Kennarablaðið - 01.01.1900, Síða 5

Kennarablaðið - 01.01.1900, Síða 5
53 verið sagt í kensiustundunum; en þau læra ekki utanbókar það, sem í henni stendur. Nú getur verið, að menn bendi á einn erfiðleika, sem við fyrsta álit kann að virðast þessu fyrirkomulagi til tálmunar hér á iandi, þar sem alt er á svo miklu reiki með skólagang barna. sem só það, að börn, sem ganga í sama bekk í skólanum, ei'u oft á mjög misjöfnu reki; siim hafa ef til vill lært. alimikið i biblíusögum, áður en þau koma í skólann, önnur kannske ekki neitt, svo að þau þess vegna eiga ekki samstöðu, geta ekki fylgst að. En só betur að gætt, munu menn geta sóð, að ein- mitt sú aðferð, sem ég hefi talað um, er hið heppilegasta ráð, sem unt er að finna við þessum annmarka; sé henni fylgt, má einmitt vel takast, að láta öll börn i sama bekk fylgjast að, og það álít ég alveg nauðsynlegt bæði í biblíusögum og kveri, eins og í flestum öðrum námsgreinum. Að sjálfsögðu verður að gera ráð fyrir. að. öll þau börn, sem ganga í sama bekk, séu á líku þroskastigi. fað ei' aðalskilyrðið. Hitt skiftir litlu, þótt þau séu misjafnt á vegi stödd, að því er þekkinguna snertir. Eins og þegar hefir verið tekið fram, er það meiningin, að á hverju ári eigi að fara yfir allar biblíu- sögurnar, það er að segja aðalkjarnann úr þeim, þótt miklu sé slept úr fyrstu árin; það er því engin hætta á, að þau börn, sem eitthvað hafa lært í þeim, áður en þau komu í skólann, fái ekki tækifæri til að rifja það upp; en auk þess læra þau líka nokkuð, sem þau ekki hafa lært fyr. Með þeirri aðferð, sem vér nú fylgjum, getum vér þar á móti sífelt átt á hættu, að sum af börnunum verði útundan, ef að hugsað er til að láta öll börn í sama bekk fylgjast að. Setjum svo, að þau börn, sem koma upp úr fyrsta bekk í skólanum, séu búin að læra gamla testamentið, en ekkert í hinu nýja; í 2. bekk eru þau svo látin læra nýja testamentið. En þá eru ef til vill komin nokkur ný börn anna.rsstaðar að, og þau hafa lært nýja testamentið, en ekki hið gamla. Það er ekki róttlátt gagn- vart þessum börnum, að láta þau fylgja hinum, að láta þau læra enn á ný það, sem þau kunnu áður. Og fari svo eitt- hvert af þessum börnum burt úr skólanum eftir þetta eina

x

Kennarablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.