Kennarablaðið - 01.10.1899, Qupperneq 3

Kennarablaðið - 01.10.1899, Qupperneq 3
3 Yér íslendingar eigum nú eigi allfá blöð og tímarit, er einungis flytja sórstök mál. Búnaðarmál, verzlunarmál, kirkju- leg mál, heilbrigðismál, bindindismál, — i einu orði: flest nauðsynjamál þjóðar vorrar eru íhuguð og rædd hvert í sínu sérstaka málgagni. Yór verðum nú að álíta., að uppeldi og kenslumál séu í eðli sínu engu minna varðandi mál en hvert þeirra, sem nú hafa talin verið, og að þau ættu að vera áhuga- mál þjóðaiinnar, — ekki einungis einstakra manna, heldur þjóðarinnar ailrar, hvers einasta manns; því það eru þau, sem eiga að vera og eru hin eina rétta undirstaða allra. annara velferðarmála. Það er þýðingarlaust að ætla sér að uppbyggja þjóðina, að ætla sér að gera hana að svo eða svo mikilli framfaraþjóð í bunaði, verzlun eða öðrum atvinnugreinum, að ætla sór að gera hana að svo eða svo vel kristinni, hraustri eða bindindissamri þjóð, — það er alt þýðingarlaust, ef að uppeldi barnanna og sönn mentun þeirra er vanrækt. Grund- völlinn til þjóðþrifa vorra verður að leggja hjá hinum ungu; það eru þeir, sem hafa í sér fólgna mögulegleikana fyrir því, að þjóðinni geti þokað eitthvað áleiðis á komandi öldum, — frækornin, sem framtíðarlíf hennar á að spretta upp af. En það er skylda hinna eldri að hlúa svo að þessum frækornum, að þau geti borið góða ávexti á sínum tíma. Að öðrum kosti er hætt við því, að á sumum stöðvum þjóðlífs vors kunni að koma í' ljós ofvöxtur, óeðlilegur og skaðlegur vöxtur, en á öðrum stöðvum að sama skapi rýrnun og dauði. Það er því sannfæring vor, að það só hin fyrsta og helgasta skylda hvers manns, sem ann framtíðarheillum þjóðar vorrar, að íhuga þessi mál og hlynna að þeirn eftir megni. Vegna þessa, sem nú hefir verið tekið fram, þykjumst vér hafa fulla ástæðu til að vona, að allir sannir framfaravinir vilji styðja málefni vort, og vilji sýna það í verkinu, meðal annars með því að veita góðar viðtökur liinu riýfædda barni, sem nú kemur til þeirra sem óboðinn og óvæntur gestur, — Kennarablaðinu.

x

Kennarablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.