Freyja - 01.10.1903, Blaðsíða 9

Freyja - 01.10.1903, Blaðsíða 9
Í&S&&&S93S&999S&S&&&S-Á. ■ít • T® % EIÐUR HELENAR HARLOW. % f ________ 1 fólk. GjSri þær sig- ánægðar með að iifa af náðarmoiam þeim,sem detta af borðum mannkærleikans, opnar kristin kyrkja faðminn til hálfs á móti þeim, eins og þyrði hún ekki að útiloka þær til fulls, af ótta fyrir því, að guð kynni einhverntíma að opna hlið himnaríkis fyrir þeim.“ „Þér dragið upp hroðalega mynd af þessu, ungfrú Ransoin.“ ,,0, þér megið ekki kalla mig Ransom, ég þoli ekki endurminning- nrnar, sem knýta sig við það nafn. Kallið mig Eldu.“ „Mér finnst sem þér hafið æði mikinu skerf af þessari kristilegu auðmýkt, sem þér voruð að lýsa rétt núna.“ „Getur verið, en íinnst yður myndin of svöi;t?“ „Ekki get ég sagt það.“ ,, Auðvitað ekki. Fallin kona verður annaðhvort að gjöra það sem ég sagði, eða giftast ofan fyrir sig, til þess að skafa af sér blettinn eða breiða yfir hann, Eins og nokkur kona batni við að umgangast sér ié* legri og verri mann, bara fyrir þá sök að hún er honum gift.“ ,,Eg hett oft fundið til þess, að hreinleika skilyrði fólksins eru næsta. einkennileg.“ ,,Ég hefi einnig tundið til þess', en þér, ungfrú Helen, eruð víst eina konan, eða ein af þeim fáu, sem ekki hafa beygt sig undir stóradóm al- menningsilitsins sem kveðinn er yfir þessum fórnarlömbum karlmanm legs strákskapar og kvennlegrar ósvífni, sem keinur fram í þessum dórauin. Þér einar hatíð neytt heiminn til að viðurkenna og virða yð- ur upp á yðar eigin skilmála. Og einmitt þetta er vegurinn til að lyfta sér og öðrum, sem orðið hafa og verða kunna fyrir samskonar óláni,upp vflr djúp eymda og spillinga. Mannlegt eðli er og viðkvæmt, og enginn þolir til lengdar að vera umkringdur af þeim,sem sýna honum hatur og f.vrirlitning, Þess vegna fiýr hann til jafningja sinna, ef ekki í þvf skyni að finna þar vernd, þá sámt til að losna við hin lamandi áhrif, sem sífeld fyrirlitning hefir í för með sér. Ef við ættum nokkra uppreisnarvon, liversu mikið sem til hennar þyrfti að vinna, væri öðru máli að gegna. En slíkt er ekki tilfellið. Dómsorðið er eilíf útskúfun úr samfélagi heiðarlegs fólks—óafmáanleg skömm.“ , Já, og þannig verður það svo lengi sem vér hlýtum þessum dóms- úrskurði.“ „Þess vegna er breytni yðar svo eftirtektaverð, og þér eruð orðnar að vonarstjörnu allra þeirra, sem eru í þann veginn að gefa upp vörn* ina og deyja þessum óttalega siðferðisdauða, sem ég og svo margar systur mínar deyja árlega.“ „Guð gæfi að svo væri,“ sagði Helen í klökkum róm. „Eri samt er mikið ógjört enn. Sigur minn nær enn þá ekki út fyrir þetta nágrenni. Hvað ætli biði mfn ef ég færi út fyrir þetta umtalaða nágrenni?" sagði Helen.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.