Kennarablaðið - 01.11.1899, Side 5

Kennarablaðið - 01.11.1899, Side 5
21 flestum námsgreinum, og þannig er hún víðast hvar enn hann dag í dag, bygð í lausu lofti, langt fyrir ofan höfuð barnanna. TJtanbókarlærdómur og torskildar reglur, sem lagðar eru á minnið, — það er það, sem bórnunum er fengið til meðferðar, þegar þau byrja nám sitt. Heima voru þau vön að skoða og rannsaka sjálf það, sem þau vildu fræðast um; þar lærðu þau aí reynslunni. En þegar í skólann er komið, fá þau ekkert að skoða, engar sannanir, engar ástæður né orsakir. „Svona er það,“ „svona áttu að fara að því,“ — það er hið eina, sem þau fá að vita. Og svo eiga þau auðvitað að muna það. Nú höfum vór bent á orsakirnar til þess, að svo mörg börn verða fljótt leið á skólanáminu og að það ber svo miklu minni ávexti hjá þeim, heldur en menn höfðu gert sér vonir um, áður en það byrjaði. Yér sjáum, að það er sambandið milli heimafræðslunnar og skóiafræðslunnar, sem sérstaklega kemur hér til greina, og þetta samband er enn sem komið er alt of lítið hjá oss. Heimilin og skólinn vinna hvort út af fyrir sig og hvort á sinn hátt; er því eðlilegt að starfið sæk- ist seint. Næst munum vér fara nokkrum orðum um þá að- ferð, sem viðhöfð er í skólum erlendis, og sem stefnir að því að tryggja þetta samband og gera börnunum byrjunarfræðsl- una í skólunum geðfeldari og notadrýgri. í^risfindómafrœðslan. Fybirlbstub, bluttub á abalbundi hins íslenzka Kennababélags 3. júlí 1899. (Framh.). Allir vita, að börnin eru hvikul; hugur þeirra hvarflar fljótt frá einu til annars. Þau sækjast eftir tilbreytingu og eru aldrei verulega ánægð, nema þau hafi eitthvað að hlakka til. Þetta er börnunum eðlilegt og er rangt að veita þessum barns- legu tilfinningum banasárið alt of fljótt. Vér megum eigi ræna börnin lífsgleðinni, heldur eigum vér þvert á móti að nota hana oss til hjálpar; vér eigurn að gera börnunum námið

x

Kennarablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.