Kennarablaðið - 01.02.1900, Blaðsíða 12
76
Vér trúum því ekki. En hvers vegna þegja þeir þá? Hvers
vegna- lýsa þeir ekki opinberlega yflr skoðunum sínum á
þessu máli?
Kennarabiaðið mundi með ánægju flytja lesendum sínum
álit presta á þessu veiferðai'máli þjóðar vorrar. Vér kunnum
hina mestu þölck hverjum þeim manni, sem rjúfa vill þögnina
um það, því að þögnin minnir öllu öðru fremur á — dauðann.
«
Cfm sunnudagas^óla.
Eitt hið þýðingarmesta stórmál landa vorra i Ameríku
er sunnudagaskólamálið. Það virðist nú kominn tími til þess,
að vér Austur-íslendingar förum einnig að sinna þessu máli
að dæmi náfrænda vorra fyrir handan haflð. Vér höfum enn
sem komið er engan sunnudagaskóla að undanteknum barna-
guðsþjónustum þeim, sem haidnar eru í Reykjavík.
fað er alls eigi tilgangur minn að rita iangt mál um
sunnudagaskólana, enda hefir áður verið urn þá ritað í Kirkju-
blaðinu, Kennaranum og víðar. Einungis vildi ég með línum
þessum minna menn á þýðingu þeirra. Því miður virðist ail-
víða meðal vor brydda á trúardeyfð og hirðuleysi í andlegum
efnum. Væri því full þörf á að glæða trúarlif ungmenna með
því að kalla þau sarnan á helgum dögum til bænagjörðar og
biblíuskýringa. Rað er fagurt og kristiiegt, þegar foreldrar
leiða börn sín með sér í guðshús á helgum dögum, og vildi
ég óska, að þeir legðu alla stund á það. En vart munu ræður
presta vera við barna hæfi; þær eru vanalega of langar til
þess að þau geti fest þær í minni.
Ég vildi óska, að vér svæfum nú ekki lengur, heldur tækj-
um mál þetta til raeðferðar með því að ræða það á safnaðar-
fundum vorum og héraðsfundum. Éað ætti að vera hlutverk
hinnar andlegu stéttar að sinna þessu máli, einkum prestanna.
Sóknarriefndirnar ættu heldur eigi að láta það afskjftalaust,