Kennarablaðið - 01.10.1899, Qupperneq 7
í2ol&rar afljugasemditf um daglegar vifnisíurðagjafír.
í flestum íslenzkum barnaskólum eru gefnir da.glegir vitn-
isburðir. Þetta er vani, sem vér vitanlega höfum tekið upp
eftir Dönum; í engu öðru landi en Danmörku eru nú gefnir
daglegir vitnisburðir í barnaskólum, og jafnvel þar eru þeir
ekki gefnir í nærri öllum skólum, heldur nálega að eins í bæj-
unum.
1 hverjum tilgangi eru vitnisburðir gefnir? Þeir eiga:
1, að hafa áhrif á börnin sem hrós eða ávítur,
2, að gefa heimilunum upplýsingar um iðni, hegðun og
framfarir barnanna í skólanum,
3, að vera meðal, er geri kennara eða kennufum skóf-
ans mögulegra að hafa eftirlit með framförum hvers einstaks
nemanda og ástundun hans heima fyrir.
Svara daglegar vitnisburðagjafir þessum tilgangi?
Daglegir vitnisburðir era óheppilegt meðal til að glæða áhuga
barnanna á náminu. Þeir vekja einungis metnaðarfýsn barn-
anna; þau læra ekki lexíur sínar til ]>ess að þeim geti farið
fram, heldur til þess að fá betri vitnisburði en félagar þeirra;
þau hugsa þá einungis um að taka öðrum frarn, án tillits til
þess, hvort það í sjálfu sér er gott og rétt í hverju einstöku
tilfelli. Börnin venjast á að láta kaupa sig til að gera skyldu
sína. En þau eiga að læra það, að góð hegðun og skyldu-
rækni hafa beinlinis góðai' afleiðingar, en kæruleysi og van-
ræksla beinlínis illar afleiðingar. Þetta kenna vitnisburðagjaf-
irnar þeim ekki, þvi að þær eru ekki beinar afleiðingar, jaínvel
þótt vitnisburðirnir séu hlutfallslega réttir; milli illa lærðrar
lexíu og lágrar einkunnar er ekki neitt beint orsakasamband.
Séu vitnisburðirnir ekki hlutfallslega réttir, hljóta áhrif þeirra
að verða gagnstæð því, sem ætlast er til.
Daglegir vitnisburðir eru óheppilegt meðal til að skýra heim-
ilunum frá ástundun og framförum barnanna í skólanum. Sjaldn-
ast er hægt að hlýða hverjum einstökum nemanda yfir alla
lexíuna í hverri kenslustund, og vitnisburðirnir verða því óná-
kvæmir, Frammistaða barnanna er líka mjög undir því komin,