Kennarablaðið - 01.10.1899, Qupperneq 4
4
0pið 6ref fil íslcnpkra ftennara.
Heiðruðu stéttarbrœður!
Um leið og ég nú sendi 1. tölubl. „Kennarablaðsins" frá
mér, finn ég sórstaka ástæðu til að ávarpa yður nokkrum
orðum.
Blaðið verður nú sent yður með þeirri ósk og í þeirri
von, að þór gerið það sem í yðar valdi stendur til áð greiða
fyrir því. Þetta getið þór gert á tvennan hátt. Fyrst og
fremst getið þér gert það með þvi að gerast sjálflr áskrifendur
þess og fá aðra til hins sama. Og í öðru lagi getið þér það
með því að senda því ritgerðir um einhver þau atriði, er að
kenslumálum og uppeldismálum lúta.
Að því er fyrra atriðið snertir, er það kunnugra en frá
þurfi að segja, að efnahagur almennings er á þessum tímum
óvenjulega þröngur, og þetta er ef til vill helzta orsökin til
þess, að bókakaup munu nú á síðari árum hafa verið venju
fremur lítil víðsvegar um landið. fegar tekið er tillit til þessa,
hlýtur það að vera hverjum manni auðsætt, að það er ekki
gróðavon í peningalegu tilliti, sem vakir fyrir mér, þegar ég
ræðst í að gefa út þetta blað. Án fjárframlags þess, sem
Kennarafélagið hefir ákveðið að veita til fyrirtækisins, hefði
ekki verið hugsanlegt að byrja. á því. Og þótt styrkur þessi
sé svo ríflegur, sem framast er unt að vonast eftir af jafn
fámennu félagi, þá verður hann þó tæplega nægiiegur til að
borga helminginn af kostnaði þeim, sem fyrirtækið beinlínis
hefir í för með sér, þótt alt ómak við útgáfu blaðsins só að
engu metið. Auk þess má búast við, að félagið verði eigi
fært um að veita svo ríflegan styrk til lengdar. Þegar ég nú
samt sem áður hefi von um, að blaðið muni geta borið sig,
— því hærri vonir geri ég mér ekki að öllu óreyndu —, þá
skal ég játa það, að þessi von er að mjög miklu leyti bygð
á yður, kennurunum, á áhuga yðar og vilja til að hlynna að
því. Að vísu er hún bygð á öllum þeira, sem mentun og
sönnum framförum unna, öllum þeim, sem ant er um að
fræða og þroska hina vaxandi kynslóð og tryggja þann grund-