Kennarablaðið - 01.04.1900, Side 4

Kennarablaðið - 01.04.1900, Side 4
100 myndar. Svo fengu þeir sér kálfsblóð á.glas, skáru sér penna úr hrafnsfjöður og settust með þetta út í fjós á tómstundum sínum. Enginn mátti vita, hvað þeir höfðust að, því þá var allur friður úti. Þetta var áhugi, og hann var alls ekki sjald- gæfur. Á vorum tímum er börnunum haldið að námi 1 mörg ár, og þau læra rnargt og mikið fram yflr það, sem afar þeirra og ömmur iærðu. En að mentafýsn standa þau þeim litið eða ekkert framar; mörg standa þeim langt að baki. Eitthvað virðist þetta vera öfugt. Það er viðurkendur sannleikur, að mentunin efli áhuga mannsins á því að afla sér frekari mentunar. En hér verður þó annað uppi á ten- ingnum. Hér er ekki nema um tvo möguleika að ræða. Annaðhvort stafar þetta áhugaleysi af því, að þjóðinni í heild sinni er að fara aftur að andlegu atgervi og mentabæfileikum, eða af því, að barnafræðslan er á röngum grundvelli bygð, — er með öðrum orðum ekki sönn mentun. Vitanlega er ekki auðvelt að færa óbrigðul rök fyrir aftur- för eða framför heillar þjóðar, að því er mentahæfileika snertir, þegar um stutt tímabil er að ræða. í því efni verður mest að fara eftir líkum og þá einkum eftir þeim kjörum, sem þjóðin heflr átt við að búa. Því sú vill oftast í-aunin á verða, að hinir andlegu hæfileikar útheimta sérstök ytri þroskaskilyrði, svo sem frelsi og viðunanlegt ástand í efnalegu tilliti. Og só nú gengið út frá þessum ytri skilyrðum, þá hlýtur hver maður að kannast við, að líkur eru til þess, að þjóð vorri hafl þokað fremur áfram en aftur á bak að andlegu atgervi á síðustu áratugum. Þá er að iíta á hinn möguleikann. Að hverju stefnir venjulega fræðsla barna og unglinga hér á landi? Nálega eingöngu að því að auðga nemendurna að þekkingu. fekkingin er það kynjalyf, sem menn imynda sér að geti bætt öll andleg mein. Þess vegna er það álitið sjálf- sagt, að gefa börnunum sem allra-mest inn af þessum „lífs- elixír", láta þau læra sem allra-mest. Það er lítið spurt um, hvort þau geti melt alla þekkinguna, hvort þau hafl nokkurt

x

Kennarablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.