Kennarablaðið - 01.01.1900, Síða 10

Kennarablaðið - 01.01.1900, Síða 10
58 þess að fylgja „analytisku“ aðferðinni, eins og vér nú gerum, er það bér um bil óhjákvæmilegt að innleiða „syntetiska ka- tekisation" jafnframt því, sem hætt er við utanbókarlærdóm- inn. „Analytisk katekisation" getur naumast átt sér stað nema því að eins, að barnið hafi fyrirfram lært greinarnar. Pað væri t. d. algerlega þýðingarlaust að spyrja barn, sem aldrei hefði heyrt iðrun nefnda, í hverju einlæg iðrun sé fólg- in; en hafi barnið lært utanbókar : „Einlæg iðrnn er fólgin i því, að“ o. s. frv., þá getur verið meining í að spyrja þannig; það getur þá svarað spurningunni með orðum kenslubókar- innar. Pannig einnig með hvert annað trúfræðislegt hugtak. Pekki barnið það eklci áður, hafi aldrei heyrt um það talað né lært neitt um það, þá má ekki byrja með því að nefna hugtakið, heldur verður þá að byrja með að útskýra það fyrir því. Útskýringin kemur þá fyrst, hugtakið sjálft seinast, og skýi'ingin byrjar þá með því, sem barninu er næst, eða sem það þekkir, dæmum úr daglega lífinu, léttum og vel völdum sögum, biblíusögum, sálm/ersum o. s. frv. Frá þessum sér- stöku dæmum, sem byrjað er með, eru svo börnin leidd með spurningum yfir til hins almenna, og síðast að hugtakinu sjálfu. Hafi þau einhvern tíma áður, t. d. í biblíusögutímun- um, heyrt það nefnt og fengið óljósa hugmynd um þýðingu þess, þá koma þau oft á endanum með nafn þess í svörum sínum; að öðrum kosti verður kennarinn að segja þeim þa.ð. Flest börn munu hafa allmikil skilyrði fyrir því að geta skilið, í hverju sönn iðrun er fólgin, þótt ekki læri þau útskýringuna utanbókar. Fyrst og fremst þekkja þau hana af reynslu, að minsta kosti að nokkru leyti, og hafi þau áður lært biblíu- sögurnar, má minna þau á menn eins og Davíð, Símon Pétur o. fl. Séu nú þessar sögur teknar til meðferðar til að byrja með, og lærdómarnir, sem í þeim feiast, dregnir saman í eina heild, þá hefir barnið þar útskýringuna yfir hugtakið „einlæg iðrun“. (Niðurl.)

x

Kennarablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.