Kennarablaðið - 01.01.1900, Qupperneq 12

Kennarablaðið - 01.01.1900, Qupperneq 12
60 formati, því að öllu öðru leyti eru fornsögurnar sjálfar eins aðgengilegar fyrir börn, eins og þetta kver. Kennari. Aths. ritslj. Yér getum fyllilega tekið 'undir bað, sem hinn heiðraði höfundur segir um skortinn á góðri lestrarbók. Hann er til- finnanlegri en svo að frá þurfi að segja. Aðalástæðan fyrir þvi, að úr honum. hefir ekki orðið bætt enn sem komið er, mun ekki vera viljaleysi, heidur aðrir örðugleikar. Lestrarbók, sem gæti talist viðunanleg, mundi kosta vandlegan undirbiíning og mikið fé. í bókmentum vorum eigum vér fátt, sem frambærilegt er fyrir . börn, og það sem vér eigum, er á víð og dreif, svo að erfitt yrði að finna og velja hið ákjósanlegasta, og því til viðbótar þyrfti að frumsemja margt. Því á hinu höfum vér iitla trú, að byggja bókina aðailega á þýðingum. Þær geta að vísu verið góðar með öðru; en sjálfsagt finst oss, að það, sem frumsamið er á íslenzku, hljótí að verða yfirgnæfandi í iestrar- bók, sem ætluð er íslenzkum börnum. Þegar svo tekið er t.illit til þess, að bókin þyrfti að vera nokkuð stór, — svo stór og kostnaðarsöm- að minsta kosti, að engar líkur eru til að útgáfan mundi borga sig, eftir því sem ástandið er nú hjá oss —, þá fáurn vér eigi séð, að unt muni að ráðast í að semja og gefa út slíka bók án fjárstyrks; og sá styrkur yrði vitanlega að greiðast af opinberu fé. Allir vita, að þing og stjórn hafa veitt ríflegan styrk bæði einstökum mönnum, sem hafa viljað afla sér sérstakrar mentunar og til að efla hina hærri mentun í landinu. Er þvi óhugsandi annað en að al- þýðunni inundi orðalaust verða veittur styrkur til þess aö kenna börnum sínum að lesa, svo framarlega sem hæfur maður gæfi sig fram til að gangast fyrir útgáfu lestrarbókarinnar. Um útgáfu „Fornsöguþáttanna" skulum vér ekkert þrátta við hinn heiðraða höfund. Útgefendum þeirra gefst kostur á að „leggja orð í belg“ um það mál, ef þeim sýnist svo. Lík- legt er, að einkum fyrra bindið,—það bindið, sem höfundurinn

x

Kennarablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.