- ingar yðar hafa engin bætandi áhrif á þá, því engir eru ómildari í dóm- urn sínum um svoleiðis hluti en einmitt kyrkjufólkið.“ „Getur verið, það er þá líklega af því að það hefir meiri viðbjóð á syndinni en utankyrkjufólk,“ sagði presturinn. „Hvers vegna dæmir það þá ekki karlmanninn eins strangt og kon- una fyrir sömu synd?“ Prestinum varð orðfátt svo Helen hélt áfram: „Fyrir skömmu las ég sögu um málara nokkurn, sem tældi unga stúlku til að strjúka frá foreldrum hennar og fylgja sér eftir. Skömmu

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.