Kennarablaðið - 01.10.1899, Qupperneq 2

Kennarablaðið - 01.10.1899, Qupperneq 2
gengilegar fyrir alþýðu manna. Einnig rnætti þ«ss til get.a, að margir muni fremur kjósa mánaðarrit en ársrit um slík málefni. Á aðalfundi „hins íslenzka Kennarafélags" síðastliðið vor var þetta mál aftur til umræðu. Kom mönnum þá saman um að gera nýja tilraun, sem færi að nokkru leyti í aðra átt en hin fyrri, sem sé í þá átt að halda úti mánaðarblaði, er flytti stuttar ritgerðir og fréttir kenslumálum viðvíkjandi. Var stjórn Kennarafélagsins veitt heimild til að verja fé nokkru af sjóði félagsins til styrktar slíku riti, og útvega mann til að standa fyrir útgáfu þess. Árangurinn af málaumleitun félags- stjórnarinnar er rit það, sem hér hefur göngu sína. Hér skal ekki farið mörgum orðum um nauðsyn þessa fyrirtækis. Allir þeir, sem íhugað hafa mentunarástandið hór á landi og reynt að setja sig inn í það mál, munu sjálfir geta um það borið, hvort þar muni eigi vera margt, sem vandlega þyrfti að ræða og ihuga, og margt, sem þyrfti að vekja eftir- tekt manna á. í því efni stendur áð mörgu leyti nokkuð sórstaklega á hjá oss. Alþýðumentunarmálið er hér á landi tiltölulega nýtt mál; áhugi manna á því er nývaknaður eða er að vakna, og það er einkar áríðandi, að stefnan éé þegar í byrjun rótt tekin. Vér þurfum að fá fræðslu um, hvernig þvi er hagað hjá öðrum þjóðum, og vér þurfum ennfremur að athuga mögulegleikana fyrir því, að vér getum fært oss reynslu annara þjóða í nyt. Að sumu leyti getum vér það að sjálfsögðu, en að sumu leyti ekki, vegna þess að kringum- stæður vorar eru ólíkar kringumstæðum flestra annara þjóða. Fátækt og strjálbygð er hér meiri en í flestum öðrum ment- uðum löndum, og er því eðiilegt, að oss mæti ýmsir örðug- leikar, sem þar eru lítt þektir eða óþektir. En þessa örðug- leika verðum vér að yflrvinna með einhverjum ráðum, svo framarlega sem vér viljurn fylgja með, viljum láta reikna oss í tölu mentaðra þjóða. Vór verðum að leita uppi þá vegi, er geti leitt oss iengra áleiðis í þá átt, sem aðrar þjóðir hafa farið á undan oss, og vér verðum að athuga vegina, hverjir osseru færir og hverjir ekki.—Þetta er „program“Kennarablaðsins.

x

Kennarablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.