Kennarablaðið - 01.11.1899, Qupperneq 15

Kennarablaðið - 01.11.1899, Qupperneq 15
31 kostaðir af ríkinu, en hinir standa eigi undir umsjá ríkisins að öðru en því, að það veitir nemendunum nokkurn ölmusu- styrk og skipar prófdómendur við burtfararpróf. Af því, sem nú hefir verið tekið fram, má sjá, að í Dan- mörku er allmikið gert til að hlynna að mentun alþýðunnar. Og ástandið er þar nú gagnólíkt því, sem það var fyrir 100 árum. Þá voru það stjórnin og aðallinn, sem oft hlutu næst- um að neyða alþýðuna til að taka á móti þeirri litlu mentun, er þá var í boði; nú er það alþýðan sjálf, sem stöðugt verður að ýta undir stjórnina. Áhugi alþýðunnar á að menta sig hefir aukist svo stórkostlega, einkum á hinum síðustu ára- tugum. Er það eflaust meðfram að þakka hinurn svonefndu lýðháskólum, sem vór nú að síðustu finnum ástæðu til að minnast á með fám orðum. Sá maður, sem lýðháskólarnir eiga tilveru sína að þakka, er N. F. S. Grundtvig biskup. Harm var sannur ættjarðar- vinur, og mun óhætt að fullyrða, að bændastéttin danska hafi fáa tryggari vini átt en hann. Öllu lífi sínu varði hann til að vekja þjóð sína, vekja hana til meðvitundar um, að hún hefði skyldur á hendi sem þjóðfélag, og umfram alt sem kristi- legt þjóðfélag. Það var sannfæring hans, að ætti þjóðin að geta tekið andlegum og verklegum framförum, þá væri það einkum tvent, sem rækilega þyrfti að innræta henni: lifandi kristindóm og sanna ættjarðarást. Og til þess að þetta gæti tekist, taldi hann nauðsynlegt, að stofnaðir væru sérstakir skólar, þar sem bæði menn og' konur á þroskaskeiðinu gætu safnast saman og fengið þá fræðslu, er heppileg væri til að glæða þetta tvent. Flestir daufheyrðust lengi við röddu hans; en þó kom þar að um síðir, að farið var að stofna slíka skóla, og hefir þeim fjölgað mjög á síðari tímum, svo að nú eru þeir yfir 80. Á vetrum dvelja karlmenn á skólum þessum, en stúlkur á sumrum. Kenslan er að mestu fólgin í fyrir- lestrum; snerta þeir einkum sögu ættjarðarinnar, stjórnarskip- un, löggjöf o. s. frv., og sérstaklega er iögð mikil áherzla á móðurmálið. Landbúnaður er einnig kendur á mörgum lýð- háskólum. Enn sem kornið er er eigi auðið að gera sér Ijósa

x

Kennarablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.