Kennarablaðið - 01.02.1900, Blaðsíða 6
70
leiðbeiningu í þessu efni. En auk þess höfura vér líka „Kur-
sus" fyrir kennaraefni, og þótt námstíminn þar auðvitað sé
ekki langur, þá veit ég þó, að menn eiga kost á að fá þar
raaigar góðar bendingar einnig þessari námsgrein viðvíkjandi.
Og færi nú svo, sem ég vona, að farið yrði að koma kristin-
dómsfræðslunni á nýjan og betri rekspöl, þá er ég líka viss
um, að kennararnir við kennaraskólann mundu leggja sérstaka
áherzlu á að undirbúa nemendur sína í þeirri námsgrein. En
fyrst er þá að fá menn til að koma, að fá þá til að nota
þessa litlu lcennarafræðsiu, sem kostur er á að fá hér á landi.
Þetta virðist næi' því ómöguiegt. Aðsóknin að þessari stofnun
hefii' hingað til verið og er enn þá svo lítil, að það er hrein-
asta minkun að því fyrir þjóðina. Það sýnir, hve alþýðument-
unin er flestum lítið áhugamál, eða þá að öðrum kosti, hve
skamt menn eru á veg komnir, að þeir ekki geta látið sér
skiljast það, að aukin kennaramentun er aðalskilyrðið fyrir
aukinni alþýðumentun. Menn horfa oft í kostnaðinn, og það
er eðlilegt, þar sem alþýða manna er svo illa stödd í fjárhags-
legu tilliti. En sá kostnaður, sem hér ræðir um, er svo nauða-
lítill, að hann ætti ekki að vera til fyrirstöðu, og væri það
lieidur ekki, ef að menn í raun og veru vildu eða sæu þess
þörf að kosta neinu til þess að fá sérstakan undirbúning undir
kennarastái'fið. En nú sjá menn þess enga þörf, af þeirri ástæðu,
að menn eru engu betur settir eftir en áður. Þeir, sem þennan
undirbúning hafa fengið, eru ekki teknir til kenslustarfa öðrum
fremur, og á meðan ástandið er þannig, þarf naumast að bú-
ast við, að menn alment aíli sér þessa undirbúnings. Það er
þá víst tiigangurinn, að þeir geri það af eintómum áhuga, og
það væri óneitanlega fallegt, ef að margir gerðu það; en væri
þá ekki vert að sýna einhverja viðurkenningu fyrir þennan
fagra áhuga? Menn verða að muna eftir þvi, að það getur
líka orðið þreytandi að lifa á áhuganum einum saman tii
lengdar.
Hið eina, sem hugsanlegt er til að kippa þessu í lag, er
því það, að veita einhver forréttindi þeim, sem hafa leitað sér
sérstakrar kennaramentunar. Og þegar nú útséð er um það,