Kennarablaðið - 01.10.1899, Qupperneq 14

Kennarablaðið - 01.10.1899, Qupperneq 14
14 koma upp sérstökum kenslustofmmum í trúarbrögðum mundi líka óhægt bæði kostnaðar og annara ástæðna vegna. Það þarf því varla að gera ráð fyrir, að ástandið að þessu leyti breytist til muna fyrst um sinn. Hitt er aðalatriðið, og það atriðið, sem ég sérstaklega vildi tala um: Hvernig á að liaga trúarbragðafrœðslunni ? En áður en ég leitast við að svara þessari spurningu á þann hátt, sem ég álít heppilegastan, ætla óg að fara nokkrum orðum um ástandið, eins og það er nú hjá okkur í þessu efni. Pað er auðvitað, að þar sem jafnlítið er um barnaskóla eins og hér á landi, þar hlýtur uppfræðslu æskulýðsins að vera til muna ábótavant. Ég veit. vel, að margir segja, að heimilin vinni hér það verk, sem annarstaðar er unnið í skói- unum, og því fer fjarri, að ég vilji gera lítið úr því, sem heimilin á íslandi, einkum sveitaheimilin, gera í þessu efni. Mörg þeirra sýna lofsverða viðleitni og góðan vilja á að menta börn sín eftir því sem kostur er á. En þrátt fyrir það þótt viðleitnin víða sé góð, er hún þó ekki einhlýt; til þess að kenna börnum og uppfræða þau jafnvel í hinum allra algeng- ustu námsgreinum, þarf meira en góðan vilja; til þess þarf líka þekkingu, að minsta kosti svo mikla þekkingu, að kenn- arinn verði aldrei uppiskroppa. IJpp til sveita hér á landi, þai’ sem engir skólar eru, annast nú heimilin að mestu leyti um kristindómsfræðslu barnanna. Éað er að eins seinasta árið, áður en þau eru fermd, í hæsta lagi tvö seinustu árin, að þau ganga nokkrum sinnum til viðkomandi sóknarprests. Éað hlýtur að liggja hverjum manni í augum opið, að sú uppfræðsla í kristindómi, sem prestar hér á landi geta veitt, er tiltölulega lítil, einkum í stórum prestaköllum. Jafnvel þótt prestarnir væru allir af vilja og áhuga gerðir, — og um áhuga þeirra kemur mér ekki til hugar að efast —, þá eru svo margir aðrir örðugleikar, sem standa í vegi, svo sem annríki prestanna, vegalengd til kirkjunnar og slæm veður og færð, einkum á vetrardag. svo að börnin margoft eigi geta komist þangað, sem spurningarnar eiga að fara fram. Kristindómskenslan hlýtur því, eins og öll önnur kensla,

x

Kennarablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.