Kennarablaðið - 01.02.1900, Blaðsíða 9
73
þessa spurningu: Er það heppilegt eða eigi, að umferðakenn-
ararnir veiti tilsögn í kristindómi? Litu nokkrir þeirra, er
viðstaddir voru, svo á það mál, að ástandið, eins og það er
nú, sé fremur afturför en framför frá því sem áður var, meðan
heimilin sáu sjálf um fræðslu barna sinna í kristindómi.
Ástæðurnar, sem færðar voru fyrir þessari skoðun, voru
þessar: Umferðakennararnir eru flestir lítt fæi'ir um að kenna
kristindóm; þeir hafa sjálflr engrar fræðslu notið í þeirri náms-
grein fram yfir það, sem alment gerist, og engin trygging er
fyrir því, að þeir séu allir miklir trúmenn. Á hinn bóginn
kemur það æ betur og betur í ijós, að heimilisfræðslunni fer
hnignandi; menn reiða sig á fræðslu kennaranna og láta þar
við sitja.
Ummæli þessi eru vafalaust á svo miklum sannleika bygð,
að erfitt mundi að hnekkja þeim. Enda þótt ganga megi út
frá því sem sjálfsögðu, að umferðakennarar standi að sumu
leyti í öllu falli eigi lakar að vígi í þessu efni en heimilin, þá
verður því þó eigi neitað, að yfirburðir flestra þeirra hljóta kring-
umstæðanna vegna að vera nauðalitlir. Eigi allfáir munu þeir
vera, sem ails engrar skólamentunar hafa notið, heldur aflað
sér þekkingar sjálfir af bókum. En næsta lítil líkindi eru til
þess, að margir kennarar hafi lagt sérstaka stund á iestur
þeirra bóka, sem geta verið kristindómskennurum til stuðnings.
Það sem námfúsir ungir menn vor á meðal sækjast mest eftir
að lesa, er venjulega alt annað en guðsorðabækur. Hið sama
er að segja um þá, er gengið hafa á gagnfræðaskólana. Sú
þekking, er menn fá á þeim skólum, getur að vísu komið
þeim að mjög góðu haldi, þegar þeir taka að gegna kennara-
starfinu; en að því er kristindómsfræðsluna snertir, standa
þeir ekkert betur að vígi en hinir.
Fjarri sé það oss að vilja leggja nokkurn dóm á trúarlíf
kennaranna. En eigi fáum vér varist ótta fyrir því, að van-
trúaralda sú, sem á síðari tímum hefir gert vart við sig, eigi
sízt meðal ýmsra af mentamönnum vorum, kunni að hafa
hafc áhrif á einhverja meðal kennaranna. Og þótt því megi
treysta, að sérhver samvizkusamur kennaii varist að láta