Kennarablaðið - 01.01.1900, Síða 2
50
og hin síðari 1897, en í báðum þeim er bygt á grundvelhn-
um, sem lagður var 1842 ; verður því í þessu stutta yíirliti
aðallega fylgt elztu tilskipuninni, en jafnframt minst á höfuð-
breytingarnar, sem á henni hafa orðið.
í tilskipuninni 1842 er svo fyrir mælt, að í hverri sókn
skuli skóli vera, annaðhvort fastaskóii eða þá umferðarskóli.
fá er eiginiega ekki nema um eins konar skóla að ræða; en
1858 er sú skipun gerð, að alþýðuskólunum megi skifta í
tvær aðaldeildir : smáskóla og fólkskóla. í smáskólunum eru
börnum kend byrjunaratriðin, og þau að því búnu látin ganga
á fólkskólann. í sumum héruðum eru smáskólar miklu fleiii
en fólkskólar, eldri börnunum talin minni vorkunn, þótt skóla-
ieiðin sé nokkuð löng fyrir þau, en yngri börnunum. Sum-
staðar er smáskóli og fólkskóli í sama skólahúsinu.
Skólastjórnin í sveit hverri er í höndum skólaráðs; í því
sitja prestur og kosnir menn af sveitamönnum. Skólaum-
sjónarmenn eru skipaðir til að hafa umsjón með skólunum,
hver á sínu svæði; eiga þeir að ferðast um og athuga, hvern-
ig alt fer fram í skólunum, leiðbeina kennurum og skólaráð-
um og gefa skýrslu um allan hag skólanna. Fyrir flestum af
umsjónarmönnum þessum er starf þetta þó hálfgej't hjáverka-
starf, því að þeir hafa svo mörgu öðru að gegna, eru annað-
hvort prestai*, kennarar við kennaraskóla eða iærða skóla o.
s. frv.; æskja því margir að fyrirkomulagi þessu sé breytt
þannig, að umsjónarmennirnir hafi umsjónarstaríið eitt áhendi
og séu úr kennaraflokki, og er það svo í sumum bæjunum.
Yfirumsjón skólanna er í höndum biskupa og stjórnarinnar.
Þegar 1847 var svo fyrirskipað, að 1 skólum skyldi kent
lestui-, skrift og róttritun, kver og biblíusögur, landafræði,
saga, reikningslist, teikning, náttúrufi'æði, fimleikar og sálma-
söngur; einnig var gert ráð fyrir, að kend yrði trjáplöntun
og garðrækt. 1877 var gefin út tilskipun um það, að piltum
skyldi kend handavinna og veittur sérstakur fjárstyrkur til
þess; þó er þetta ekki skyldunámsgrein, en við marga skóia
er hún kend. Nú er á sama hátt fyrirskipað, að stúlkum
skuli og kend handavinna, og þar á meðal matreiðsla ef ástæð-