Kennarablaðið - 01.02.1900, Blaðsíða 11

Kennarablaðið - 01.02.1900, Blaðsíða 11
75 því að vera heppileg eða fullnægjandi. Yér höfum langa reynsln fyrir því, að þau eru alls eigi fær um að veita neina verulega fræðslu í þeirri námsgrein. Hið eina, sem þau vanalega hafa gert er það að láta börnin læra kverið utanbókar, og hiýtur sérhver hugsandi maður að sjá og viðurkenna, að sú kristin- dómsfræðsla er eigi að eins gagnslítii, heldur og óholi. Og hitt er eigi síður óhætt að fullyrða, að heimilin eru engu færari til að kenna kristindóm nú en áður, og vej ða það að öllum líkindum seint eða aldrei, nema þeim sé hjáipað til þess. Vór fáum því eigi séð, að heimilisfræðslan ein saman geti gefið neinar vonir um framfarir í þessu efni. Eina ráðið til að hrinda þessu máli áleiðis í framfaraátt- ina er því nú sem stendur það, að umgangskennararnir afli sér undirbúnings í þessari námsgrein engu síður en í öðrum námsgreinum, að þeir verði því vaxnir að kenna börnum kristindóm og geti leiðbeint heimilunum í þessu starfi. Yér viljum fela mál þetta, kristindómsfræðsluna, öllum hugsandi mönnurn, bæði kennurum og öðrum, til rækilegrar íhugunar. En sérstaklega viijum vór fela það prestunum til athugunar og umsagnar. Vér trúum þv.í eigi, að þeir láti það afskiftalítið. Vér trúum eigi öði’u, en að þeir fyrst og fremst spyrji um það, hvort kennarinn só fær um að veita fræðslu í kristindómi. Og vanalega getur prestuiinn alimiklu ráðið um það, hver tekinn er til þess að gegna kennarastarfinu í presta- kalli hans. Pað gegnir annars mestu furðu, hve þögulir prestarnir eru um þetta mái. Það eru kennararnir, sem eru að ræða um það — kennararnir, sem fræðsiuna veita — það eru þeir, sem finna til þess og tala um það, að henni sé ábótavant. En hvað segja prestarnir um það? Getur það verið, að þeirn finnist hún í alla staði góð og gild? Getur það verið, að þeim finnist óþarft að fá dáiítið meii'i hjálp í þessu starfi, sem auðvitað er mest á þeirra ábyrgð? Get.ur það verið, að þeir, sem svo oft eru að kvarta yfir því, hve trúarlífið só dauft og vantrúin almenn, — getur það verið, að þeir láti sig það litlu Skifta, á hverju veltur með ki'istindómsfræðsiu æskulýðsins?

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.