Kennarablaðið - 01.11.1899, Page 11

Kennarablaðið - 01.11.1899, Page 11
27 leikur, að það sem börn læra af sögum, það læra þau betur og það festist betur hjá þeim, heldur en það, sem þeim er sagt á annan hátt. Vér látum nú samt ekki þar við sitja; vér álítum, að börnin þurfi að læra meira í kristindómi en biblíusögur, og það mun líka rétt vera, að sú kristindómsfræðsla, sem börn hér geta fengið á þann hátt, mun vanalega vera mjög þunn, sem kristindömsfræðsla skoðuð. Pau verða því líka að læra kverið, kristilegu barnaiæi dómsbókina. í sumum skólum mun nú vera byrjað á kverkenslunni samhliða biblíusögukenslunni, eða að eins litlu síðar. Þetta er ekki rétt aðferð, að minsta kosti ekki hin hagkvæmasta; mun ég síðar koma að því at- riði. En hér get ég að eins tekið það fram, að vanalega er alt of snemma byrjað á kverkenslunni. Þegar hún byrjar, eru börnin oft alt of óþroskuð til þess að geta tekið á móti þung- um og torskildum trúfræðissetningum og melt þær, hversu vel sem þær eru útlistaðar. Ég hygg,- að það sé enginn ábati að hraða sér meira með kverkensluna en svo, að henni að eins sé lokið, áður en börnin eru fermd, kannske í hæsta iagi árinu á undan, svo að síðasta árið verði notað til þess að festa dálítið betur hjá þeim vandasömustu atriðin, og útfæra þau betur en oft er tækifæri til að gera, á meðan sjálfur lær- dómurinn stendur yfir. En þetta sífelda upplestrarstagl á því sama hvert árið eftir annað, sem nú er svo algengt, og það án þess að neinum skýringum sé bætt við, sem heldur ekki á að þurfa, ef að einu sinni er rækilega útskýrt, — það gerir áreiðanlega meira ógagn en gagn; það festir að vísu orðin í minninu, en eykur líka að sama skapi leiða og áhugaleysi. Ég veít, að það getur verið allmikið kapp í börnum að ljúka við kverið í fyrsta skifti, — kapp, sem oft verður að halda dálítið í taumi, því að það borgar sig illa að fara of fljótt yfir. En þegar þau eiga að fara að lesa upp, þá er alt kapp- ið horfið. (Framh.).

x

Kennarablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.