Lísing - 01.12.1898, Side 4

Lísing - 01.12.1898, Side 4
4 sem ég lief séð nokkursstaðar. Konia daglega lestir úlfalda og asna hlaðnir vöru þessari. Annað kálmeti ræktast þar illa; eru kartöflur ekki stærri en fingurbjargir. Ekki er það oft að al- þíða manna leifi sér það óhóf að hafa ket til matar, en hefur mest til matar olíuviðar aldini, olíuviðar olíu og brauð, svart og óásjálegt. Ekkert er vatn í Jerúsalem nema það sem safnað er í steinkistur, og í' þurkatíðinni er það bæði fúlt og lítið. Ung- börn og alt að tveggja ára gömul bera mæðurnar á Öxlum sér og halda í handleggi eða fætur þeirra. Er það nístárleg sjón. Af öllu því sem sagtliefur veriðer það ljóst, að Jerúsalem er enginn indisfagur bústaður. En firir utan borgarveggina eða aðalborgina eru bústaðir fallegir, kristniboðsstaðir, klaustur af ímsu tagi o. s. frv., er miliónum dollara hefur verið kostað til. Eiga Giðingar þar eitthvað hundrað samkundur, Grikkir eitt- hvað 20 klaustur, nunnuklaustur og trúmálaskóla, og rómversk- kaþólskir álíka. Armenar og Koftar eiga og allmikið af kapell- um og helgum biggingum öðrum. Mahómetsmenn eiga þar fjölda mikinn af mikilfenglegum bænahúsum. Prótestantar eiga þar og 'biggingar nokkrar sem trúmálum eru helgaðar. En aðalbjargræðisvegur manna þar er í því fólginn að féfletta hin fimtíu eða sjötíu og fimm þúsund pílagríma, sem trúgirnin og forvitnin árlega dregur til þess að heimsækja þessa leiðinlegu og nornalegu staði. Af betlurum er þar þó enn þá meira en rústum. En hví skildum vér láta oss svo ant um hið núverandi útlit þessa undarlega lands og borgar, eða um atvinnugreinir íbú- anna? Það er miklu meira spurt eftir menjum frá hinum helgu tímum og má allsstaðar sjá þær. Eins og við mátti búast voru í flokki vorum nokkrir sindugir háðfuglar, sem neituðu guðdóm- leika ritningarinnar og stóðu fast á því, að margar sögurnar af undrunum og kraftaverkunum, sem hér eiga að hafa skeð, væru uppspuni presta til að blekkja fáfróðan almúgann. Er það ekki undarlegt! En nú skulum vér snöggvast athuga sannanirnar fyrir þess- um helgu atburðum. Ef að mér ekki skjátlast, þá eru þær nægar til að réttlæta trú þeirra, sem enn þá trúa þeim. Til hægðarauka skulum vér skifta þeim. Og taka þá first sannanir firir atburðum í gamla testameptinu; síðan sannanir firir at- burðum í nía testamentinu, og seinast sannanir firir atburðum

x

Lísing

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lísing
https://timarit.is/publication/35

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.