Kennarablaðið - 01.02.1900, Blaðsíða 5
69
ástandið í þessu efni, eins og það er nú, þá er þó ógjörningur
að breyta til í nokkru verulegu, nema menn sjái það til
noklcurra bóta. Yér höfum hvorki efni á né tíma til að inn-
leiða þær breytingar. sem fyrirsjáanlegt er að mundu gera ilt
verra, hvorki í þessu efni né í öðrum efnum.
En hvað er þá hægt að gera fyrir þessi börn, sem ekki
njóta kenslu í neinum skóia? Fyrst og fremst er áriðandi að
gera þeim námið dálítið skemtilegra, meira upplífgandi, og
þetta er, sem stendur, eigi hægt á annan hátt betur en með
því að auka eða réttara sagt innleiða biblíusögunám, en létta
og minka kvernámið. Og eftir því, sem ég bezt fæ séð er nú
sporið stigið einnjitt í þessa átt með þýðingu og útgáfu Klave-
ness-kversins. Yeiði það kver innleitt, þá léttist kvernámið
til muna frá því sem nú er ; en þá verður Hka öidungis óhjá-
kvæmilegt að kenna biblíusögur jafnframt.
En þótt þessu yrði nú breytt þannig, þá er það að vísu
spor í áttina, en þó engan veginn stórt spor, og því síður að
takmarkinu sé náð, þótt það sé stigið. Það sem þá liggur
fyrir er, að minka utanbókarlærdóminn einnig þar, sem engir
skólar eru. En um það geta heimilin aldrei orðið einfær.
Kennararnir verða að koma þeim til hjáipar. Umferðakenn-
ararnir í sveitunum þurfa að vera svo undirbúnir, að þeir geti
bæði leiðbeint börnunnm í þessu efni, þann tíma, sem þeir
hafa þau undir höndum, og sérstaklega, að þeir geti leiðbeint
heimilunum. Nú sem stendur veit ég, að fæstir umferðakenn-
arar eru færir um þetta; en þeir þurfa að læra það. Þeir
þurfa að læra að útskýra fyrir börnum bæði biblíusögur og
kver, og þeir þurfa að kenna fullorðna. fólkinu á heimilunum
að gera það. Gætu þeir gert þetta og gerðu það, mundu þeir með
því vinna mjög þarft verk, ekki að eins börnunum, heldur líka
hinum vöxnu og kristindómnum í landinu yflr höfuð. Það
mundi meðal annars verða til þess, að ýmsir færu að sópa
rykið af biblíunum sínum; það yrði farið að lesa oftar í þeirri
bók, en nú er alment gert. En hvar eiga umferðakennar-
arnir að læra þetta? Ég þykist sannfærður um, að prestarnir
mundu víða bæði geta veitt og vilja veita kennurunum nokkra