Lísing - 01.12.1898, Síða 8
24
Alla þessa skatta vilja ’einskattsmenn‘ afnema að undan-
skildum hinum síðasta. Þeir vilja ekki leggja skatt á annað en
landið og afgjald kess, og því er skattur þessi kallaður einskatt-
ur, eða réttara: einskattur á verðmæti lands. Orðin verðmæti
lands innibinda verðmætið eða leiguna af biggingum þeim og
umbótum sem vera kunna á landinu.
Hér er þess að gseta að skatturinn leggist á landið eftir
verðhæð þess, en ekki eftir fiatarmáli eða hvað það' er stórt.
Það væri þíðingarlaust að leggja jafnan skatt á hvert ferhirn-
ings ’yard‘ eða ekru af landi hvort sem það væri í borginni eða
úti á landi. Það væri að sækja í gamla horfið.
I miðhluta stórra borga eins og t. d. Havana ogNew York
kosta sumar ekrurnar miliónir dollara. Og undir einskattslög-
um mundi eigandi þess borga margar þúsundir dollara í
skatt.
En í hinum fátæku landshlutum er landið einskis virði
fram ifir það sem biggingar og umbætur á landinu hlaupa.
Og undir einskattslögum mundi eigandi þess lands als engan
skatt þurfa aðgreiða. •
En er það þá rétt að láta nokkurn mann sleppa hjá að
greiða skatt? Já, vissulega; svo framarlega «em hann njóti
engra hlunninda hjá þjóðinni. Hugmindin með einskatt er
sú, að skattarnir eru goldnir firir einkaréttindi þau, að fá að
nota land sem þjóðin í heild sinni hefur gjört verðmikið. Stórir
landeigendur í borgum ættu að borga ákafiega mikla skatta,
því að með landinu hafa þeir fengið ákaflega mikil einkarétt-
indi.
Svo er land í smáborgum, þorpum, bæjum og auðugum
sveitum sem er í mjög misjöfnu verði. Af öllu þessu landi irðu
skattar greiddir eftir verði og gæðum landsins, en biggingar
allar á því og umbætur væru skattfríar.
p Undir einskattinum mundu skattar lagðir á menn hvort
sem þeir notuðu landið sem best mætti verða, eða als ekki.
Til dæmis setjum vér lönd tvö sem liggja hvert hjá öðru og
eru jafnstór, jafnfrjósöm og jafnvel löguð til ræktar, og þéss
vegna jafnmikils virði að undanskildum biggingum. A öðru
landinu er ekkert nema illgresi, en á hinu er uppskera mikil og
biggingar nógar.
Eigendur beggja landanna mundu gjalda jafnan skatt.
Mundi þess vegna maðurinn sem átti uppskeruna og bigging-