Kennarablaðið - 01.01.1900, Qupperneq 11
59
ÍDvað líður leafraríóÆinni?
Einhverntíma flaug sú fregn fyrir, að Kennarafélagið hefði
með höndum útgáfu nýrrar lestrarbókar handa alþýðu. Hvað
sem kann að vera hæft í þessu, þá er víst, að ekki bólar á
Barða. Engin kemur lestrarbókin.
Enginn flnnur það betur en kennararnir, hvílík vandræði
það eru að vera lestrarbókarlaus, t. d. við móðurmálskensluna.
Jt’annig lagaða lestrarbók þui’fum við endiiega að fá, sem sniðin
væri til þess að hafa til afnota við móðurmálskensluna. Án
slíkrar alþýðulestrarbókar er móðurmálskenslan afar örðug, ef
ekki ómöguleg, Hvaðan eigurn vér að taka hentugt efni til
munnlegra og skriflegra æflnga við móðurmálskensluna, eins
og nú stendur? Efnið er að vísu til í ýmsum prentuðum bók-
um og smápésum. í „Samtíningi" t. d. er margt nýtilegt tii
þess. En það er ólíkt hentugra að hafa í einni bók nægiiegt
og hentugt efni á hinum ýmsu kensiustigum, og það einmitt
í bók, sem börnin sjálf eiga, eða að minsta kosti hafa til
afnota.
Lestrarbókin er alveg nauðsynlegt hjálparmeðal við kensl-
una fyrir hvern duglegan kennara. Fyrir miður duglega kenn-
ara er hún því fremur nauðsynleg til stuðnings og leiðbeiningar
við hina fyrstu barnafræð'slu, og kemur á sama hátt að ágæturn
notum á heimilunum, þeim einu skólunum, sem flest íslenzk
börn eiga enn sem komið er við að búa.
Þörfin á alþýðulestrarbók er svo brýn, að það má ekki
dragast lengur, að þoka því máli eitthvað áleiðis.
Allir flnna og sárt til þess, hversu nauðsynlegt er að til
séu bækur, hentugar fyrir börn og unglinga til að lesa sér til
skemtunar og fróðleiks og til þess að æfa sig í lestri.
Úr þessari þörf hefir átt að bæta með útgáfu „fornsögu-
þáttanna". En mér finst það sem út er komið: Goðasögur
og forneskjusögur, í engu vera við barna hæfl, nema að því leyti,
að þær eru prentaðar í litlu broti. Úað verður ekki séð, að
útgefendunum hafl þótt annað nauðsynlegt til að gera forn-
sögurnar að barnabók en það, að gefa þær út í barnabóka-