Kennarablaðið - 01.11.1899, Side 10

Kennarablaðið - 01.11.1899, Side 10
26 kennarar verða að hafa hugfast; ritmál vort er alt annað en daglegt talað mál, og þegar kenslubækurnar eru ritaðar á öðru máli en börnin áður hafa vanist, þá er mjög hætt við, að mörg orð og margar setningar, sem þar koma fyrir, fari fyrir ofan höfuð barnanna og verði því ekki að tilætluðum notum, hvorki auki þekkinguna né skerpi skilninginn, heldur þvert á móti sljófgi hann og venji þar að auki börnin á að slá um sig með orðum, sem þau ekki skilja. Þetta má yflr höfuð álíta sem galla á ýmsum af þeim fáu kenslubókum, sem vór notum í barnaskólunum, að þær eru alls ekki skrifaðar fyrir börn; það er ekkert barnamál á þeim. í þeim bókum, sem börnum eru ætlaðar, þarf efnið að vera klætt í alt annan btín- ing en í þeim bókum, sem ætlaðar eru fullorðnum; þessa er líka allsstaðar gætt hjá öðrum þjóðum. En í kenslubókunum okkar sumum hverjum, og eigi sízt í biblíusögum þeim, sem notaðar eru í barnaskólunum, eru svo fjöldamörg orð og orða- tiltæki, sem hver maður getur sagt sér sjálfur, að eru óskilj- anleg fyrir börn; auk þess er setningaskipunin víða svo flókin, sem framast má verða. Þessu til sönnunar mætti nefna mörg dæmi, en ég sleppi þeim að þessu sinni. Yflr höfuð mun sú raunin á verða, að fyrst í stað veitir börnunum fullerfitt að tileinka sér efnið sjálft, þótt það sé framsett með svo auð- skildum orðum, sem kostur er á. Þegar þar á móti koma fyrir mörg orð, sem þurfa sérstakrar títskýringar við, þá fer mestur hluti tímans til þessara títskýringa, og námið rnissir við það eigi svo lítið af því aðdráttarafli, sem það annars gæti haft fyrir börnin. En þótt kenslunni í biblíusögum sé að ýmsu leyti mjög ábótavant og kenslubókin, sem alment er notuð, sé langt frá því að vera eins og htín ætti að vera, þá er þó biblíusögu- námið stór breyting til bóta frá því, sem áður var, og frá því, sem víða á sér * stað enn hér á laridi. Kristindómsnámið í heild sinni verður við það miklu sbemtilegra fyrir börnin, og þó eigi væri annað, þá er það þó í öllu falli góð tilbreyting; og tilbreyting er nauðsynleg í öllu námi, eigi það ekki að verða leiðinlegt og þreytandi, Pað er líka alment viðurkendur sann-

x

Kennarablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.