Lísing - 01.12.1898, Page 2
2
borgar. Er útsíni fagurt alstaðar í fjöllunum meðfram braut-
inni. Lítill er þar jarðvegur, en mikið af ljómandi fögrum og
margbreittum blómum, og vaxa fau í ótal rifum og holum í
klettunum, og er það allsnotur sjón. Alstaðar er sauðféð og
geíturn^r í fjöllunum, og við og við sjés-t Þar Beduina-hjarðmenn
sem virtust búa í hellrum sem við sáum mikið af, er við rend-
um framhjá, Eru íbúðar hellrar þessir vanalega nálægt upp-
sprettulindum sem riðja sér veg fram undan klettabeltunum.
Mér þikir vænt um blóm og gaman hef ég af uppsprettum, en
ekki vildi ég hætta á að klifrast um snarbrattar fjallahlíðar,
klöngrast ifir klettana, sofa í hellum, verða skaðbitinn af mí-
vargi og vera á sífeldri leit eftir snöpum handa skepnunum,
hve margar sauðkindur eða geitur sem óg hefði firir félaga
mína. Heldur vildi ég stunda lög í Visconsin.
Oss furðaði það mikið, er vér sáum að Jerúsalem liggur á
fjallsbrún einni 2,500 fet ifir sjáfarmál. Þar er hvergi slétta
nein, hvorki í borginni né umhverfis hana. Alstaðar eru hengi-
ílug, snarbrattar brekkur, gjár og klettasprungur. Smátindar
nokkrir eru þar reindar fáeinum hundruðum feta hærri en borg-
in. Alstaðar er landið snoðið og hrjóstugt. Augað getur að-
eins hvílt sig á fáeinum olíuviðar trjí m og viltum blómum, er
menn fara um landið. Þar ern engii ,-kogar; þeir hafa allir ver-
ið höggnir og brendir firir löngu síðnn.
Borgin sjálf innan gömlu veggjanna er einkum orðlögð firir
ruslið í henni og óþverrann, firir trfina og rústirnar, firir guð-
hræðsluna og fátæktina. Allar eru biggingar þar fátæklegar og
óásjálegar. Mest er þar af ein- eða tvíloftuðum húsum úr grjót-
steipu og er lítill sem enginn viður í þeim. I mörgum þeirra er
viðargólf ekkert og valla sést þar glerrúða í glugga eða múr-
strompur á húsi. Neðsta eða neðra loftið í húsi hverju sem
búið er í, er vanalega haft til að geima hesta og asna. Hvít-
þvegin eru húsin með kalkblöndu, og er það hérumbil hið eina
hreinlætismerki.sem sjá má í borginni. Strætin eru viðbjóðs-
leg. Þau eru þetta 5 til 6 feta breiðir ranghalar og mjóst að
ofan, dimm og óhrein; en breiðust eru þau 10—12 fet. Sum
strætin eru á sjálfri klöppinni og höggnar tröppur í helluna svo
að hægra sé að klifrast upp og ofan og er þar bratt mjög víða.
Illa eru þau steinlögð sem ekki liggja á hellunni sjálfri og öll
eru þau óþokkaleg. Er þar fleigt út á strætin öllum saur karla,
kvenna og barna innanum tað úlvalda, asna, hunda og katta.