Kennarablaðið - 01.02.1900, Blaðsíða 8
72
stendur til þess, að oss geti þok^ð eitthvað áleiðis. Og ég
þykist eigi mæla of mikið, er ég segi, að þetta sé eitt af
lífsspursmálum þjóðar vorrar. Um undanfa.rinn nokkuð langan
tíma hefir kristindómsástandið víða um álfu vora og einnig
hér á landi verið afar bágborið. Kiistindómsfræðslan heíir
átt þungum lcostum að sæta: deyfð og doða af hálfu sinna
eigin játenda og megnum árásum af hálfu andvígismanna
sinna. En nú sést það hvervetna, að ný öld er að renna upp.
Reynslan hefir kent mönnum, að þær stefnur, sem ekkibyggj-
ast á hinum eina varanlega grundvelli, kristindómnum, geta
ekki fullnægt mannsanda.num nema ef til vill að eins um
skamman tíma, að þær eru ávazlalausar og byggja ekkert
upp í lífi þjóðanna. Yér þurfum að gefa nákvæmlega gaum
að þessum tímaskiftum, og vér þurfum að fylgja með. Vér
erum fátæk þjóð og fámenn, það er satt; en það er engin
afsökun fyrir oss í þessu efni. Hversu fátækir og fámennir
sem vér erum, getum vér þó verið kristnir. Sannur og lif-
andi kiistindómur getur alstaðar þriflst, eins hjá hinum fátæku
og hinum ríku, eins i fámenni og í fjölmenni. Hann er hvergi
ómögulegur nema þar, sem menn ekki vilja. Fyrst og fremst
þarf því að kenna mönnum að vilja, að beina vilja þeirra í
rétta átt, og til þess að þetta geti orðið, er áríðandi að rækja
vel uppfræðslu hinnar vaxandi kynslóðar. Það má ekki van-
rækja neitt það, sem að henni lýtur, og ailra sízt kristin-
dómsfræðsluna, því að það er hún, sem sérstaklega á að
leggja grundvöllinn undir trúarlif barnanna, og sem þess vegna
á að verða og getur orðið bæði einstaklingnum og þjóðinni í
heild sinni til meiri og varanlegri heilla en nokkur önnur
fræðsla. Sigurður Jónsson.
^rÍBÍindómsfrcebslan 03 u 111 gangsí?cnncirarnir.
Út af fyrirlestri þeim um kristindómsfræðsluna, sem prent-
aður hefir verið hér í blaðinu, urðu umræður nokkrar á
kennarafundinum síðastl. sumar, og snerust þær aðailega um