Kennarablaðið - 01.02.1900, Blaðsíða 1
MÁNAÖAIiRlT UM UPPELDI Oíi KENSLUMÁL
t, ÁRG,
FEBRÚAR 1900,
5. BLAÐ,
©lníogaéörn náfíúrunnar.
Allir kannast við þjóðtrúna görnlu nm urhskifting ina.
Þegar ungbörn voru skilin ein eftir, voru huldukonurnar ekki
seinar á sór að „skifta um“ þau; þær tóku með sér gJókollinn
efnilega, en skildu í hans stað eftir gamlan og útslitinn karl,
sem ekki átti sér framar neina framtíðarvon í álfheimum, og
brugðu honum í barnsiíki. Umskiftingarnir tóku stundum
náttúrlegum þróska í líkamlegu tilliti; en með andlega þrosk-
ann gekk jafnan alt tregara. I’eir urðu „umskiftingar" alla
sína æfi.
Nú munu huldukonurnar vera útdauðar víðast hér á landi
og álfakarlarnir líka. En „ umskiftingarnir eru ekki útdauðir
og deyja, því miður, að líkindum aldrei út, hvorki á þessu
landi nó annarsstaðar. 1 öllum löndum eru fleiri eða færri
börn, sem bera öll hin sömu einkenni sem umskiftingarnir.
En þau eru ekki nefnd þessu nafni nú á dögum, heldur vit-
flrringar, hálfvitar eða eitthvað þess konar.
Allur þori'i þessara barna mun án efa hafa verið vitftrr-
ingar alt frá fæðingunni, og það án þess að foreldrarnir geti
sjálfum sér um kent óhamingju þeirra. Póerskyltað getaþess,
að oft kemur drykkjuskapur og önnur óregla feðranna á þennan
hátt niður á börnunum. Hitt er vafalaust miklu sjaldgæfara,
að orsakirnar liggi í uppeldi barnanna. En þó er það alls eigi
ómögulegt, að þetta geti líka átt sér stað. Séu börn eftir
skilin mannlaus, geta þau auðveldlega orðið gripin hræðslu svo