Freyja - 01.10.1903, Blaðsíða 7

Freyja - 01.10.1903, Blaðsíða 7
VI. 3- FREYJA 47 fanga og ðlm’isuinanni 25e á dag sem fæðispeninga að eins. Mér virð- ist varla meira heimtandi af mér eða nokkuri annari konu en að hýsa, hita, fæða og klæða hvern einstakling fjö'skyldu sinnar S minni pen- ingum en ríkið ætlar að eins til fæðis handa glæpamönnum og jþurf- alingum sínum. ,,Húsaleigunni verour ekki þokað niður fir því sem er og hún verð- ur að borgast fvrir fram hvað sem öllu öðru líður. Allur annar kostn- aður er svo lágur sem framast má verða. Ef við keyptum blöð eða bækur, borguðum nokkuð til kyrkju, prests, læknis, jarðarfara eða til skemmtana yrði það að takast af fæðispeningum okkar, eins ogég t. d hnípti svo af morgunverði okkar, að ég fyrir það keypti pappír undir bréf þetta, og aftur hnípti ég 2c af miðdagsverði okkar til þess að geta keypt frímerki undir bréfið, en blek og penna hafði ég að láni frá ná- granna mínum. „í þessu áminnsta riti systur minnar, sá ég skýrslur sem sýna, að 12,000,000 manns, (verkam.fölk auðvitað) í Bandaríkjunum lifa á nokkuð minna en við. „Hver einstaklingur í fjðlskyldu minni hefir þá sem næst $76,50c á ári í allar lffs nauðsynjar sínar, með því að engi auka útgjöld falli til, svo sem sjúkdömar, dauðsföll eða fjölgun fjölskyldunnar. En hið síð- ast talda bætti í það allra minnsta $25,00 við útgjaldaliðinn til að byrja með. ,,Nú vil ég spyrja yður, herra forseti, hvort þaó væri ekki í hæsta máta heimskulegt, eða blátt áfram glæpsamlegt af okkur að gjöra þær heimilisráðstafanir sem bættu $25,00 við útgjöld okkar næsta ár og um $75,00 árlega upp frá því, fram yfir það sem við höfum nokkra skynsam- lega ástæðu til að vona að inntektir okkar verði? Við höfum enga von um að kaup mannsins míns hækki úr því sem er, jafnvel þó hann haldi heilsuog hafi nóga vinnu, sem hvorutveggja er æfinlega mjög svo óvíst og það þó núverandi góðæri haldist.‘* Cy. J. Cremler. Wash. D. C. -----o----- Framtíðarvonir heimsins byggjast á uppreistarmönnum hvers tím- abils. Sérhver sannindi verða að berjast við hina ríkjandi lýgi sinna tíma. Það er örðugt að kenna þrælnum að elska frelsið. Þó er þetta að- al verkefni mannvinanna. Ironicus— í Free Society.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.