Kennarablaðið - 01.10.1899, Qupperneq 13
13
Annarstaðar. þar sem ágreiningurinn í trúarbragðaefnum að
vísu er minni, en þó allmikill, eru menn enn eigi á eitt sáttir
um þetta atriði. Sumir álíta, að þótt eigi sé ágreiningur um
höfuðatriði trúarinnar, þá sé þó svo mikill mismunur á lífs-
skoðunum þeim og andastefnum, sem börnin mæta á heimil-
unum, að óheppilegt eða jafnvel ranglátt sé að láta öil börn
njóta sömu trúarbragðafræðslunnar í sömu skólunum. Aðrir
aftur á móti álíta, að það sé varla tiltækilegt að aðskilja þessa
fræðslu frá hinum almennu barnaskólum þar sem ríkið og
kirkjan standa i nánu sambandi; þeir segja, að ríkið verði að
hafa fasta tryggingu fyrir því, að börnin njóti þeirrar fræðslu,
sem meðlimum þjóðkirkjunnar er nauðsynleg, og að þessi
trygging geti naumast fengist nema því að eins að trúar-
bragðafræðslan fari fram í þeim skólum, sem ríkið hefir urn-
sjón yflr. Auk. þess má segja, að kirkjan sé móðir skólans,
og er það líka ástæða til þess, að margir eru tregir til að
slíta sambandið milli þeirra. Þessar mótbárur á móti því að
afnema kristindómsfræðsluna í barnaskólunum væru þó tiltölu-
lega þýðingarlitlar, ef að það yrði sannað, að það yfir höfuð
só þýðingarlaust eða jafnvel rangt frá uppeldisfræðislegu sjón-
armiði skoðað, að kenna kristindóm í barnaskólunum. En
menn hljóta að viðurkenna hið gagnstæða, því að einmitt
kristindómsfræðslan hefir ákaflega mikla þýðingu, ef til viil
meiri en nokkur önnur námsgrein, í þá átt að gera barnið að
nýtum og góðum manni, að vekja tilfinningar þess fyrir öllu
góðu og fögru og beina vilja þess í rótta átt; en þetta er ein-
mitt það takmark, sem skólinn á að keppa að.
Þetta, sem nú hefir sagt verið um ástæðurnar fyrir því
að halda kristindórnsfræðslunni sem námsgrein í barnaskólun-
um, má nú flestalt með fult eins miklum rótti heimfæra til
ástandsins hór á landi, þ. e, a. s. þar sem barnaskólar eru,
og ástæðurnar á móti því eru hér miklu minni, þar sem svo
að segja enginn verulegur ágreiningur í trúarefnum þekkist.
Auk þess mundi lika erfitt að fá næga og nógu góða kenslu
í þeirri námsgrein á annan hátt, því að prestarnir hafa ærið
annað að starfa og oft er líka erfitt að ná til þeirra. Að