Kennarablaðið - 01.10.1899, Qupperneq 10

Kennarablaðið - 01.10.1899, Qupperneq 10
10 hvarflar burt frá umræðuefninu. Mestur tíminn og mest erfið- ið útheimtist þó til þess að reikna út aðaleinkunnir og skrifa inn í vitnisburðabækur, og það er tími, sem eflaust væri betur varið á margan annan hátt. Hafa vitnisburðagjafirnar ekkert til síns ágætis? Hugmyndin, sem liggur til grundvallar fyrir þeim, er að mörgu leyti rétt, sérstaklega að því er snertir samband heim- ilanna við skólann. Heimilin eiga heimting á að fá að vita, hvernig börnunum gengur í skólanum, og skólinn hefir einnig gott af því. En daglegu vitnisburðirnir eru ekki bezta með- alið til þess að koma þessu til leiðar. Heppilegra væri, að kennari eða forstöðumaður skólans gæfi heimilunum t. d. einu sinni á mánuði skýrslu um framfarir og hegðun barnanna, ekki með tölustöfum, heldur með nokkrum orðum. Það mundi betur svara tilganginum. Á þann hátt kæmist skólinn í nánara og eðlilegra samband við heimilin og gæti fengið tækifæri til að hafa meiri áhrif á þau. Það mundi hafa betri áhrif á alla hlutaðeigendur og á nám barnanna í skólanum. ------<É*3>----- Til oíííugunoií fyrir umferðafrennara. Nú fara, umferðakennararnir að taka til starfa, og sjálf- sagt óska bæði þeir og aðrir, að starf þeirra verði að sem beztu liði. En örðugleikarnir eru margir, sumir lítt sigranlegir, en aðrir aftur sprottnir af skeytingarleysi, hugsunarleysi, vana- festu og enn fleiru. Að þessu. sinni skal að eins vikið að ein- um örðugleikanum, að þvi, hve örðugt það er, að láta öil börn á kenslusvæði umferðakennarans njóta góðs af kenslu hans. Þegar litið er á skýrslurnar frá umferðakennurunum, sést ekki betur en að víðast hvar, ef ekki alstaðar, fari mörg heim- ili á því svæði sem kennarinn er ráðinn á, aiveg á mis við not af umferðakennaranum, og að fjöldi barna á námsaldri fari varhluta af fræðslu hans. "Þetta er eðlilegt, að minsta kosti með því fyrirkomulagi á umferðakenslunni, sern alment

x

Kennarablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.