Kennarablaðið - 01.01.1900, Síða 14

Kennarablaðið - 01.01.1900, Síða 14
62 alment tækju orð mín þannig, að gainla testamentið skuli undir öllum kringumstæðum kenna á undan hinu nýja. Það er auðvitað hverjum kennara í sjálfsvald sett, hvernig hann vill byrja og hvar hann vill byrja á biblíusögunum. Ég skal láta þess getið, að ég hefl reynt hvorttveggja, og kemur mér eigi til hugar að neita því, að mór flnst heppilegra að byrja á nýja testamentinu. En ástæðuna fyrir því, að ég eigi vil ráða almenningi til að gera það að svo komnu, hefi. ég þegar tekið fram. Eins og ég hefi áður talað um í fyrirlestri mínum um kristindómsfræðsluna, vildi ég helzt, að farið væri yfir aðal- kjarnann úr öllum biblíusögunum á hverju áii, og hefði því helzt kosið að hafa þrenns konar ietur i kenslnbókinni. En vegna þess, að það hefði gert hana talsvert dýrari, varð því ekki við komið. Sett.i ég svo hin áminstu orð i formálann fremur til þess að benda mönnum á, hve mikið hæfilegt særi að kenna á hverju ári, heldur en til þess að setja fasta reglu fyrir því, hvar byrja skuli. Ritstjóri „V. lj.“ spyr: Hvað segja uppeldisfræðingarnir um það (o: hvort byrja skuli á gamla eða nýja testamentinu)? Flestum uppeldis/'ræðingnm ber saman um, að nýja testament- ið hafi meiri þýðingu fyrir börnin og sé auk þess yfirleitt meira við barna hæfi. Þó er þessi skoðun eigi viðurkend af nærri öllum uppeldisfræðingum. Éví til sönnunar vil ég geta þess, að einum hinna helztu uppeldisfræðinga Dana, kenna-ra- skólastjóra Larsen í Jelling, fórust þannig orð á kennarafundi í haust: „Gamla testamentið er fult eins vel fallið til að kenna það í skólum eins og nýja testamentið. Guð gamla testa- mentisins er að vísu strangur, en hann hefir ekkert helvíti". En hvað sem nú þessu líður, þá er óg þó viss um, að ritstj. „V. ij.“ getur verið mér samdóma í því, að það sé sorglegt, jafnvel ergilegt, að hljóta að halda í gamlar miður heppilegar kensluaðferðir, vegna þess að kennarakraftarnir eru svo litlir og kennaramentunin svo gott sem engin. Ástandið er í meira lagi ískyggilegt, þegar það er þannig, að framfara- tilraunirnar verða að afturför, umbæturnar til stórtjóns. En

x

Kennarablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.